Nostalgia, = Viðreisn, Nýsköpunarstjórn, á miðjunni - Miðflokkurinn.

Skringileg kosningabarátta. Þegar maður hefur gengið eða ekið fram hjá strætóskýlum sem eru til að auglýsa, þá getur maður tæplega gert greinarmun á frambjóðendu og fólki sem er að auglýsa tannkrem eða þvottaduft.

Og kjólamálin þá eru þær sem eru í framboði mikið flottari með uppblásið hár og í glæsilegum kjól, en menntaskólastúlkan sem er að auglýsa pils kannske, með slétt hár og ómáluð. Svo eru það karlarnir með ístrurnar og auglýsa STÖÐULEIKA. Víst erum það að erfitt er að losna við ístruna, Hún er stöðug, en þá glittir í einhvern sem aulýsir megrunarlyf. Það má nú vara sig á þeim. Maður gæti megrað sig í O og misst kosningaréttinn. Það verður þá varla verra en í Suðvestur-kjördæmi, þar sem fólk hefur bara 1/2 atkvæði, miðað við sum önnur kjördæmi.

Nostralgian sem hefur skotist framm á sjónarsviðið hefur verið þannig að stofna Viðreisn þá er höfðað til gömlu stjórnarinnar sem fékk nafnið Viðreisn og aflétti ýmsum höftum. Draumurinn var að upplifa það aftur að fá svoleiðis stjórn.

Þá er það Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þar var fyrirmyndin Nýsköpunarstjórnin sem var mjög vinsæl og gat eytt stríðsgróðanu í að kaupa síðutogara og standa fyrir vatnsfallsvirkjunum og ýmsum stórframkvæmdum og vera með kommunum, það er svo spennandi, aldrei að vita hverju þeir taka upp á.

Svo er það miðjan. Miðflokkurinn varð til í átökum við formannskjör  hjá Framsókn. Þar var aðal fyrirmyndin að sýna styrkleika á miðjuni og herma eftir ýmsum sem komust í það sem var kallað sérframboð frjálsræðis hetjurnar góðu og gera sig gildandi á miðjunni. Það versta við miðjuna er að þar vilja svo margir vera og fólk getur dottið útaf miðjunni og veit aldrei hvar  það hafnar. Ef til vill á Tortóla eða Panama.

Varðandi innihald fréttarinnar væri ráð að fara með startkapla út í kirkjugarð og start gömlu stjórnunum upp, hver eftir sínu vilja.


mbl.is Hvað gerist ef enginn kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband