Mogginn er víst 110 ára í dag, skírdag 6. apríl 2023, samkvæmt forsíðu blaðsins. Það er rétt og skylt að óska blaðinu til hamingju með afmælið.
Ég fann enga almennilega frétt, sem áhugavert væri til að tengja við þessa færslu. Af þeim sökum verð ég bara að tengja við sjálfan mig.
Uppruni frétta hefur breyst mikið hér á blogginu frá því að ég hóf göngu mína á blogginu. Það fækkaði mikið spennandi fréttum, sem áhugavert væri að sinna að mínu mati.
Það hefur verið þroskandi að vera á þessum stað. Svo finnst mér að Samfylkingar gúppan sé horfin. Þá varð nú Snorrabúð stekkur. Það var víst vegna þess að Davíð varð ritstjóri, barst mér til eyrna.
Fyrst var maður grænjaxl og skrifaði út í bláinn. Með tímanum var maður sér meðvitaður um að vera ekki á berangri, þar sem var auðvelt að skjóta mann niður.
Svo var farið að vanda sig með frágang og hvað var tekið fyrir og ósjálfrátt beindist hugurinn að því hvaða fólk læsi bloggið. Maður var að vera einhverskonar spegilmynd af sjálfum sér og það þýddi ekkert að ganga með veggjum.
Fyrstu skrefin var maður dauðhræddur, en svo vandist þetta og varð spennandi og skemmtilegt. Hver les þetta svo sem? Hef ekki grun um það og þó mig renni grun í það segi ég ekki frá því enda þarf þess ekki.
Nú, nú fyrirsögnin er svolítið skringileg, en það kemur til vegna þess að á sjöunda áratugnum var maður mikið á Hallærisplaninu og þar rís Morgunblaðshöllin yfir svæðið og maður hafði á tilfinninguni á þetta væri einhverskonar SÍS- kompaný. Stóribróðir? Flest sem gert var, var hægt að sjá út um glugga á Moggahöllinni eða nærri því. En Mogginn var nú allt önnur Ella en SÍS.
Sambandi varð ekki gjaldþrota, en það gaf upp öndina og komst í þrot eða þannig. Mogginn flutti á sprungusvæði upp við Rauðavatn. Mér fannst Moggahöllin ljót ég segi það bara.
En hvað gerðist á Hallærisplaninu? Þar verður hver að svara fyrir sig, en það voru stelpur þarna, jú jú og strákar með Svartadauða í buxnastrengnum þetta þurfti allt að smella saman. Svo voru þarna drossíur og flottir bílar. Jafnvel Volkswagen hafði hlutverki að gegna, keyra í hringi, hann var með drifið að aftan og spólaði ekki í snjó. Stelpurnar sögðu gvöð.... eitthvað, það var orðfærið. Nú má ekkert segja um Guð því páskarnir eru að koma.
Nú er ég komin hingað og bloggfærslan orðin of löng, því ef hún verður of löng, þá les engin hana. Þá get ég bara hætt.
Ég hef mætur á Páli Vilhjálmssyni ég verð að segja það, en geri mér ekki grein fyrir hvar hann er staddur, er hann kominn alfarið í glæpina og útskýringar á falsfréttum? Einu sinni var hann víst Allaballi á Seltjarnarnesinu, muni ég rétt.
Endir, bless.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.4.2023 | 21:41 (breytt 7.4.2023 kl. 13:15) | Facebook
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 578617
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Notalegar hugleiðingar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2023 kl. 10:01
Takk fyrir Heimir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2023 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.