Baráttufundur samtaka ungra bænda var haldin í Salnum í Kópavogi 26. okt., 2023 undir heitinu Seinna er of seint. Ég vissi ekki um þennan klofning Bændasamtaka Íslands í eldri og yngri deild sem blasir við. Þetta er eins og í farskólanum í gamladaga.
Ég ætla nú að lýsa fundinum aðeins,eins og hann kom mér fyrir sjónir, en það verður ekki hægt að fara ofan í framsöguerindi.
Fundinum var stillt upp þannig að flutt voru 10 erindi. Fundarstjóri var tilnefndur af formanni samtakanna, nefndur Bjarni og tók hann við fundarstjórn. Engin fundarritari var kosin, enda allt fundarefnið tekið upp.
Gert var ráð fyrir að pallborðsumræður yrðu og kallað eftir spurningum úr sal. Alþingismenn skipuðu hóp þeirra sem svara áttu.
Ragnar Árnason hagfræðingur er tiltekinn á gagni sem afhent var við inngöngu, Hann var ekki með framsögumönnum eins og maður hélt og eins og hann var presinteraður í bæklingnum.
Framsöguerindin voru flutt og um miðjan fund var gert ráð fyrir umræðum framsögumanna, gesta í stjórnmálum sem voru alþingismenn að ég held frá öllum flokkum. Orðið var ekki gefið laust þannig að fundarmenn gætu almennt tjá sig og farið í pontu, enda hefði það svo sem verið til að æra óstöðugan.
Fundarstjóri stóð sig vel að hafa góða stjórn á fundinu og koma í veg fyrir langar ræður með fyrirspurnum.
Framsögumenn gerðu mjög vel grein fyri efni síns viðfangsefnis í framsögunni. Þannig að fundarmennum gátu fljótt áttað sig á þeim aðstæðum sem þetta unga fólk var að kynna. Það sem vakti aðhygli var hversu góðir frumælendur allir voru og sett mál sitt vel og skipulega framm og voru hraðmælskir.
Þarna var svo sannarlega mikill mannauður á ferðinni, ákveðinn í sinni framsetningu og samhent að lýsa ástandinu eins og það er í raunveruleikanum.
Það hefur löngum verið þekkt að bændum er illa við að skulda, en nú eru aðstæður þannig að ef þú ætlar að standast þá raun að vera bóndi með nægjanlega framleiðslu til að hafa afkomu, verður skuldsetningin ægileg.
Upp úr miðri síðustu öld og fyrr komust bændur yfir þann þröskuld að byggja mest sjálfir penigshús sín og íbúðarhús, með liði sínu og hjálp sveitunga eftir atvikum.
Nú eru bændur settir í þá klemmu að þurfa að vera komnir í nýtísku lausagöngufjós og allt sem því fylgir. Fjósið kemur í gámi og gera svo vel og borga. Eðlilegt væri að þeir sem setja þessar íþyngjandi reglur veltu því fyrir sér hvernig á að fjármagna dæmið. Kvöð sem lögð er á bændur um að vera kominn í fjós sem falla að nútíma kröfum í dýravelferð, fyrir ákveðin frest hangir yfir bæjardyrum og bændur eru minntir á þetta í vöku og draumum.
Vextir eru ægilegur baggi og búið að leggja Stofnlána deild landbúnaðarins, niður, en hún veitti lán sem voru svo lítið greidd niður með einhverju gjaldi sem allir bændur voru rukkaðir um og voru hagstæð.
Vélarnar eru orðnar svo stórar og dýrar að ekki er hægt með góðu móti að athafna sig á þröngum túnum og ræktun og ekkert hægt að borga af þeim.
Ég ætla nú ekkert að far að grafa mig niður í framsöguerindin því til þess hef ég ekki tíma. Bændablaðið vinnur sjálfsagt úr þessum málum og kemur þeim á framfæri við almenning.
Lítið hefur farið fyrir þessum fundi á almennum vettvangi og hef ég t.d ekki fengið möguleika til að finna einhverja frétt hér á mbl.is. til að tengja við, eins er með vefmiðla aðra en sjálfsagt hefur eitthvað farið fram hjá mér.
Það sem hættulegt er fyrir þjóðina er, að ef þessar fréttir eru svona kolsvartar og réttar og allt lendi fjölda gjaldþrotum svo að bankarnir eignist góssið, þá verður varla settur á fót kreppulánasjóður eins og í gamladaga til að hjálpa þessum bændahópi.
Bankarnir munu selja hæstbjóðanda góssið og hverjir eru það sem mundu kaupa? Erlendir auðmenn og framleiðslu fyrirtæki og ef það er ætlunin að svo verði, er besta að stjórnvöld segi það strax og upphátt.
Síðast spurning er þá hvernig kom öll hagræðingin sem átti að eiga sér stað með setningu búvörulaganna að heimila að bændur gætu selt hver öðrum kvóta, kom út?
Er sú hægræðing einhver staðar að skila sér? Eru neytendur þá í bullandi sæluvímu yfir verðinu? 3 milljarða gátu þeir reiknað sem hagræðing átta skila sér við fækkun afurðastöðva. Hver fær hana eða liggur hún bara í vegkantinum.
Auðvitað verður að laga framleiðslukerfið nýjum tímum, en varla er hægt að hefja samkeppni með hluta landbúnaðarins í gjaldþrotum, eða hvað ?
Í þeim aðgerðum sem þarf að að gera geta þær varla orðið öðruvísi en sértækar einhvern vegin. Ekki er hægt að færa skuldir niður á línuna. Áburðarhækkanirnar hafa verið úr öllum takti við kaupgetu þessara bænda sem hér um ræðir, en eitthvað fengu bændur í styrki, þar og lítð rætt um það hvernig því var skipt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.10.2023 | 09:29 (breytt kl. 09:29) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 20
- Sl. sólarhring: 473
- Sl. viku: 1278
- Frá upphafi: 570584
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1136
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þörf umræða. Undarlegt áhugaleysi fjölmiðla.
Guðjón Bragi Benediktsson, 29.10.2023 kl. 19:42
Já mér finnst það, en þessi mál sem varða landbúnaðin er svo viðkvæm, ég tala nú ekki ef peningar eru nefndir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.10.2023 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.