Fiskmarkaðir í uppnámi?, Þrumur og eldingar.

Lengi hefur verið talað um að fiskmarkaðir okkar gætu verið í uppnámi vegna þess hvernig við veiðum hvali. Það er eðlilegt að nytja hvali en nú eru komnar upp alvarlegar spurningar er varðar þessar nytjar.

Þá er fyrst að telja aflífunaraðferðina hún er ekki eins og spendýr eiga vera aflífuð. Hratt og örugglega. Það sem ég þekki til, sauðfjárslátrunar og stórgripa slátrunar er þetta: Gripirnir er settir inn í þröngan bás, þannig að þeir geta ekki hlaupi burtu eða hreyft sig, þegar skotatlagan ríður yfir.  Gripurinn dettur niður steindauður og er skorin strax á því augnabliki. Þá er ekki gott að dýrið sé búð að lenda í miklum átökum því þá eykst arenalínið í skrokknum og kjötið getur spillst við það, því  gripurinn þarf hvíld áður en hann er drepinn.

Sjáanlega virðast aflífunaraðferðir á hval ekki standast lög. En þetta er búið að ganga lengi hjá okkur og við erum orðin samdauna verklagin.

En svo þegar vaktar eru upp góðar tilfinningar, mennskan eins og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir vék að í Þjóhátíðarræðu sinni 17.júní s.l., eitt af því er t.d. að vera dýravinir og fara fara vel með dýr, þá ætti öllum að vera ljóst að veiðar á hval fara illa með dýrinn. Reiði blossar upp hjá almenningi, jafnvel fyri uta við efnahagslögsögu okkar og myndar tilfinnigabylgju sem við vitum ekki  hvernig mál þróast.

Borðleggandi verðu að  að mótmæli sigla í kjölfarið og fara á stað og aðalvopni verður þetta, ekki að kaupa fisk  frá Íslandi og við verðu kynntir sem dýraníðingar af 1. gáðu út um allan heim.

Hvað gerum við þá?

Það versta við þetta mál atvinnulega sé er að enginn aðlögunar tími er gefinn Þó vita mátti að það kæmi að þessum tímapunkti og talsmenn og ábyrgðarmenn starfseminnar hefðu átt að vera búnir að sjá þetta og gera einhvejar ráðstafanir. t.d. að stofna sjóð og taka hluta af afgangi  af rekstrinum ef það hafi verið borð fyrir báru í því efn. Segja svo við fólkið, Veskú hér eru peningar til að nota á atvinnuleitar tímabilinu sem nú fer í hönd hjá starfsmönnum.

Skrifari hefur lengi verið hlynntu veiðum á hval og þar hefur ráðið að ég taldi að hann væri þungur á fóðrum og tæki of stóran skammt úr lífríkinu.

En svo þegar gerð er grein fyrir þesari dásemdar eiginleikum hvala, að þeir eru riddarar hafsins gegn loftslgsvánni með með lífsstíl sínum. Þá snérist ég um 180 gr. í afstöðu minni.

P.S og varðandi stjórnmálakerfin á Íslandi af því að Kristján var að reyna nudda sér utan í þau hugtök þá eru þau ekki lengur móðins, þá held ég að það sé engin maður kommúnisti á Ísland lengur þeir eru allir í Rússlandi. Væri hugsanlega einn og einn sem væri Castró sinni og veit hvernig á að skipuleggja byltingu. En það er mikið til af kapítalistum.

 


mbl.is „Þruma úr heiðskíru lofti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband