Ragnar Arnalds er listamaður

Það er nú nauðsynlegt að nefna nafn þessa góða manns Ragnars Arnalds nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst. Hann hafði nú vit á því að vera ekki að glamra á opinberum vettvangi eftir að hann lét af stjórnmálastörfum.

imagesEitt sinn á Landsfundi Alþýðubandalagsins efndu listaspírur til málþings um listina enda er urmull af listafólki á þeim vettvangi.

Líklega hefur Ragnar verið með innlegg þarna, man það bara ekki. Hann hefur skrifað leikrit og svona sem hafa verið uppfærð, bak við tjöldin eins og maður segir á tíð eins og nú gengur yfir.

Ragnar fékk þá spurningu hvort hann liti á sig sem listamann. Það kom hik á hann, Honum þótti spurningin sjáanlega snúin, en svaraði svo,, Já líklega er ég listamaður, er búinn að vera á lista alla mína ævi.

Skemmtilegt svar. Geri aðrir betur.


mbl.is Er einhver þörf á listabókstöfum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband