Í dagblöðunum í dag eru birtir listar með nöfnum frambjóðenda sem bjóða sig fram í næstkomandi Alþingiskosningum.
Undirbúnings vinnu við gerð málefna- og stefnuskrár er þá væntanlega lokið.
Ekki held ég að það sé venja að frambjóðendur undirriti neina bevísa um hver heildarstefnan sé hjá viðkomandi flokki. Það væri í raun réttast.
Almenningur er sí og æ að frétta af því að forustumenn flokkanna séu sí og æ að hvísla um hitt og þetta og jafnvel að punkta niður drög að hugsanlegan stjórnarsáttmála Það er óhæfa. Auðvitað er nauðsynlegt að semja og gefa eitthvað eftir til að ná saman brúklegu framkvæmdavaldi.
Mikið rót hefur verið á Íslandi við að reyna sameina stjórnmálahópa og flokksbrot og því væri það eðlileg kurteisi að vera ekki að hvísla um hugsanlegt samstarf. Leyfa fylginu að koma í ljós.
Í stórnarskrá lýðveldisins er hvergi getið um stjórnmálaflokka eða félög. En framboð er það nefnt ef einhver vill koma með löggilt framboð og lýtur það ákveðnum reglum.
Í okkar frjálsa félagskerfi erun kosningar 1. bundnar hlutfallskosningar bundnar við lista. Það á við um kosningar til Alþingis. 2. Óbundnar kosningar eru kosningar sem ekki eru bundnar við lista eða ákveðin framboð. Þær eru að því leiti frjálsar og allir eru í framboði sem einstaklingar, nema þeir hafi greint frá því að þeir gefi ekki kost á sér og ber því að virða það. Í sveitastjórnarkosningum hefur það oft tíðkast að kosningar eru óbundnar og þá jafnan í þeim fámennari. Svo er kosinn oddviti og þá kemur í ljós hvar meirihlutinn liggur.
Þessar listakosningar og framboð hafa þróast svona hjá okkur í tímans rás og þykir betra að flokkadrættir og myndanir ættu sér stað fyrir kosningar heldur en á Alþingi eftir kosningar. Auðvitað þarf að semja og hnika til málum til að ná fram málefnaskrá milli flokka. En það er nauðsynleg kurteisi að fylgið verði leitt fram í kosningu og hægt sé að meta raunverulegan styrkleika flokka. Það er t.d. áhugavert eftir allt sem á undan er gengið í svokölluðu sameiningartilraunum að sameina stjórnmálahópa og flokksbrot að sjá, t.d. kjörfylgi Sósíalistaflokks, hvernig það rímar við VG. Ekki síður að bera saman Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn og en fremur í hvað höfn Samfylkingin lendir. Síðast en ekki síst hvort Miðflokkurinn lendir í úrtíning hjá Framsókn eða alvöru hrossarétt eins og flokksmerkið gefur tilefni til að álykta að þar séu alvöru hrossakaupmenn á ferðinni. Gamla fólkið verður á Hrafnistu, enda Hrafnistufólk.
Eru ekki allir að kjósa bara út frá eigin hagsmunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.9.2021 | 12:10 (breytt kl. 12:15) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 335
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 573803
Annað
- Innlit í dag: 311
- Innlit sl. viku: 429
- Gestir í dag: 302
- IP-tölur í dag: 295
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.