Betra að senda prjónaða ullarsokka til Úkraníu en stríðstól sem drepa fólk og til að viðhalda þessu mikilsmennsku brjálæði svokallaðra stórvelda

Það er svolítið óvanalegt að sjá tvær konur ganga um og skoða eyðilegginguna í Úkraníu. Er eitthvað gagn í því?

Af því að sjá þessar íslensku konur koma í heimsókn þarna, þá datt mér í hug að konur eru mæður heimsins og er ekki betra að tefla þeim fram og friðarboðskap þeirra, frekar en vopnum.

Páll Vilhjálmsson bloggari kemst vel að orði í síðasta bloggpistli sínum um för Katrínar og Þórdísar til Úkraínu og greinir stöðuna á skynsaman hátt.

Mér verður hugsað til samtaka sem konur stofnuðu árið 1983 sem heita Friðarhreyfing íslenskra kvenna og er hægt að lesa um á netinu.

Það þarf að tala meira um frið en stríð, en það er snúið að þurfa að láta undan því að hlutirnir fari í öfuga átt og Rússar eigi bara að hafa aðgang að sérstöku hliði inn í Evrópu og geti haldið áfram að mala undir sig lönd og fólk. Hvar eru mörkin í stríði?

Hlutleysið kom okkur Íslendingum ekki að gagni í seinni heimsstyrjöldinni. Íslensk fiskiskip voru skotin niður við friðsamleg störf og íslenski fáninn ekki virtur.

Hvaða boðskap hafa stórveldin tvö fram að færa. Í U.S.A ræðst óaldalýður á þinghús og virða ekki kosningar og Rússar farga andstæðingum sínum, sem hafa ef til vill einhverja skoðun í heimalandi sínu á því sem þar er að gerast. Stefna þeirra er einhverskonar einstefnu- og ofbeldis kommúnismi. Engin marktæk kenning sem hægt er að tengja við skynsemi.

Umfram allt þarf rússneskur almenningur að öðlast meiri vitneskju um það sem er að gerast og taka í taumana. Bandaríkjamenn með kapítalisma sem leggur aðaláherslu á að framleiða hertól og sprengjur og skapa upplausn heima fyrir. Sömuleiðis engin kenning um bættan heim. Það er komið nóg af slíku.

Maðurinn þarf að reyna að gera eitthvað fallegt og því finnst mér persónulega að för kvennanna Katrínar og Þórdísar sé falleg á þessum tímapunkti, þó hún marki engin sérstök  þáttaskil og ullarsokkarnir standa fyrir sínu sem íslenskar konur prjónuðu handa hermönnunum svo þeim verði ekki kalt.

Það þarf að efla friðarhreyfingum um allan heim meira og tefla þeim fram á móti  þessu ástandi.


mbl.is Sýnum einlægan stuðning og samstöðu okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband