Grindarskakkir vörubílar eltir og teknir úr umferð.

Vomur erum komnar á þá sem bera ábygð á vegum landsins og brúm og fjárveitingum til þeirra.

Hér áður fyrr kom það fyrir að vörubílar lentu utan vegar, þegar lélegur kantur gaf sig og ultu. Við það gat grind bílsins undið upp á sig og skekkst. Áfram var þó haldið að aka og troða sér yfir þröngar brýr, eins og til að mynda gömlu járnbrúna yfir Blöndu við Blönduós.

Þá kom það fyrir að vörubílli rak sig í járngrindarbogan sem hélt brúnni uppi og skemmdi mannvirki. Pallurinn á vörubílnum gekk þá út  til hægri eða vinstri allt eftir því hvernig bíllin velti.

Það kom svo  í hlut Bíla-Bergs frá Akranesi Bergs Arnbjarnarsonar að finna þessa bíla og fleir bifreiðeftilitsmanna um land allt, góma þá og messa yfir þeim og færa þá til skoðunar og voru þá kostir eigandans að gera strax við þetta eða missa númerinn af bílnum.

Viðgerð er erfið og kostnaðrsöm, en verður eigi unda því vikist halda vegamannvirkjum við. Nú eru þessar brýr búnar að gegna hlutverki sínu eða hafa  verið fluttar í aðra staði sem eru fáfarnari og gegna með sóma hlutverki, þó þær standist ekki mikil flóð.

Húnavallaleið er dæmigert mál þegar ekki er metið með skýrum hætti þörf á viðhaldsfé og það látið ganga fyrir svona Húnavallarleiðardillu og meira að segja búið að leggja Húnavallaskóla niðu sem hefði getað grætt mest á þessari breytingu. Nú er það ónýtur vegur á Vatnsnesi sem ætti að hafa algerann forgang á viðhaldsfjármagni.

 Og mörgu stöðum þarfa að gera úrbætur og bæta í viðhald. Vert er að geta góðra hluta sem Vegagerði hefur gert og menn hafa kannske ekki tekið mikið eftir en það er styrking vegkants yfir Holtavorðuheiði. Þar hefur vegkandur a.m.k upp á heiðina að sunnan veri grafinn upp og efni ekið í burtu og sett sterkt frostfrítt efni í staðinn. Trúi ég að bílstjórar sem aka með þungan farm séu ánægðir með þetta framtak. Heldur en að vera á nálum að kanturinn springi.

Svo er það sér kapituli allar einbreiðu brýrnar. Þar er verið að gera umbætur sem er lífsnauðsynlegar. Sumir aka hratt og sumir aka hægt og dæmi erum um bíla sem er ekið hratt inn á þröngar brýr hafa riðlast upp á rekkverkið og skautað út af og jafnvel lent út viðkomandi fljóti.

Svo það er víða sem hægt er að nota fjármagn með viturri hætti en Húnavalleið, vegfarendum til öryggis.


mbl.is Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband