Íslandsbankaumræðan er búin að hala inn 1.26 milljarð af peningum sem er gott og búhnykkur fyrir ríkissjóð auk þess hélt Bankasýslan eftir 300 milljónum eftir af ráðgjafarfé, ef eitthhvað færi úrskeiðis. Enda taldi ríkisendurskoðandi niðurstöðuna fjárhagslega hagfellda fyrir ríkið. Það er góður vitnisburður, sem mun lifa til framtíðar. Svo eru formaður og forstjóri Bankasýslunnar ánægðir með söluna og hvernig hafi til tekist.
Kristrún Frostadóttir náði sér í smá pening með auka kjörum sem Kviku bankinn gaf starfsmönnum tækifæri til að bæta sinn hag, þegar hún starfði hjá Kviku.
Þá er þessari umræðu að verða lokið, en næsta verkefni er að klára söluna á Íslandsbanka eins og að var stefnt. Þá er spurningin hvaða aðferð verður notuð til að selja. Auðvitað sú besta sala, sem hefur verið gerð í manna minnum og komið vel út á Íslandi og í víðri Evrópu að sögn.
Ég hafði þá skoðun fyrir sjálfan mig þegar einkavæðingin hófst á bönkum fyrir hrun en kom henni ekki á framfæri opinberleg vegna vettvangsleysis, að líklega væri best að lífeyrissjóðir gætu keypt banka sem þeim litist vel á og fengu þann hlut sem dyggði að koma einum manni í stjórn. Raunin var önnur. Stjórnmálaklíkur runnu á lygtina eins og refir í fjárhjörð og eignuðust bankana. Mér virðist sem betur fer, átti slíkt sér ekki stað með Íslandsbankasöluna.
Maður leit upp þegar Benedikt faðir Bjarna Ben, keypti smá hlut en það hefur vafalaust bara verið til að fá aðgang að aðalfundi bankans og að komast í pontu og segja eitthvað fallegt.
Mér finndist það góður kostur að bankastarfsemi kæmist sem mest í eigu lífeyrisjóða og þeir gætu keypt hlut, sem svaraði 1-2 menn í stjórn.
Seljum sem mest af bönknum til að fá fé í ríkissjóð ekki veitir af. Skuldirnar eru að drekkja þjóðinn. Um sameiningu við Kviku get ég lítið sagt, fjármálaraðherra heimilaði að hafnar væru viðræðu við Kviku um sameiningu. Mér leyst ekkert á það. Hugsaði að það væri einhverskonar stjórnmálaleikur vegna fyrverandi viðveru Krístínar Frostadóttur í þeim banka, sjáið hvað gerist þegar ég kemst á málalista Bjarna fjármálaráðherra hefði hún getað sagt og fengið sand af atkvæðum.
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.6.2023 | 20:37 (breytt 30.6.2023 kl. 05:09) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna ætti peningaprentunarvald að vera í einkaeigu?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2023 kl. 12:59
Sæll Guðmundur takk fyrir innlitið. Hvar kemur það fram í færslunni? ER það ekki í Seðlabankanum?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.6.2023 kl. 13:36
Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir "peninga".
Seðlabankinn gefur eingöngu út seðla og mynt. Eins og seðlabankinn skilgreinir peningamagn í umferð er innan við 10% af því seðlar og mynt eða frá 2,5% til 9,5% eftir því hversu breiður mælikvarði er notaður. Hin 90-97,5% eru innstæður í bönkum sem eru að mestu leyti búnar til af bönkunum sjálfum, sem gerist þegar þeir veita útlán. Hér er staðfesting á þessari virkni bankakerfisins:
873/153 svar: verðbólga og peningamagn í umferð | Þingtíðindi | Alþingi
3. liður: "Þegar innlánsstofnun veitir lán verður samtímis til nýtt samsvarandi innlán og þannig eykst peningamagn."
Með öðrum orðum, verða til nýir peningar þegar banki veitir lán, samkvæmt skilgreiningu seðlabankans sjálfs á því hvað peningar eru. Þannig hefur langstærstur hluti alls peningamagns í umferð orðið til. Þetta er ígildi peningaprentunarvalds. Almenningur hefur aldrei veitt bönkum umboð til að fara með þetta mikla vald, hvað þá verið spurður álits á því hvort það sé yfir höfuð æskilegt að slíkt vald sé í höndum fyrirtækja í einkaeigu sem lúta ekki lýðræðislegu boðvaldi heldur þjóna fyrst og fremst hagsmunum eigendanna.
Hvenær notaðir þú síðast seðla eða mynt útgefin af Seðlabanka Íslands til að greiða fyrir eitthvað? Raunveruleikinn er sá að við notum flest langoftast "bankapeninga" (innstæður á bankareikningum) til að greiða fyrir útgjöld okkar. Við gerum það auðvitað í góðri trú enda við erum við löngu orðin þessu vön, en allt of fáir hafa yfir höfuð hugsað út í hvað raunverulega býr þar að baki.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2023 kl. 15:15
Þú ert snillingur Gupmundur. Gott að fá svona inn.Í hlutafélögum ræður fjármagnið atkvæðisrétturinn fer eftir magni efti því.
Í Samvinnuhreyfingunni var eitt atkvæði á persónu. það mundi nú ekkert stórvægilegt gerast ef lífeyrisjóðirnir mundu kaup sér bolmagn til að koma tveim fulltrúm að í sjórn, meira segj agætu þeir átt forgang. Því eru atvinnurekendur alltaf með mesta valdi? Þetta er gott í dag, en áhugavert að lesa það sem þú setur fram, en þá er það bindikyldan og stýrivextir?.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.6.2023 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.