Þegar bíllinn manns bilar fer maður með hann í bilanagreiningu. Það er hraðgreinig sem þar til bornir sérfræðingar, bifvélavirkjar framkvæma. Svo kemur skrá eða listi um atriði sem gera þarf við. Eigandinn pantar tíma í viðgerð. Það fer eftir upplýsingunum svona að mestu leiti hvað gert er við. Það er ráðist í viðgerð á gundvelli matsins, eigandinn borgar og ekur út af verkstæðinu á nýviðgerðum bíl sem virkar.
Umræðan á Alþingi hefur verið ansi hörð undanfarið og kompásinn ekki alveg réttur.
Þessi samlíking var í huga mér þegar ég labbaði í 1. maí göngunni á sunnudaginn. Á Ingólfstorgi voru ræðumenn með skrifaðar ræður. Miklir foringjar sem hvöttu til samstöðu almennings fyrir bættum aðstæðum fyrir alla og á öllum sviðum. Þeir töluðu hátt og lýstu því hvernig verið væri að einkavæða allt og selja margar eignir undan þjóðinni og jafnvel stela þeim. Því líkt við svikamyllu. Minntu mig á gömlu verkalýðsforingjana og það vakti með mér von um að eitthvað færi að gerast í málefnum hins venjulega vinnandi fólks.
Eftir ræðuhöldin fór ég að velta bilanagreiningu fyrir mér og leiddi hugann að því að þetta ætti að vera eins ferli. Það er eitthvað í ólagi, það þarf að greina það og síðan að gera við. Ekki flókið en gengur samt hægt og höktandi í framkvæmd. Fólk finnur fyrir hækkandi verðlagi, minni kaupmætti og erfiðri stöðu á húsnæðismarkaðinum. Og svo er fólk ekki ekki búið að jafna sig eftir hrunið. Viðbrögð fólks eru eftirköst og sporin hræða. Eins og salan á Íslandsbanka. Nú skilst mér að ríkið hafi fengið bankann fyrir svokölluð stöðuleikaframlög og breytt út faðminn og tekið við þessum fjármunum. En hver átti þessa peninga? Það er spurningin? Fé án hirðis? Fólk tapaði gríðarlegu fé í hruninu. Ætli nokkur hafi reiknað það út per einstakling hvert tjónið var fyrir þjóðina og einstaklingana.
Er ekki hægt að sækja ráð í bókmenntir okkar þegar Egill gamli Skallagrímsson ætlaði að fara með peninga í kistli sínum til Þingvalla og ausa þeim yfir þingheim? Egill vildi bardaga. Slíkt er feigðarflan og betra er að gera þetta í friði og sátt svo þjóðin fái aftur traust og Alþingi nái virðingu sinni þannig að við getum verið stolt af ráðamönnum þjóðarinnar. Slíkt er samt erfitt þar sem hver skandallinn rekur annan.
Slagorð sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er með, er kannski ekki sem verst: Borgin þarf að virka. Fólk þarf ekki síður að virka.
Margir mættu taka Sólveigu Önnu til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.5.2022 | 11:11 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 573493
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.