Við Inga fórum í eldriborgara ferð með eldriborguum í Hæðargarði 31 RVK. Þetta var skilgreint sem óvissu ferð. Nú, nú spáin var nú frekar slæm þó átti að draga úr vindstyrk. Ég bjóst við að hossast um Suðurlandsundirlendi eða lenda upp í Borgarfirði, við þröngar aðstæður, vesen og bardús og málaði skrattann á vegginn.
Það fór á annan veg og kom á óvart, og allstaðar var komi við þar sem fólkið okkar Ingu hafði búið eða dvalið. Leiðin lá um Kringlumýri gegn um Kópavog, Garðabæ um Sjáland. Þar er komin flottur veitingastaður við sjóinn. Þar á Ingibjörg hjúkrunarfræðingur Hauksdóttir og Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari heima. Þaðan var ekið út á Álftanes litðið við á Bessastöðum. Ekki sást neinn við stjórnarmyndun á svæðinu. Ekki einu sinni trabant á bílastæðinu. Ekið var út að sjó. Þar átti amma mín Karítas Skarphéðinsdóttir í eina tíð grasbýli á sjávarbakkanum, Hét Tröð, löngu máð út af skipulagi ef það hefur þá nokkuð verið á korti. Ef til vill girðinga stubbur kringum kotið. Skammt undan Bessasöðum er Staður, stutta sjóleið yfir Skerjafjörð, þar sem mörg sker eru og dregur fjörðurinn nafnið af því umhverfi. Þar hef ég komið að skeri ca 1 ha og mannhæðar hátt á fjöru. Skrifari er fæddur að Stað.
Nú er lagt í´ann og ekið að fallegri kirkju að Görðum. Þar bjó áður fyrr afi og amma Ingu Þórunnar Guðmundur Björnsson bóndi með konu sinni Þorbjörgu Halldórsdóttur Jónssonar verksmiðjustóri Álafoss einn af Sveinstaðabræðrum í Þingi. Þá var ekið með sjónum í gegn um Hafnarfjörð að veitingahúsinu Kænunni. Þar stóð uppi borð með tertum á alla vegu svo glæsilegt í boði Hollvina Hæðagarðs. Margir voru orðnir svangir og fannst gott að renna niður nokkrum sneiðum af brauðtertu og alvöru rjómatertu, eins og tíðkuðust fyrr árum þegar töðugjöld voru haldinn í sveitinni. Þar var mikið masað og fólk blandaði geði hvort við annað þó með algerri Covit varúð. Skrifara fannst það býsna merkilegt að hægt væri að fara í svona ferð innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði átti skrifari einn frænda Svanberg Magnússon trillukarl sem átti heima þar sem Nönnukot heitir og hafði verið verið breytt í örkaffihús dásamlegur staður bernsku skrifara. Nú notað sem íbúðarhús.
Að öllu þessu loknu var farið í uppland Hafnafjarðar, Þar sem heitir Setberg og það svæði upp að húsi Eiríks Smith listmálara sem nú er komið úr hans eigu. Í Setbergslandi byggðu Karítas Skarphéðinsdóttir Neff og Lárus Bronwn myndarlegt hús á sinni tíð. Þarna þurfti bílstjórinn að snúa rútunni við erfið skilyrði en fór létt með það. Nú var ekið enn hærra og skógarlendur og sumarbústaðabyggð í Hafnarfirði skoðuð. Að því loknu var snúið heim en hringlað eitthvað út úr Hafnarfirði og sagðir Hafnafjarðarbrandarar, þó að mestu meinlausir og voru allir ánægðir með þessa ferð, ljómuðu. Fararstjóri var Jónatan Garðarsson, vissi allt og kunni skil á byggð og búendum í fjórum sveitarfélögum sem ekið var um. Vegfarendur voru glaðir að sjá svona öflugan langferðabíl aka um fullur af ferðalöngum,ja ferðaþjónustan er bara að taka við sér. Þetta var auðvitað trix og væri hægt að hefja ferðaþjónustuna upp með svona aðferð, allir græða á slíkum gjörningi. Svona eru eldriborgar sniðugir. Kunna allt og vita allt, ekkert kjaftæði eins og Píratar segja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.10.2021 | 20:56 (breytt kl. 21:24) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1396
- Frá upphafi: 566780
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1246
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.