Landbúnaður í gegnum safn og skóla

Málþing til heiðurs Bjarna Guðmundssyni.

Í tilefni af 80 ára afmæli próf. Bjarna Guðmundssonar stóð Landbúnaðarsafn Íslands fyrir málþingi á Hvanneyri þann 31. ágúst í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Rektor skólans Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, verkfræðingur, setti málþingið og kynnti fyrirkomulag. Ekki var gert ráð fyrir umræðum um erindin. Í dagskrána vantaði starfsheiti frummælenda og varð skrifari að reyna að átta sig á því og tókst ekki nógu vel. Dagskráin var eftirfarandi:

1. Þegar sel var á hverri jörð - Árni Daníel Júlíusson, sérfræðingur hjá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Akureyri

2. Kveðja frá stjórn Landbúnaðarsafns Íslands - Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fv. formaður Bændasamtaka Íslands, Rein við Akranes

3. ... og svo kom Fergusonfélagið - Þór Marteinsson, formaður Fergusonfélagsins frá Gilá í Vatnsdal norður

4. Safnmaðurinn Bjarni á Hvanneyri - Lilja Árnadóttir, sérfræðingur á Landbúnaðarsafni

5. Hlé og kaffiveitingar að hætti Kvenfélagsins 19.júní

6. Safn og skóli. Tilurð safns innan skóla - Anna Heiða Baldursdóttir

7. Búvísindamaðurinn Bjarni Guðmundsson -  Þóroddur Sveinsson

8. Safn og háskólakennsla - Sigurjón Baldur Hafsteinsson

9. Framtíðarmöguleikar - Ragnhildur Helga Jónsdóttir

10. seinna kaffihlé

 

1. Þá tók til máls Árni Daníel Júlíusson, starfsmaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.

Hann leiddi þingfulltrúa um dali og fjöll. Hann skýrði tilgang seljanna, að nýta beitilandið og búsmalann til framleiðslu á fæðu. Hann sýndi dreifingu seljanna með ágætum kortum. Mætti bloggari bæta við að á Sturlungaöldinni gat það verið þjóðráð að hafa ekki allt fólk á sama stað og gott var að leynast í seljum fjær bænum. Allt var þetta vel sett fram og einkar forvitnilegt fyrir nútíma manninn.

2. Kveðja frá stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, Haraldur Benediktsson alþingismaður, bóndi og fv. formaður Bændamtaka íslands. Haraldur birtist á skjánum í fjarfundarbúnaði með ýmis landbúnaðartæki í baksýn, ekki hægt að klikka á því. Hann lagði áherslu að nauðsyn væri að eiga svona safn og gera því til góða með áframhaldandi söfnun og varðveislu véla og muna.

3. Þá steig formaður Fergusonfélagsins á stokk. Gerði grein fyrir því hvernig félagsstofnunin hefði borið að og mikinn byr við stofnun félagsins. Hann minntist Sigurðar Skarphéðinssonar sem hjálpaði félagsmönnum mikið og hvatti. En nú er Sigurður látinn og hvað verður þá um okkur Fergusson eigendur. Sigurður var prímus mótor og kom jafnvel heim til manna að hjálpa. Formaðurinn leysti hlutverk sitt með sæmd.

4. Safnmaðurinn Bjarni á Hvanneyri- Lilja Árnadóttir Þjóðminjasafninu. Hún rakti vísindi um hver grundvöllur safna væri, menningarlegt hlutverk þeirra og hversu óeigingjart starf Bjarna hefði verið og hann alltaf í framvarðasveitinni.

5. Kaffihlé, fínar veitingar hjá kvenfélaginu og allt gekk vel og greiðlega, enda er matsalurinn í Hvanneyrarskóla vel rúmur, þannig að gömlum bændum gekk ágætlega að hafa sig að garðanum þótt þeir væru með skjálfandi hendur.

6. Snorri Hjálmarsson hetjutenór og bóndi á Syðstu-Fossum söng við undirleik Viðars Guðmundssonar sá maður er áfkastamikill tónlistarmaður í Borgarfirði og víðar, sögðu menn mér. Þá söng ung kona staðarkona sópran. Hef ekki nafn hennar. Ljómandi góður söngur og kunni að fara ekki hátt með hæðstu tóna í lágum sal. Þessum  þætti  kom fólki sumu á óvart hversu mikill mannauður væri á Hvanneyri og í nágrenni. Söngatriðin kynnti formaður íbúafélags Hvanneyrarstaðar Álfheiður Sverrisdóttir.

7. Búvísindamaðurinn Bjarni Guðmundsson - Þóroddur Sveinsson lektor á Hvanneyri.

Þóroddur fór með nákvæmni yfir það sem Bjarni hafði fengist við í starfi sínu. Bjarni er afkastamikill á sínu sviði, bútækni og rannsóknum og hefur búið við þær aðstæður að vera á vinnustað þar sem menn sitja ekki með hendur í skauti og umhverfið er hvetjandi með ungt fólk allt í kringum sig, það er galdurinn. Flest ef ekki allt sem hann hefur látið frá sér fara er nytsamlegt. Þegar skrifari var í búskap, þá var nú ekki leiðinlegt að horfa og rýna í athuganir hans um samfellda þurrkdaga,en vitneskja sú var dregin út frá veðurstofu gögnum. Þar var það helst að það var dýrmætt að átta sig á því að sennilega yrði þurrkur í 2 og 1/2 sólarhring. Þetta var svo sett upp þannig að í hve mörgu tilfellum væri hægt að búast við samfelldum þurkdögum. Aðal málið  var náttúrlega að slá í byrjun mátulega mikið svo maður réði við verkefnið, rifjaði á réttum tíma og helst strax, að fylgdist með skýjafari og hvort hann væri að koma með einhverja vætu og vera þá fljótur að setja í garða og vera sloppin með dæmið áður en hann færi að væta. Heyið komið í garða okey. Bara bíða eftir næsta þurrkskeiði og dreyfa görðunum og vera í startstöðu með að böðla heyinu saman á sem fljótvirkasta hátt og allt gekk þetta í nafni Bjarna frá Kirkjubóli. Þessar upplýsingar voru, að mig minnir, í handbók bænda sem alltaf var við hendina.

8. Safn og háskólakennsla -Sigurjón Baldur Hafsteinsson.

Nú má segja að heilinn hafi verið orðinn fullur af efni og örðugt að bæta við og mál tekin að verða flókin, en Sigurjón greindi frá hvernig mætti nota söfn við háskólakennslu og fór ýtarlega yfir það og taldi hann möguleikana mikla og öll söfn væru nauðsynleg við kennslu.

9. Framtíðarmöguleikar. Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri.

Ragnheiður fór yfir efnið og taldi að safnið stæði vel að vígi, hvað varðaði rými, nefndi þar hlöðuloft og land og umhverfi við þá byggingu og yrði sá þáttur að hafa sinn tíma og marka skipulag og setja í skorður og fjármagn til hlutanna. Styrkja þyrfti hlöðuloftið og gera það aðgengilegt og var hún einkar bjartsýn að framtíðar möguleikarnir væru miklir.

10. Seinna kaffi og saungur

Niðurlagsorð: Á það er að lýta að þetta efni er hér skrifða  eftir minni. Eina sem stuðst var við er auglýsing í Bændablaðinu.

Engir úrdrættir eða upplýsingar um flytjendur voru lagar fram á málþinginu, en kynntar í upphafi þingsins. Fyrst of fremst gerir bloggari þetta til að halda á lofti nafni skólans og staðarins sem okkur Hvanneyringum er kær.Spurt var um það um miðbik þingsins hvað væru margir Hvanneyringar staddir þarni og einhver lifandis óskapar fjöldi rétti upp hendi? En þarna var nokkur hópur sem hafði áhuga á safna málum. Allavega sá ég Sigrúnu Magnúsdóttur sem hefur menntun í þessum fræðum og hefur veitt Sjóminjasafninu forstöðu. Ekki sá maður neina fjölmiðla á kreiki til að afla efnis, væntanlega lætur skólinn eitthvað frá sér fara. Salurinn var þéttsetinn.

En þetta var mjög öflugt málþing og svo sannarlega er Bjarni Guðmundsson vel að því kominn, enda er hann þrælmagnaður vísindamaður og til hamingju með 80 ára afmælið Bjarni minn. Það sem Bjarni lumar á, er söngurinn og að draga gítarinn fram og vera kominn á fleygi ferð áður en maður veit hvað á að syngja.

Samvinna þeirra Snorra Hjálmarssonar á Hvanneyrarhátíðinn í kirkjunni sumar kom vel út og samskipti þeirra félaga sem voru svona skemmtileg, skot um láð og steina eins og kemur fram í textanum um Litlu-fluguna, lag eftir Sigfús Halldórsson, texti eftir búfræðinginn Sigurð Ástráð Elíasson og búfræðikandidat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn mjög fjölhæfut maður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér verð ég að nema staðar og biðja Önnu Heiðu Baldursdóttur afsökunar, að mér varð á mistök. Ég nefndi erindi hennar í dagskránni, Safn og skóli sem þulin er fyrst og sem ég klippti úr Bændablaðinu. En svo ekki meir. Ég sem sagt geri hennar efni ekki sömu skil í umfjöllun í meginmáli og eru það bara mistök hjá mér og ég biðst innilega afsökunar á því. Hverjum og einum er auðvitað heimilt að fjalla um það með einhverjum hætti og það væri bara gott, hér stansa ég og þakka þeim sem benti mér á þetta fyrir að segja frá því, það var góð hreinskilni sem ég met jákvætt. Það væri bara jákvætt ef framsögumaður erindisins  minntist á helstu atriði til að varpa ljósi á efnið. Ég mundi vera þakklátur fyri það. Ég er sko ekki eins gerður og Helgi gamli Hjörvar þingfréttaritari, þegar hann gleymdi öllu efninu sem hann tók með sér úr þinginu og komst hvorki lönd né strönd, en lét sig svo hafa það að einhenda sér í að segja frá því, sem þurfti, blaðalaust og komst vel frá því máli.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.9.2023 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband