Í sjónvarpsfréttum í gærkveldi 12/2 var sagt frá erfiðleikum á Suðurnesjum með húshitin, en þeir misstu heitavatnið frá sér eins og kunnugt og hafa verið að dóla sér í ullarteppum eins og indjánar til að halda líkamshita. Einn viðmælandinn tjáði sig um hitun torfbæja hér áður fyrr og leiddi af því líkur að kalt hafi sennilega verið oft hjá fólki.
Nú hefur skrifari átt heima í torfbæ 2-3 ár í bernsku sinni og dvalið í torfbæ allavega 2 vetur og þekkir nokkuð vel hvernig fólk komst af við þessar aðstæður og vill nú lýsa því lítillega:
Eldsneyti:
Þegar ég var að alast upp var þurrkað sauðatað aðal hitagjafi. Voru fáeinir rúmmetrar til að hausti til brúkunar yfir veturninn en kol notað til upphitunar aukalega þegar við átti, en kol voru dýr.Taðið var auka búsafurð sauðfjárbúskaparins. Í eldhúsi var kolaeldavél. Í frambæ var kalt vegna óþéttleika húsakynnanna og mikils umgangs.
Kolaeldavél sem notað kol, úr kaupstað var notuð. Hún hitaði vel sitt svæði og var ágæt til eldunar. Reynt var að fela glóðina yfir nóttina með því að breiða óþurrkað sauðatað yfir glóðina, var það ráðstöfun sem ekki tókst alltaf í elhúsi og var alltaf kalt nema yfir blá daginn á því svæði og óvíst um hvort lifði í glóðinni yfir nóttina.
Mór er þekktur hitagjafi og voru aflagðar mógrafir upp undir háls efst upp á syðrihluta jarðarinnar.
Móðir mín Aðalheiður Magnúsdóttir sem bjó og átti Lágafelli í Grindavík lýsir í minningargrein um Guðbjörgu Ágústdóttur húsmóður á Syðri- Löngumýri aðstæðum þannig. Að út um allt eldhús hafi vatn frosið um nætur. Minningargreinina er hægt að finna á tímarit.is.
Mín endurminning, þó hún sé ekki alveg rétt, sennilega, að það hafi verið þokkalegur hiti í baðastofu, hjónaherbergi og öðru íveru herbergi í því burstahúsi sem hýsti þessar vistaverur um nætur og venjulegri viðveru seinnipart dags. Þessar vistarverur voru hitaðar með sauðataði og eftir atvikum kolum og var sama aðferð viðhöfð og í eldhúsi. Hitunartækið var Camína eða stór ofn með reykháfi. Sama í vesturhúsi. Baðstofan naut svo góðs af hitanum sem strompsrörunum sitthvoru megin á endum baðstofu gáfu frá sér
Ég minnist ekki þessa að í baðstofu þar sem við Ágúst faðir Guðbjarga sváfum hafi hiti verið við frostmark, en baðstofuhiti var seinnipart dags og fram að háttatíma að vetri til. Þröngt loftop sem trekti, var á risi baðstofunni en ekki hinum herbergjum sem nefnd hafa verið. Engin opnanlegur gluggi var í bænum, en súgur frá göngum og minna og óþéttari hlutum bæjarins hefur sennilega dugað til loftræstingar og flytja nóg súrefni í systa burstarhúsin.
Auðvitað hefur einhver tíman veri kalt, en fólk var í prjónanærfötum bol og síðum nærbuxum ullarsokkum og ullar peysum.
Svínavatnshreppur var útaf fyrir sig nokku sérstakur menningarheimur, ef svo má segja og vildi fólk sjá nýja tíma raungerast til betra lífs. Þar spratt upp fyrsta búnaðarfélagið í landinu og átti í raun upptakkt sinn í baðstofunni á Syðri-Löngumýri, þar sem nokkrir bændur komu saman og höfðu sammælst um að drífa í stofnun félags og endaði það í bandalagi með Bólhlíðingum, Hlíðhreppingum hvort sem notað var.
Sigurgeir Hannesson bóndi í Stekkjardal þá forseti félagsins segir frá stofnun félagsins í Húnaþingi 2 og telur að það hafi veri stofnað 1842 þar sem nokkrir menn úr Svínavatns og Bólstaðrhlíðarhreppum komu saman og stofnuðu Jarðabótarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðar hrepps. Voru hugsjónir þessara manna all brattar og vildu þeir leggja á ráðinum að gera vatnsveitur, matjurtagarða, girða og slétta tún.
Kúmen og rabarbari (tröllasúra) uxu í garði fyrir sunnan bæinn í miklu skjóli og þar vor kartöflur settar niður og í sandjarðvegi niður við Blöndu.
Minnist ég þess að á Syðri-Löngumýri var haganlega hlaðinn brunnur milli fjós og bæjar sem aldrei þraut vatn í, var hann mikil trygging að nóg vatn væri þegar vatn þraut í læk þeim sem vatnspípa lá í. Stundum var vatn sótt að Syðri-Löngumýri handa 20 kúabúi sem Björn Pálsson á Ytri-Löngumýri átti.
Fjalla ég ekki meir um framfaramál á sveitinni en vildi með góðum hug upplýsa Suðurnesjamenn um hitunarmál og vatnsbúskap fyrri á árum og hve fallegt þetta var, sjálfbært og öruggt, miðað við þessar hörmungar sem Suðurnesjamenn eru að upplifa.
Í sveitinn var allgott bókasafn og kvennfélag var starfandi í sveitinni og man ég að það hafði forgöngu um að kaupa prjónavélar sem mátti nota til framleiðslu í efni fyrir nærföt úr ull, að sauma úr og gengu vélarnar um sveitina.
Einu er ekki hægt að gleyma að heima var vindmylla með turni. Nokkurt mannvirki en aflög og löskuð og í vanhirðu. Þess má geta að að víða voru slíkar vindmyllur uppistandandi. Dróg ég þá ályktun að þar hafi hugsanlega verið eitthvert félagslegt átak í gangi. Þetta var víð í sveiturm en flestar óvirkar.
Vatnsaflstöð var á Grundarbæjunum alltaf í lagi og í notkun. Byggðu þeir bræður Guðmundur og Þórðu Þorsteinssynir þá virkjun.
Massey Ferguson sá er prýðir þessa bloggsíðu er úr búi Þórðar, enda er hann minn maður og barðist fyrir framförum sem sýslunefndarmaður. Er vélin góð áminning um að hægt er að nota tæki þó þau sé orðin gömul ef vel er farið með hlutina.
Eina sögu sagði Þórður mér frá baráttu sinni í sýslunefnd í lagningu vegar í Svínadal. Sýslunefnd samþykkti fjárframlag til að leggja veg framm í Svínadal. Hafist var handa um að leggja veginn og þraut brátt fjármagn í vegagerðina. Var þá fundað um hvað væri hægt að gera. Þórður var alveg klár á því hvernig þetta gæti gengið. Hafa vegin ekki svona breiðan þá förum við lengra með hann. Var þetta gert. Við akstur og heflun breikkaði vegurinn smásaman og lækkaði vitaskuld en kom ekki að sök.
Þessi saga segir okkur að stundum getur verið gott að vera fljótur og úrræða góður, svo mál þokist áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.2.2024 | 20:56 (breytt 15.2.2024 kl. 21:47) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 324
- Sl. sólarhring: 370
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 573792
Annað
- Innlit í dag: 301
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 286
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðleg grein.
Birgir Loftsson, 14.2.2024 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.