Það virðast margir halda að það sé Guðs blessun að geta haft taumlaust aðgengi að víni og keypt eins og menn vilja af áfengi hvar og hvenær sem er. Þetta er því eins menn haldi að þetta sé nærri því þjóðhagslegahagkvæmt og nauðsynlegt. Allstaðar eigi að vera hægt að grípa vínflösku með með sér um leið og mjólkina og laugardagsnammið er keypt.
Þeir sem vilja allt opið og það eigi að vera gnótt til af áfengi allstaðar. Þeir sem eru á móti því eru afturhaldsseggir sem eru ekki skriðnir úr moldarkofunum.
Náð í spíritus frá Austur-Húnavatnssýslu til Sauðárkróks.
Eitt sinn ákváðu nokkrir gleðipinnar úr mínu gamla búsetusvæði að útvega sér vín á bannárunum. Það var fengin til þess maður sem átti góða hesta og var vanur ferðalögum. Sagan er sögð eins og mér var sögð hún þar sem ég stóð við efngjaslátt á Löngumýrum í Blöndudal af félaga mínu sem var sannorður maður. Hann fór í striklotu úr Svínavatnshreppi og á vaði hjá Kárastöðum og í gegn um greiðfært skarð í Langadalsfjöllum. Man ég ekki hvaða skarð hann hafi farið, en kunnugir geta getið sér til um það. Sendiboðinn átti að kaupa áfengið hjá apotekaranum á Króknum. Hann hafði 5-7 lítra brúsa með sér, frekar óhentugt, en varða að duga. Það þurfti sko aldeilis að hafa mikið fyrir þessu.
Ferðin gekk vel og var ferjumaðurinn kominn upp úr hádegi í Kúlurétt. Þar var hafin dráttur og menn orðnir óþreyju fullir þ.e.a.s. Ekki fullir. Tóku menn nú að fá sér og fengu sumir sér gúlsopa. Ágæt bergsvatnsá-dragá var rétt við réttina og var blandið fengið úr henn. Smátt og smátt fóru menn að syngja og minna var hugsað um að draga féið. Stefndi í óefni um miðjan dag og voru menn bara að syngja og skemmta sér, en skítt með skyldurnar. Þeir sem ekki drukku en voru að draga sáu að hér stefndi í óefni. Myrkur dettur á fljótt á þessum árstíma og getur verið vandkvæðum bundið að koma fé heim í myrkri og getur fé þá tapast eitthvað út í buskann. Reyndir bændur fóru að ræða það hvort ekki væri rétt að ná samkomulagi við menn og lempa málið og fara með vínið úr réttinni, Jón Jónsson bóndi og alþingismaður í Stóradal gekk í málið og samdi við eigendur áfengisins að farið yrði með það úr réttinni. Voru tveir valinkunnir sómamenn fengnir til að fara með brúsann og áttu að koma honum þar sem ekki næðist í hann. Ekki yrði hellt niður. Bregða þeir nú skjótt við og ríða í austur átt og sem leið liggur í átt að Blöndudal. Eitthvað minnkaði söngurinn en menn drifu sig í það að draga og spjalla um vænleika fjárins og ævintýrin í göngunum. Virtist ver bærileg sátt um málið, enda Jón vanur þrasinu úr þinginu og lagin við að fá menn með sér. Var komið niðamyrkur hjá þeim sem lengst áttu heima að sækja frá réttinni.
Þeir sem földu brúsann grófu hann niður einhversstaðar í svokölluðum Tungunesmúla, auðvitað hafa einhverrir farið og fundið brúsan. En ég man að alla mína æsku hékk brúsi yfir garðanum hjá þeim sem sendur var og ef spurt var um hlutverk brúsans þá var hann til þess að geyma steinolíu í.
Landa framleiðsla og áfall í heimilishaldi.
Eitt sinn var Bergur Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsmaður við störf í Skagafirði og var hann fenginn til af sýslumanninum í Skagafirði að fara á bæ og gera upptækt landabruggstöð á bænum. Þessi saga var sögð af prestinum sem jarðsöng Berg og er hún sú heimild sem ég hef. Bifreiðaeftirlitsmenn virkuðu sem héraðslögreglumenn ef á þurfti að hald, því leitaði sýslumaður til Bíla-Bergs. Bergur klárar sig af málinu og í framhaldi var heimilið leyst upp um skeið og reynt að koma málum í samt lag á heimilinu.
Bergi rann til rifja og hafði samúð með bónda. Hóf hann söfnun og safnaði dágóðri upphæð og afhenti bónda upphæðina og jafnframt að hann skildi nú leggja þessa bruggstarfsemi af. Það gerði bóndin, fékk heimilið og gekk bara vel hjá honum eftir það.
Lýkur svo hér að segja frá þessum atburðum og sést á þesum málum að hlutirnir þurfa frekar að vera án víns og öll starfssemi að vera í góðu horfi bæði í atvinnustarfsemi og á heimilum. Þó menn vilji gera sér glaðan dag eins og sagt er þá þarf ekkert að vera hægt að ná áfengi á hverju götuhorni. Það er ekki brýn nauðsyn.Hér er alfarið um gróðahagsmuni að ræða en ekki, einhverja manngæsku eða góðvild. Það kerfi sem hefur þróast hjá okkur Íslendingum dugar alveg eins og það er. Og mun sú skipan sem menn eru ólmir að koma á valda meiri vanda í samfélaginu eins og Valgerður yfirlæknirinn á Vogi segir.
Mun valda meiri vanda fyrir samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.6.2023 | 22:33 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 36
- Sl. sólarhring: 410
- Sl. viku: 837
- Frá upphafi: 570134
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 747
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.