Sleikhúsið á Reykjaskóla

Þetta var nú ekki flókið mál á Reykjaskóla. Þegar lestíma var lokið og Ólafur skólastjóri búina að fara með faðirvorið var farið í útivistartíma. Fólk fór í göngutúra. Þau sem vori saman efti einhvert laugardagsballið, fóru út í Sleikhús sem svo var kallað. Það var þurrkherbergi í þvotta húsi skólans. Ef þvottur var á snúrum, þá fór fólk á milli þvottsins. Þá sáust bara fætur og höfuð.

Þarna kysstist fólk eins og það vildi með andköfum og því sem fylgir kossaflensi. Þetta var nú svo sem allt fyrir fram ákveðið.

Spurningin í fyrirsögninn Mbl. á vissulega rétt á sér. Það er erfitt að segja til um hvernig þetta ber að fyrst, það er einhverskonar tilfinnig. Aðilar geta orði óstyrkir í fótunum og tilfinningarnar flæða um höfuðið og einstaklingarnir sem í hlut eiga, dragast hvert að öðru eins og allt segulsvið jarðar sé komið á einn punkt, þar sem fólkið stendur. Svo þegar andlitin eru komin mjög nálægt og nærri því komin saman, þá gerist eitthvað Og allt leysist upp. Svo ganga aðilar út úr taustofunni og eru par ef guð lofar. Veit ekki hvernig þetta er í öðrum plássum.

Jón Sigurðsson forseti, var nú ekki  í vandræðum með þetta. Einu sinni kom hann í afmæli og þegar hann stóð í dyrunum, þá hafði hann einhver orð um fríðan kvennaskara og það bæri vel í veiði og gekk á röðina og kyssti allar. Þetta las ég í einhverju riti um Jón. Er búin að gleyma hvað rit það var, en þetta er alveg öruggt.

Svo er hægt að hlusta á lag og texta.

Kenndu mér að kyssa rétt

og hvernig á að faðma nett.


mbl.is „Hvernig veit ég hvenær maður á að kyssa?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn kom Heimir Kristinsson skólastjóri að undirrituðum í rúmi skólasystur minnar í heimavistarskólanum á Húsabakka í Svarfaðardal og sagði:

"Þú verður að lofa að gera þetta aldrei aftur." cool

Þorsteinn Briem, 14.9.2022 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband