Ásgeir Jónsson kom með öðrum hætti inn í seðlabankann en fyrirrennarar hans. Hann var ekki að hrekjast úr öðru starfi og fá seðlabankastjóra starfið sem björgunar hring frá stjórmálaafli sem hafði áhyggjur að viðkomandi væri að sogast í burtu og hefði ekkert fyrir sig að leggja sem hæfði stöðu hans í samfélaginu og þá væri ekki hægt að hafa gagn af honum til að toga í spotta.
Ég held að Ásgeir sé þar sem hann er, kominn vegna eigin verðleika og menntunar sinnar og hafi löngun til að gera vel. Menn horfðu mjög gagnrýnum augum á hann og spurðu auðvitað hvort hann hefði nokkuð í þetta að gera.
Ásgeir gerði það sem ekki allir mundu hafa að gerat, grein fyrir að hann átti í erfiðleikum með stam og gat litið út eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann er alveg eða að nokkru leiti kominn yfir það. Enda lærur maður hvað þetta varðar.
Valgeir Magnússson kemur hér með hugleiðingar eins og góður kennari við héraðskóla sem sér góða pósta í nemanda sínum og vill leiðbeina honum inn á rétta braut og mér sýnist ekkert vont búa þar undir.
Fyrir mér birtist Ásgeir eins og hann væri á hraðri leið inn í stjórnmálin og þyrfti að taka Kleppur hraðferð .Kleppur hraðferð var ekkert sérstaklega hugsaður fyrir vistmenn á Kleppi heldur íbúa úr Kleppsholi og í mínum augum var vagnin mesta hraðferðin í flota SVR, sérstaklega þegar hann brunaði niður hjá Laugarnesbænum með reykskýin á eftir sér. Eins væri hægt að nota aðra líkingu, að Ásgeir hefði komið inn í starfið með miklu hraði eins og hann hefði snarað sér í kláfinn í Kömbunum og færi hratt. Mér fannst hann á hraðri leið inn í stjórnmálin og léti ýmislegt út úr sér sem ekki passaði við hans staðhætti.
Ef Jóhannest Nordal lenti einhvern tíman í slíkri aðstöðu eða var spurður einhverri spurningu sem var inn á hinu pólitískasvið þá svaraði hann því yfirleitt ekki, heldur benti á að það væri hlutskipti annara sem til þess væru kosnir að svara. Ég veit ekkert hvernig Ásgeir virkar hvort hann sé pirraður eða einhvað annað, en hann hefur stundum farið eins og mér sýnist í gegn um þennan þunna vegg sem skilur að stjórnmál og faglegt svið og bæjarhól og stjórnarhætti í Seðlabankan sem liggur í starfinu og sem lög eru á bak við. Þar á hann að standa. Ásgeir hefur vaxið skref fyrir skref í sínum starfi, en stundum eru nýliðar trekktir þegar þeir lenda í nýjum ábyrgðar störfum. Þessar tjásumyndir voru bara bíó og til þess fallnar að hafa gaman. En ábendingar Valgeirs eru skrifaður texti sem hægt er að hafa með sér og læra af. Þær erum gefnar að því mér virðist af því að höfundur vill laga eitthvað sem honum sýnist ekki passa við starf seðlabankastjóra og því sé hægt að taka því með vinsemd og í góðu.
Það vitlausasta sem hægt er að gera í stöðu seðlabankastjóra það að vera með einhver afskipti eða orð um kjarasamninga og tilurð þeirra. Þar liggur hætta og ef lokið verður tekið af þeim potti þá standa allir í reykjarmekki og sjá ekki handa sinna skil og allt fer í vitleysu og hálaloft.
Seðlabankastjóri þarf ekki að fá einhvern með sér. Hann stendur bara innan girðingar og í lagastappanum sem markar starfsvið Seðlabanka Íslands.
Bitur og þreyttur stjórnandi fær engan með sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.10.2023 | 11:13 (breytt 7.10.2023 kl. 21:40) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hann kannski svona pirraður yfir því að hafa ekki tekist að "komast út úr verðtryggingunni" og "yfir í nafnvaxtakerfi" eins og hann lét í ljós að hann vildi fyrir ekki svo löngu síðan?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2023 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.