Reykjavíkurflugvöllur var byggður af Bretanum í seinni heimstyrjöldinni og efnið tekið í Rauðhólum.

Reykjavíkurflugvelli var holað niður í seinni heimstirjöldinni, þegar allt var á tjá og tundri. Hann hefur aldrei farið í neitt skipulagsferli hjá Reykjavíkurborg.

Það er eðlilegt að borgin vilja fá landi sem hýsir nú flugvöllinn.

Að vísu yrðu grunnar húsa þar dýrir vegna þessa að djúpt er á fast og mikil mold sem grafa þyrfti upp og fjarlægja

Það eru gild  sjónarmið og nauðsyn að hafa klárar flugsamgöngur við höfuðborgina vegna fólks sem þarf nauðsynlega að komast til Borgarinnar, ef allt er ófært landveginn og svo sjúkraflug og öryggisflugvöllur vegna náttúruhamfara. Þnnig að ekki er gott að úrskurða hvað á að gera og sérfræðingar geta ekkert gefið uppi um það nema vísa til hvernig vindstrengir munu breyta veðurfari á brautunum. Pólitíkin er eina aflið sem gildir en nú man ég ekki hvernig hlutföllin í atkvæðaseðlinum milli kjördæma eru, svo þar er allt óljóst.

Nú er það svo að við verðum að koma okkur saman að búa í þessu landi. Þéttbýlisbúar eru ekki  neitt að lækka kröfur sínar um landnotkun út á landisbyggðini, t.d. deilan um Blönduvirkjun gott dæmi um allskonar hagsmuni.

Þjóðin á engan pening til að fara í flugvallargerð í Hvassahrauni og það svæði komið í fókus vegna jarðhræringa og eldgosa. Snjómokstri var klúðrað á Reykjanesbraut í vetur þannig að þeir sem eru óvanir að aka í vondum veðrum stræka á það og heimta eitthva sem engi veit hvað er jafnvel raflest sem lítið gefur í aðra hönd, Engin nefnir sjóleiðina með ferju.

Það væri gott að Löngusker væru kláruð með verkfræðilegu mati. Þau eru u.þ.bil 3 ha á fjöru og öll á lengdina og ca 2 m  á hæð  með traustri undirstöðu á bergi.

Hefði verið ráð að nota uppmoskturinn upp úr grunni Landspítala til að lengja norður suður brautina yfir Valssvæðinu út í sjó. Það efni er kannske of lélegt til nota að lengja flugbraut út í sjó. Hrafn  Gunnlaugsson nefndi á fyri tíð hugmyndina um Löngskert og var það í fyrsta skipti sem ég heyrði það nefnt sem möguleika.

Út um allan heim sér maður allskonar verkfræðileg fyrirbrigði sem byggð eru í allskonar skyni. Tenerife er með steypta  grjót hnullunga á norður Atlandshafsströndinni á eyjunni.

 Nú er Framsókn búin að taka við hinu pólitískakefli og við sjáum til hvað gerist. Kannske eiga þeir snjalla verkfræðinga, sem leysa málið?


mbl.is „Treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bæjastjórn Reykjavíkur var búið að ákveða að byggja Reykjavíkurflugvöll og byrjað var á framkvæmdum áður en Bretinn kom.  

Ómar Ragnarsson, 4.5.2023 kl. 23:39

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það var tún tekið á leig sem var fyrsti lendingarstaðurinn. Bretar byggðu flugvöllin í síðari heimstyrjöldinni. Systkini mín urðu vitni að því að orustuflugvél kom brennani inn til lendingar og þegar hún var lent dró mæjorinn upp skammbyssu og skaut flugmannin, harn var svo illa brendur. Þau fengu enga áfallahjálp. Bretinn flutti rauðamöl frá Rauðhóla til að nota í völlinn og það þurfti að flytja nokkur hús til að rýma fyrir vellinum. Þau voru flutt inn í Laugarnes og endurbyggð þar við götu.

Held að það sé almennt viðurkenn að Bretinn var í þessu verki, en hvort einhver hefur verið búin að teikna línu,r sem afmörguðu völlinn skal ég ekkert segja um. Það fór enginn nágranna kynning fram. Við bjuggum inn í Skerjafirði og fólk hefði væntanlega átt að verð a vart við hana. Rauðhólar voru eyðilagðir. Ég hef silgt út í Löngusker og það kom mér á óvart hve stór þau eru og öflug.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.5.2023 kl. 09:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Faðir minn ók firnum af rauðamöl úr Rauðhólum sem vörubílstjóri í áratugi og meiri hlutinn af henn fór í götur og grunna í Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband