Skítaveðurfar

Fuglarnir hafa orði sjóveikir kannske horaðir og vanmáttugir og drepist úr kulda og sjóveiki. Lítill friður að afla sér fæðu.

Við reiknum með að náttúran drepi ekkert nema nýfædd lömb að vori. Náttúran er orðin rugluð, öll lögmál gengin úr skorðum. Lægðirnar þeysa upp Norður Atlandshafið og grafa sig niður lík og fellibyljir og það er hvergi hægt að vera úti og júní rétt að koma.

Skíta veður, en svo sem hægt að klæða það af sér, það er bjargráð. Ég hef aldrei orðið vitni að svona hvassviðrishragland eins og nú, undanfarið og þó fylgst með veðri frá 1954. Aldrei á sauðburði og þó var farið til ánna á hesti. Þurfti einstaka sinnum að fara með tvílembu heim vegna þessa að hún fæddi ekki bæði lömbin. Hlýnun jarðar veldur ekki bara stuttbuxna veðri. Það er allt að fara úr skorðum. Eins og stóru veðurkerfin, straumar eru í allt aðra áttir í höfunum og ekki veit ég hvort vísindamenn hafi þetta allt á hreinu, þrátt fyrir allar tölvur og spálíkön.


mbl.is Öldugangur kann að hafa grandað fuglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband