Eru ráðherrar ráðugir og herrar?

Sigurður Ingi Jóhannsson  telur að það sé óboðlegt að Reykjanesbrautin hafi verið lokuð svona lengi og spurning hvaða ráð hann hafi gefið til að koma málum í rétt horf?

Þetta mál þarf bara að rannsaka í botn hvað kom fyrir, þó björgunarsveitarfólk og Vegagerð hafi nú einhverja hugmynd um það.

Það er gott að nema af fortíðinni og margir eru  sem muna eftir því að bílum var safnað saman við rætur fjallvega og svo fór veghefill á undan og allt gekk eins og í sögu.  Hann var jaxl á Holtavörðuheiðinni Grænumýrarbóndi sem sá um Holtavörðuheiði lengi og svo auðvitað Gunnar heitinn í Hrútatungu. Ekki var mikið um að smá bílar sætu fastir, menn létu það varla spyrjast um sig. Fólksvagen var algengur. Hann var með vélina að afta og reif sig áfram og það var gott að skutla sér í gegnum skafla á ferðinn. Keðjur var hægt að nota. Nú er það varla hægt vegna þess hve allt er þröngt.

Frekar að flutningabílar lentu  stundum í erfiðleikum og þá var oft eitthvert keðjuvandamál.

Eðlilegast er að Almannavarnir hafi frumkvæði að því að málið sé rannnsakað og fært til bókar og ljóst að ráherrann vill eitthvað gera. Það þýðir ekkert að fara kalla menn á einhverja mottu og skammast. Flugfélöginn eiga að krefjast að lögreglan rannsaki þetta allt saman. Fólk er að lenda í þungum útgjöldum vegna  hótelgistinga, sem ekki var gert ráðð fyrir á kostnaðaráætlun ferðarinnar og hver borgar? Svo leiðindi  að lenda í svona þegar fólk ætlar að fara láta sér líða vel.

Nú dugar ekkert ennnnn. Hér er um mörg atkvæði að tefla og málið smitar inn í stofur og mikið fylgi hrynur af ráðamönnum.

 


mbl.is Björgunarsveit flutti líffæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband