Kristín Bjarnadóttir fæddist 29.maí 1948 að Haga í Þingi A-Hún og ætti því afmæli í dag hefði henni enst aldur. En hún lést 1.okt sl. á Bracke líknardeild í Gautaborg.Síðasti þáttur í hennar starf var að koma Gautaborg á kortið sem bókmenntaborg UNESCO með samstarfsfólki sínu og er það ekki svo lítið afrek af sveitastúlku norðan úr Húnavatnssýslu.
Jarðneskar leyfar Kristínar verða jarðaðar í júní n.k. í Þingeyrarklausturskirkjugarði, heimasveit hennar að viðstöddum nánustu ættingjum.
------------------------------------------------------
Heimild: Óstytt af skáld.is
Kristín Bjarnadóttir er ljóðskáld og greinahöfundur, búsett á vesturströnd Svíþjóðar síðan 1985. Hún fæddist á Blönduósi 29.maí 1948 og ólst upp að Haga í sveitinni Þing við Húnaflóa. Hún lauk gagnfræðiprófi við Reykjaskóla í Hrútafirði 1965, dvaldi eitt ár sem au-pair i London, og einn vetur í lýðháskóla í Danmörku. Hún nam leiklist við Odense Teater Elevskole í Danmörku (19711974), og síðar bókmenntir og heimspeki við Gautaborgarháskóla (19901994). Hún starfaði við leiklist allt til ársins 1990, í Danmörku, á Íslandi og seinast í Svíþjóð.
Ljóð eftir Kristínu birtust fyrst 1979 í Lesbók Morgunblaðsins og safnritinu Nýgræðingar í Ljóðagerð 1970-1981. Seinna stuttar frásagnir og textar fluttir á sviði og í útvarpi. Hún vann við þáttagerð hjá RÚV, meðal annars þáttaröð um skandínavískar samtíðaskáldkonur, í samvinnu við Nínu Björk Árnadóttur. Hún þýddi ljóðabálkinn Ástarsaga aldarinnar og sviðsútgáfu í samvinnu við Kristbjörgu Kjeld.
Í ljóðum sínum sækist Kristín eftir einfaldleika og takti hins talaða orðs. Í bókinni Því að þitt er landslagið notar hún tungumálið til að mála myndir hugverunnar í faðmi landslags. Ljóðið Fyrsti dansinn I-II hlaut viðurkenningu í keppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör 2002. Prósaljóðin í bókinni Ég halla mér að þér og flýg, 2007 eru einskonar heimildarljóð, um tangómenningu, byggð á dvöl í Buenos Aires.
Ferðalög í ýmsum skilningi er endurtekið þema í skrifum Kristínar, svo sem í greinum hennar sem birst hafa bæði á íslensku og sænsku. Hún hefur stjórnað ýmsum bókmenntaverkefnum, svo sem ljóðadagskránni Heim og saman í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 2001 og í samvinnu við Norræna Húsið og argentínska bandoneonleikarann Carlos Quilici. Árið 2005 stóð hún fyrir dagskrá um tangó í tónum og tali, síðar endurtekin á Bottnafestivalen í Sviþjóð. Hún hefur í seinni tíð tekið þátt í ýmsum bókmenntaverkefnum, vinnustofum og upplestrum, í Svíþjóð og meðal annars í Kambódíu, Albaníu, Makadóníu og Slóveníu.
Kristín á sæti í stjórn Höfundamiðstöðvarinnar Författarcentrum Väst í Gautaborg allt frá árinu 2010, varaformaður frá 2012 og formaður síðan 2017. Innan höfundamiðstöðvarinnar átti hún frumkvæði að stofnun ljóðahópsins PoPP (poeter orkar poetiska projekt) sem kom til Reykjavíkur sumarið 2017 með upplestrardagskrá í samvinnu við kollega og ljóðskáld í Rithöfundasambandi Íslands. Meðal verkefna sem hún hefur átt frumkvæði að og haft yfirumsjón með er Waters and Harbours in North - WHiN, 2017 þar sem Bókmenntaborgin Reykjavík var meðal samvinnuaðila.
-------------------------------------------------------
Minningarathöfn Kristínar var gerð frá Gautaborg, voru sungin og leikin lög frá Svíþjóð og Íslandi. Var athöfnin látlaus og virðuleg. Vakti það athygli mína að á sviðinu við hliðina á kistu Kristínar var par sem dansaði tangó en Kristín hafði mikla ástríðu fyrir dansinum tangó. Það var ekkert ótilhlýðilegt sem sumir gætu haldið því við þekkjum ekki slík atriði hér heima og var það einkar fallegt. Við vorum samtíða á Reykjaskóla og þá vorum við í facebook samskiptum í lok ævitíðar hennar og spurði hún mig að því hvaða lög skólahljómsveitin hefði spilað á böllum á Reykjaskóla. Var nú fátt um svör, en ég sagði henni að hringdansinn kokkurinn hafi verið spilaður til að koma gríslingunum út á gólfið, ræll, vínarkrus, marssúkki,vals, polki sem einu nafni kallast gömludansarnir og svo þungur tangó. Hverslags dans skyldi það vera og er nú erfitt að útskýra það eftir að hafa séð þessa listilega útfærðu tangó á youtbe.com. Ég útskýrði að það væri svona fast stigið til jarðar og þunglamalegur taktur, en allt blítt og notalegt og reynt af ítrasta megni að ná sambandi við dömuna og þá lá allur skilningur fyrir.
Blessuð sé minning Sigríðar Kristínar Bjarnadóttur, Siggu Stínu eins og hún var kölluð í sinni heimasveit og á Reykjaskóla.
Tekið hefur saman Þorsteinn H. Gunnarsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.5.2022 | 21:29 (breytt 18.9.2024 kl. 18:00) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.