Þessi aðferð náttúrunnar virðist alveg nýtt fyrirbæri. Laumast í geng um þéttbýlið í Grindavík á meðan allir horfa vestur, norður og austur. Svo lendir þessi buna út í sjó og það er ekki einu sinni gufa.
Það verður handtak að kortleggja allar þessar rásir og skemmdir. Raunverulega ætti veghaldrinn sem er Vegagerð ríkisins að aðgæta öll svæði á suðvestur landi þar sem akvegir eru og bílstjórar ættu að hafa varan á sér. Við höfum sé myndir frá Bandaríkjunum þar sem bílar haf steypst niður í jarðföll. Á Hellisheiði leggur reyk upp í vegkantinum.
Allt Suðurlandsundirlendi er á Þjórsárhrauni. Við Arnbjörn bróðir vorum með hross þar fengum nú að kenna á því í Hallanda þar sem grjótið var í yfirborði túnana að alltaf var eitthvað að skemmast.
Það var nú meiri dellan af Grindvíkingum að selja þá jörð. En við skulum ekki vera að jagast yfir því.
Þó hús sýnist sprungin og siginn, þá má búast við að mjög margt eigi eftir að koma í ljós þegar ítarleg skoðun getur farið fram.
Alltaf þegar náttúruhamfarir eyðileggja manngert umhverfi þá fellur verð fasteigna og vinnustaða og atvinnutækja. En sem betur fer syndir fiskurinn í sjónum og er alveg sama hver á hann. Það er sér úrlausnaratriði að skera úr um það.
Nú þurfa Grindvíkingar að mynda stuðningfélag til að taka utan um sína sveitarstjórnarmenn og styðja þá.
Baráttufélag með samþykktum og stjórn og nefndum, þó ekki væri nema í fyrsta lægi að tala sama og skiptast á hugmyndum og rökstyðja tjón á hagsmunum sínum og hvað á að gera. Þetta er ekki hugsað sem vanmat á því sem gert hefur verið og þeirri varðstöðu sem viðhöfð hefur verið og öll hjálp sem innt hefur verið af hendi. Það er aðalega þegar stjórnmálafólk fer að kikna í hnjánum þegar farið verður að tala um bætur og svoleiðis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráherra vék að því að við værum með stuðningsnet eins og atvinnuleysistryggingasjóð og ef til vill aðra styrktarsjóði og allar tryggingarnar sem hjálpa til. En það þýðir ekkert að treysta á eina manneskju. Það verða allir að hugsa og spekúlerar í hvaða átt er best að þróa málin. Maður veit aldrei hvernig nýr fjármálaráðherra virkar, er hann grútur eða sanngjarn það kemur í ljós? Einhver verður að kjósa hann og maður veit ekkert hvernig fylgið flýtur. Kannske út í sjó, en þá verða flokkar að vera með einhver björgunarbelti.
Það eru allir duglegir og fólk sem hefur farið frá eignum sínum er ef til vill ekkert spennt að taka við þeim eins og staðan er í dag. Í raun er hægt að skilgreina Grindavík sem eyðibygg að hluta. Svona fór fólkið frá Hornströndum á sínum tíma. Allir í einu. Eins var með Laxárdal norður held ég í A-Hún.. Hver tók sinn poka. Það er svo sem ekki glæsilegt. En það má hrópa húrra að vera á lífi, og það heldur áfram.
Ég held að það sé bara ónýtt að öllu leyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.11.2023 | 18:19 (breytt kl. 21:34) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 566946
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.