Góðan daginn, Grindvíkingur! Gott er veðrið, sléttur sær. Svífa í hilling Suðurnesin. Sólarroða á Hlíðar slær. Fyrir handan hraun og tinda.
2.mars s.l. andaðist Arnbjörn Gunnarsson skipstjóri í Grindavík, bróðir minn. Hann er nefndur eftir föðurafa sínum Arnbirni Árnasyni verkamanni í Borgarnesi sem var með fyrstu íbúum Borgarness og heitir þar Arnbjarnarhús sem afi á átti hlut í að byggja að Hlíðarenda. Afi Arnbjörn er kominn af Birni sem hafði viðurnefnið biblía og var mjög fróður í biblíufræðum og hafði allar tilvitnanir á hraðbergi. Björn var Vesturlandspóstur. Arnbjörn Gunnarsson eða Addi eins og hann var jafnan kallaður, var líka liðtækur, sögumaður og lét aldrei eiga neitt inni hjá sér.
Eitt sinn ætlaði ég að bauna á hann hvernig stæði á því að það væri ekki búið að nefna neinn eftir honum. Hann hugsaði sig um stund og sagði svo að margir hétu eftir honum og hrökk ég nokkuð við og kannaðist ekki við það. Þá kom hann með runu af nöfnum drengja í fjölskyldunni sem væru með millinafnið Örn. Jón Örn, Birgir Örn, Birkir Örn og Matthías Örn. Vissulega var þetta rétt, þar sem Arnbjarnarnafnið er samsett úr tveimur nöfnum Erni og Birni.
Addi fór í Hlíðardalsskóla í Ölfusi til Aðventista. Hann gekk í Sjómannaskólan í Reykjavík og lauk þar námi með skipstjórnarréttindi. Gekk hann þar í spor móðurbræðra sinna sem flestir urðu sjómenn og nokkrir luku námi við Sjómannaskólan í Reykjavík..
Arnbjörn var fulltrúin hjá Fiskistofu sem veiðieftirlitsmaður, en hætti þar vegna vanheilsu.
Arnbjörn var sjómaður dáða drengur og hóf sjómensku sína hjá Landhelgisgæslunni 14 ára á varðskipinu Albert. Önnur lína kvæðisins á ekki lengur við Adda því hann breytti um kúrs um miðjan aldur og rétti skútuna af eins og sönnum skipstjóra sæmir, enda eignaðist hann nafna sem er með AA stafi í eiginnafni sínu og föðurnafni Arnbjörn Antonsson. Addi losnaði aldrei við þrælaveikina gigt sem ég kalla svo með endalausum verkjum og má segja að þau veikindi hafi dregið hann niður.
Arnbjörn var veiðimaður af lífi og sál. Við Addi ólumst ekki upp nema að nokkru leits saman, en héldum vel saman alla æfina og var ætið góð samheldni í okkar systkinahópi.
Á Óðinsgötunni má rekja upphaf veiðiskapar Adda. Við veiddum hornsíli fyrir Ingibjörgu Þorbergs og fengum í verðlaunum að syngja í barnatíma Útvarpsins.
Þá var frjálsræði meira en er núna og fórum við niður að höfn og var veiddur ufsi og þyrsklingur. Það þótti hinsvegar skammarlegt að veiða marhnút.
Þegar Addi var orðin markaður af veikindu sínu, sótti hann mikið á hálendið til veiða og var oft einn og var fjölskyldunni ekki alveg sama um þessar veiðiferðir. En kjarkurinn bilaði ekki og lenti hann í því að vera aðstoðaður af björgunarsveit til byggða. Þá hafði hann verið svo upptekinn við mok veiði að hann gætti ekki að því þegar dimma tók og fann ekki bíl sinn, en fékk aðstoð frá Björgunarsveit á Suðurlandi eitt sinn .Mest af starfsævi sinni bjó hann í Grindavík og var ýmist háseti eða skipstjórnarmaður í Grindavík.
Íslendingar sóttu til síldveiða í Norðursjóinn þangað sóttu bátar hvaðanæva að til þess staðar og stundaði Addi síldveiðar á þeim slóum með félögum sínum og útgerð þeirri sem hann var ráðinn til.
Eitt sinn bauð Addi mér að taka mér orlof og að fara að sumri á sjó með Grindvíkingum á loðnuveiðar á Grindvíkingi.
Fyrst gekk það nú brösulega og voru torfurnar óttalegar peðrur. Þrisvar var kastða og var lítið í nótinni og í messanum var farið að hvísla um það væri ótæk að vera með fiskifælu um borð. Sjáum til sagði Arnbjörn og hélt verndarhendi yfir bróður sínum. Svo kemur eitt risakast, það voru engin hornsíli. Skipið er slétt fyllt og var mikið eftir í nótinni. Vani er að leyfa öðrum skipum að taka sér loðnu. En þá hófust deilur. Norðmaður var þarna nærri sem þáði, en það var ekki samstaða um að láta hann hafa neitt. Næstir vor Færeyingar sem hirtu afganginn. Skipstjórinn var þingmaður í Færeyjum og þótti mönnum sómi að þessu. Ég skildi ekki þessa pólitík.
Margt er hægt að segja um lífshlaup Adda og þar á meðal að hann var í sveit í Brúarhlíð í A-Hún og leið honum vel þar. Þar lærði hann forna búskaparhætti og var snemma farinn að beita hestum fyrir slóða, þ.e. að mylja tað á velli.
Þá var hann kaupamaður á Ólafsvöllum á Skeiðum hjá Kjartani Gegorgssyni búfræðikandidat, sem var frá Reyn í Skerjafirði og var skólabróðir systra okka Halldóru og Kristbjargar í barnaskóla. Þar var Addi alvöru kaupamaður sem sló ógnarstórar engjar með Farmal A dráttarvél með slátturvélina að aftan og reyndist honum það erfitt að lyfta greiðunni á hornum með handafli, en vandist því og fékk krafta í hönd og líkama.
Arnbjörn var prímus mótor við að leiða menn til veiðiskapar á Arnarvatnsheiði og stofnaði ásamt félögum sínu veiðiklúbbin Nökkva, sem kenndur er við Nökkvavog í Rvk. en þar áttum við þrjú systkinin lögheimili um nokkar tíð.
Arnbjörn dróst inn í tómstunda búskap eins og ráðherran nefndi þegar um smábúskap var að ræða. Eins drógst hann inn í hrossahald í Grindavík, enda var dóttir hans tengd Víkurættinni þar sem voru margir rollukarlar með þessa sterku hefð að hafa sauðfé í kring um sig og hafa gagn að slíkum búskap.
Eitt sinn komu Grindvíkingar ríðandi yfir Kjöl og fengu að vera með hestaflota sinn í haga hjá mér yfir nótt að Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Ca 100 hesta. Það var gaman að sjá hvað þeir voru vel á sig komnir eftir þessa löngu leið og geta orði þeim að liði.
Lýkur svo hér að segja frá Arnbirni Gunnarssyni. Far þú í friði. Með guðs blessun.
Þorsteinn H. Gunnarsson
Myndaskrá:
1. Arnbjörn og Sigrún með börnum sínum Söru og Gunnari Sigursveini.
2. Síðuhafi Þorsteinn ásamt bróðurdóttur sinni, Söru Arnbjörnsdóttur.
3. Íslenski þjóðfáninn.
4. Hlíðardalsskóli.
5. Sjómannaskólinn í Reykjavík.
6. Grindvíkingur siglir fulllestaður í þungum sjó inn til Eyja, sennilega.
7. Brúarhlíð í A-Hún.
8. Þekkt verðlaunamynd eftir Jón Kaldal,
Ímynd hins íslenska sjómnns um miðja síðust öld.
Persóna.Móðurbróðir Arnbjörns, Þorvaldur Matthías Magnússon f.19. ágúst 1895 að Folafæti í Ísafjarðardjúpi d. 12.jan. 1976. Sjómaður á Ísafirði. Síðast bátsmaður á Ingólfi Arnarsyni Reykjavík.
Kallaður Íslandströll vegna styrkleika og áræðis.
Er þetta minn eða þinn sjóhattur vinur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.3.2022 | 18:31 (breytt 18.4.2023 kl. 13:44) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 573274
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.