Vigur í Ísafjarðardjúpi

Vigur í Ísafjarðardjúp á sér stóra sögu. Sigurlaug Bjarnadóttir var fjölmenntuð kona og bar í sér mikla stjórnmala hæfileika og kjark. Hún þurfti að fara í framboð 1982. vegna sérstakra aðstæðna sem sköpuðust í Sjálfstæðisflokknum.

Langaafi minn, Skarphéðinsson Hinrik Elíasson er fæddur í Vigur  Hann átti dóttur sem heitir Karítas Skarphéðinsdóttir f. í Æðey í Ísafjarðardjúpi Þær Sigulaug og amma Karítas voru kjark miklar, en það er oftast fólkið sem dugar best, sérstaklega þegar lifað er í miklu karla umhverfi og frekju þeirra. Skarphéðinn Hinrik Elíasson var svo bóndi í Laugarbóli og Efstadal Ögurhreppi í  f. 11. júlí 1841 í Vigur og eignaðist svo konu 25.Okt. 1892 sem hét Júlína Þorvaldsdóttir Þorsteinssonar bónda á Fæti í Súðarvíkur hreppi. Þar hafði fólk mitt nokkra staðfestu. Júlíana deyr frá barnahóp og þá giftist afi Magnús Karítas mjög ungri og hún varð að taka við barna hópi hans og svo eignuðust afi og amma  stóran barnahóp, en hafa fyrst um sinn nokkra staðfestu á Fæti, eða Fótar-Fæti eins og Kiljan nefndi bæinn, þegar hann var að finna Ólafi ljósvíking  umhverfis og lífsvettvang, þá var það þetta umhverfi sem varð fyrir valinu. Ég hef Það frá gömlum manni á Ísafirðiað að Kiljan hafi verið að þvælast á þessu slóðum,  Ólafs og Heimsljós var nelgt þarna niðu.

Afi Magnús varð fyrst forsvöngvari við Eyrakirkju við Seyðisfjörð vestari. Hann hafði góða söngrödd. En fólkið mitt flæktist eitthvað um Djúpið. Það er að sjá á fæðingastöðum barnana, Petrína f í Hvítanesi, berklasjúklingur, Þorsteinn nafni minn fæddur að Kálfavík. Móðir mín Aðalheiður að Gunnarseyri og Bergþóra á s.st. Gunnarseyri liggur nú undir Djúpvegi. Afi var eftirsóttur því hann var vefari góður og tileinkaði sér svo viðgerðir og smíðar þegar hann var komin til Ísafjarðar. Allir gátu átt sér einhvers konar athvarf í tómthúsmannabyggðinni út á nesinu undir Folafæti

Það fór orð af því að Skarphéðinn langaafi hafi ekki verið rétt feðraður kallaðu sonur Elíasar sem var vinnumaður í Vigur, en Þálína fann Elías ekki í kirkjubókum, gæti verið aðkomumaður, en Pálina Magnúsdóttir var ættfræðigrúskari og er meðhöfundur að Pálsætt á Ströndum. Ættarsaga mín segir mér að Skarphéðinn hafi verið sonur Sigmundsson óðalaðsbónda í Vigur, en það var mikið ástarlíf í Vigur á þessum tíma og glæsimenn sem gengu þar um garða, bæði sýslumenn og gullsmiðir. Langaafi Skarphéðinn nefndi einn son sinn Sigmund eftir óðalsbóndanum, svona til þess ef til vill að herða hnútana í Sigmundar málinu, en lengra gekk það ekki. Þar kom að því að Sigmundur kvaðst ættla að gangast við faðerninu, fór í fiskiróður  og drukknaði 6o ára að aldri. Svona geta örlögin verið gráglettin við mannfólkið. Sigmundur Skarphéðnsson, hann og langaafi hvíla saman í Hólavallagarði í Reykavík.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt margar mikilhæfar konur í framboði og þar kemur Sigulaug svo sannarlega við sögu.

Ein vaskakerling á Ísafirði sagð að Sjálfstæðisflokkurinn hefði vilja fá Karítas í sinn hóp og í framboð, En það gat ekki orði því, því gangverkið í Karítas var öðruvísi stillt.


mbl.is Andlát: Sigurlaug Bjarnadóttir fv. alþingismaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband