Ég ætla að gera tilraun til að fara yfir úrslit alþingiskosninganna sem liggja nú fyrir. Maður er að skipta sér af svo mörgu og heldur að maður hafi vit á öllu. Tveir kostir eru í boði, 1. að láta eitthvað fara frá sér, eða að þegja. Tek fyrsta kostinn. Margt fór nú öðru vísi en ég hafði ímyndaði mér í þessum kosningum. Mikill sigur Framsóknar kom mér í opna skjöldu, en búast má við að Miðflokksmenn hafi snúið heim. Nú vita þeir ekki sumir hvort þeir eru alþingismenn eða ekki vegna ónógrar vandvirkni við talningu.
Sigurður Ingi formaður Framsóknar hefur sótt í sig veðrið og náð því að aðlagast því að vera formaður með fasi landsföðurs og veldur því mjög vel. Framsóknarmenn unnu fylgi út á erfiða æsku Ásmundar Daða, sem hefur verið með þetta mál í erminni. Ég er ánægður með Ásmund því við bræður erum á sama báti og Ásmundur hvað það mál varðar eins og fjöldi Íslendinga.
Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins flýtur uppi eins og korktappi og Sjallar halda sínu. Þó heldur minnki fylgið. Bjarni er snjall og hefur mikinn kjörþokka og lætur ekki svo auðveldlega fipa sig og smýgur undan eins og Loki-Laufeyjarson og engin nær hönd á honum. Samfylkingin sigldi þokkalega inn í smábátahöfn sem er heimahöfn hennar. Samfylkingin gekk of hart fram í Evrópuáróðri í fyrstu skrefum samtaka um sameiningu vinstrimanna í einn flokk, sem hefur líklega fælt Alþýðubandalagsmenn sem þau vildu innan síns flokks sameiningu eins og ég vil kalla þá tilraun sem reynt var til að aðlaga þessa stjórnmálahópa að vera í einni breiðfylkingu. Allavega á það við um mig og ég veit um aðra, sem þannig mátu á stöðuna þegar ákveðið var að breyta flokkaskipan inni.
Flokkur fólksins hafði sigur í kosningunum. Ekki bjóst ég við öðru en þeirra fylgi lægi svona eins og skoðana kannanir höfðu upplýst. Sjálfur þótti mér flokkslausum manninum gaman að vinna fyrir kaffinu með að aka fyrir flokkinn kjósendum, sem þess þurfa á kjörstað. Það var stöðugur straumur af fólki að bækistöð flokksins.
Flokkur fólksins ætti að ráðast í það og fylgja eftir eftir málum sem áttu sér stað þegar 13000 heimili voru tekinn og boðinn upp í Hruninu og lítið vitað um hvar þær fjölskyldur eru og hvernig þeim vegnar. Það mál tilheyrir svokallaðri Skjaldborgar Hugmynd Jóhönnu og Steingríms J. stjórninni en formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, náði kjöri til Alþingis á vegum Flokks fólksins. Rannsókn þarf að fara fram um þetta mál og tína saman málavexti og gögn um það mál. Það mun annars vera okkur til ævarandi skammar sem þjóðar og gæti líkst ættbálkastríði Afíríkubaróna, þar sem margir hafi tínst.
Órúlegt að málinu hafi ekki verið stýrt í sama farveg og gert var í heimskreppunni þegar Kreppulánasjóður var stofnaður og yfirtók skuldir illa settra bænda. Þeir fengu svo jarðir sínar afhentar með því skilyrði að þær yrðu gerðar að óðalsjörðum, veðbandslausar.
Vinstri Grænir. Ég hef aldrei vitað hvað þetta Vinstri-grænir er og ekki fyrir hvað þeir standa. Umhverfissinnaður flokkur? Veit ekki. Flokkur með gluggaskraut? eins og gamall maður sagði. Þessi flokkur er að lenda í sömu stöðu og Alþýðuflokkurinn heitinn í Viðreisnarstjórninni sem var nærri dáinn úr máttleysis veikinni í samstarfi við Sjálfstæðisflokknum. það yrði nú ekki tignarlegur endir. Vissulega hefur flokkurinn á að skipa útsjónarsömum og vel færum forsætisráðherra sem þjóðin hefur mætur á, en það dugar ekki. Flokkurinn verður að hafa afrekað eitthvað. Skjaldborgin fór út um þúfur. Hann gæti ef til vill tekið það mál upp á arma sína í samvinnu við Flokk fólksins. En eitt veit ég að ef hann fer að hnoðast inn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum verða sprengingar og eldflaugarskot og fylgið og erindi þrýtur að lokum.
Þá er það Sósíalistaflokkurinn. Ég varð alveg rasandi hissa þegar hann var stofnaður. Var hægt að stofna flokk sem einu sinni var til. Varla. Jú það hlaut að vera hægt að nefna flokk þessu nafni alveg eins og Jón er nefndur eftir eftir Jóni afa. Þorsteinn H. nefndur Þorsteinn H. eftir afa sínum o.s.frv.
En áttu Einar Olgeirsson og Karítas Skarphéðinsdóttir og fólki inn í Djúpi og Hannibal á Ísafirði ekki þennann flokk. .Nei öreigar eiga aldrei neitt ekki einu sinni flokkinn sinn. Það eina sem þeir eiga og geta sakir fátæktar er að skíra börn sín fallegum nöfnum t.d. Júlíanna, Sóley, Linda, Ágústa o.s.frv.
Nei þarna var bara um vörumerki að ræða sem bissnesmaður meðhöndlaði af því að hann ætlaði að það mundi trékkja mikið í sölu vertíð.
Ég var lengi að venjast þessum atburði þ.e.s flokkstofnun. Ég vissi ekki almennilega úr hvaða átt foringinn kæmi hafði hann komið í kast við lögin, svo var ekki. Var hann útrásarvíkingur. Nei hann en hafði einhvern tíman fengið far með þotu eins og fjöldi Íslendinga sem eru jafnan á leið til Tenerife.
Maðurinn er bráðgáfaður og röskur og fylginn sér, svo ég ákvað að láta þetta afskiptalaust.
Ég bjóst reyndar að þetta virkaði, vélin fór ekki í gang Flokkurinn fékk ekki það fylgi sem búist var við. Því miður. En er þá byltingin búinn. Það held ég ekki. Sellurnar eiga eftir að ráða ráðum sínum og auðvaldið á eftir að miga á sig af hræðslu. Því ef það er eitthvað sem auðvaldið er hrætt við þá er það róttækni.
Það var alveg rétt sem bent var á með Hæstarétt að hann er að mestu skipaður af Sjálfstæðisflokknum allan lýðveldistímann og hefur verið tengdur ríkistjórnum blóðböndum. Best að hann hætti af elli og komist sem fyrst í kör og hætti þannig. Ó varlegt er að taka svo til orða að ryðja réttin, þó orðatiltækið sé komið úr okkar fornbókmenntum.
Nýir dómarar séu skipaðir eins og lög segja til um. Mætti þá t.d. setja það inn í stjórnarsáttmála ef xD fær dómsmálaráðuneytið að ráðherra úr öðrum flokki fari með skipunarvaldið í hverju sinni, jafn lengi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið handhafi þess.
En sem sagt ég hefði haldið að sósíalisti hefðu átt að ná a.m.k. því fylgi sem kom fram í skoðanakönnunum.
Upphafið að byltingunni á Kúbu mistókst og byltingarmenn voru sendir í útlegð. Þar söfnuðu þeir peningum. Það er nóg til segir ASÍ.
Ég segi við sósíalista gangið í berhögg við féndur ykkar.
Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar um stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2021 | 11:47 (breytt kl. 14:04) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 167
- Sl. sólarhring: 236
- Sl. viku: 317
- Frá upphafi: 573635
Annað
- Innlit í dag: 159
- Innlit sl. viku: 277
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 159
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skarpur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2021 kl. 20:15
Skarpur og Skarpur, ég vissi einu sinni af hesti sem hét Skarpur en hann var hrekkjóttu. Ég vanrækti að geta um tvo flokka. Pírata og Viðreisn. Ég hef haldið því fram að Píratar séu nauðsyn. Þeir láta ekki mál liggja í láginni, heldur spyrja og vilja vita allt. Það er gott.Þeir halda sínum þingmönnum en eru alfarið fluttir á mölinna Nú Vireisn bætti aðeins við sig fylgi og einum þingmanni. Flokkurinn var lítð að tala um atkvæðamisvægið. SV-kjördæmi líður mest út af atkvæðamisvæginu. Varla er hægt að una því öllu lengur. Það var gaman að koma á kosningagleði þeirra og eftirtektar vert hvað mikið var af ungu fólki sem tók þátt í fjörinni. Miðflokkurinn missti fylgi, menn og búnað og kemur til með að fara á höfuðbólið og fá ýmislegt lánað eins og títt var í sveitinni. Flokkurinn er svo sem ekki með vitlausan formann, en það virðist ekki koma að gagn hvað sem veldur því.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.9.2021 kl. 22:00
Það er nú það. Kannski eru ekki öll kurl komin enn til grafar?
Árni Gunnarsson, 28.9.2021 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.