Foringinn veltir fyrir sér og gagnrýnir Vekalýðsfélagið Eflingu fyrir að útrýma láglaunastörfu í Reykjavík, og af því leiðir að þá flytjist Þau, ( þ.e. störfin, innskot höfundar) út á land. Þá þurfa hótelinn að fylgja með. Svona umræða er nú frekar fátækleg. Sú niðurstaða Stefáns ÓLafssonar að það sé dýrara að lifa í Reykjavík en út á landi er tölfræðileg og unnin upp úr gildum gögnum. Þar ku húsnæðisliðurinn vega þungt. Ýmislegt er þó hægt að telja til gæða á landsbyggðini. Svo sem auðveldara að komast í veiði, meira rými fyrir ferðaþjónustu til vaxtar og jöfnunar ferðamanna um landið. Betir loftgæði, minni umferðahnútar
Hrossahalds og rými til þess eða vera að með ær í húsi þó ekki allir geti ekki verið þáttakendur í þannig lifnaðarháttum.
En auðvitað hafa landsbyggðarmenn íþyngjandi kostnað viða að sækja læknisþjónustu og lengra að komast í lágvöruverslanir, en þeir hafa verulegan mun á atkvæðavægi, sem þeir virðast telja mjög miklu máli skipta að vera í góðu sambandi við þingmenn sína og eru komnir með umfram þingmenn.
Skrifari starfaði við byggingu Búrfellsstöðvar og þar var greidd staðaruppót. Það var skínandi gott og hentar þá kannske landsbyggðinni, að jafna þennan kostnaðar mismun.
Nú standa héraðshöfðingjar út á hlaði og vilja fá hlut af orkuframleiðslunni borgaðan, sem á sér stað í sínum heimahögum því þeir sitja á svæðinu. Þetta er gamalt triks þegar farið var að tala um það á tímum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen í tengslum við Blönduvirkjun, að bændur fengju frítt rafmagn.
Það var gulrót til að plata, blöff sem komið er úr tísku og allir átta sig á.
Það er búið að greiða fallréttindin og alla skatta af launum og gjöld vegna virkjunarframkvæmda sem hafa komið í byggðarlögin vegna vinnu- þáttar og ungir menn drífa sig áfram og fjárfesta í rekstri með þeim peningum.
Hæpið að sveitarfélög geti neitað að vinna vinnuna sína, lögboðna skipulagsvinnu. Innviða ráðherra hlýtur að krefjast að sveitarfélög geri það. Annar getur ýmislegt gersts einhvern morguninn áður en ráðherra er kominn úr náttfötunum og í aðra buxnaskálmina.
Til þess að fá skerf af orkunni og notið hennar þarf að vinna og gera verðmæti úr henni. Drífa upp iðnað, búa í haginn fyrir unga fólkið, húsnæði og innviðið. Þýðir ekkert að horfa í gaupnir sér.
Blönduós er t.d. kominn með gagnaver. Það kemur ekki að sjálfu sér.
Það er eins og þessi málatilbúningur VG fulltrúans á landsfundi VG lykti af hugmyndafræði að halda upp í ágreiningi og berja á Eflingu. Er það eitthvað, sem VG á að standa fyrir?
Segir Eflingu reyna að útrýma láglaunastörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.3.2023 | 17:04 (breytt kl. 17:20) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 573261
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar skattpíningin er slík að ekki verður lifað á láglaunastörfum, þá geta verkalíðsguttarnir nú ekkert gert, grunar mig.
Þræla er ekki endalaust hægt að flytja inn, þá þarf jú að fæða, klæða og hýsa eins og alla aðra. Allt leiðir til sömu niðurstöðu.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2023 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.