Þessi mál virðast eilífðarmál og Samfylkinugnni alltaf kennt um. Það er skrítið.
Geir Hallgrímsson var dugnaðar borgarstjóri og dreif hitaveitumálin og gatnagerð áfram. Segja má að hann hafi verið hamhleypa til verka og vann stórvirki.
Fossvogsskóli var reystur í tíð hans. Ekki er gott að átta sig á því af hverju þessi myglumál eru á þessum stað sem þau eru. Það er auðvelt að álykta út frá almennri skynsemi að rör sem eru sett inn í veggi, bæði steypta veggi og úr öðru efni, geti valdið þessari myglu, þegar sífelldar hitabreytingar eiga sér stað inn í veggnum. Veðurfar á Íslandi gefur tilefni til að velta loftþrýsingsbreytingum vegna djúpra lægað fyrir sér og vert að rannsaka, en ekki er gott við að eiga þegar aðal rannsóknarbatteríið er aflagt, Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins er ekki gert hátt undir höfði og átti ekki að leggja hana niður í júlí á þessu ári? Verkfræðingar og þeir sem veita ráð í sambandi við nýbyggingar mega velta þessum uppákomum fyrir sér og gera auðvita.
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi veltir þessu fyrir sér og virðis vera með einhverskonar Þórðargleði vegna aðkomu Hjálpræðishersins að útvega húsnæði til handa Fossvogs skóla og þar með Reykjavíkurborg.Það sýnir gæsku Hjálpræðishersins. En Eyþór verður að muna að Fossvogsskóli var reystur í borgarstjórnartíð Geirs Hallgrímssonar en ekki Dags, þó það sé langsótt að gera þessi mál pólitísk, þá er það auðvitað þeir sem ráða sem er kennt um, þegar skekkjan liggur ef til vill í faginu og ónógum rannsóknum og byggingarfræðilegri vitneskju.
Svo verða foreldrar argir og pirraðir við þessi vandræði og aðstæður sem er eðlilegt, að börnum þeirra sé ekið einhverjar bæjarleiðir á malbiki, miðað við það sem sveitabörn norður á Hvammstanga mega hossast á ónýtum vegi í sinn skóla. Börnum tvístrað út og suður.
Hér að framan var nefnt og velt fyrir sér veðurfari og auðvitað geta byggingar farið að leka hingað og þangað vegna ónógs viðhalds og er margt ótrúlegt hvað það varðar. Ein sprunga getur leitt vatn langar leiðir.
Bloggari hefur reynslu að því að örverur fóru af stað vegna loftþrýstingsbreytinga í hlöðu. Þannig háttaði til að hiti var í heyi síðsumar í hlöðu en búið var að ná honum úr um veturnætur. Í desember kemur lægð yfir landið mjög djúp og þá ríkur hitinn upp í hlöðunni og örverurnar verða ofsakátar, en starfsemi þeirra veldur hitamyndun í heyi og bóndinn sat uppi með mygluna og fékk heymæði og varð að hætta búskap oft á tíðum.
Þannig að það eru margir þættir sem spila saman í þessum málum. Mikill byggingarharði getur ef til vill haft eitthvað að segja og ónógt eftirlit Og er það nú ekki upp á marga fiskana í þeirri þinghá sem Reykjavík nefnist. Mér er sagt að sýni eigi að taka úr hverjum steypubíl á verkstað. Spurnir hafa borist að það sé vanrækt vegna þess að hraðinn þarf að vera svo mikill. Það þarf að tryggja gróðan.
Sveitmenn gátu orðið vitlausir við tvö störf um miðja síðust öld. Annars vegar þegar farið var að steypa og hins vegar þegar fé var rekið inn hús og réttir. Þá urðu flestir tjúllaðir, en jöfnuðu sig svo að kveldi þegar þeir voru orðnir nógu þreyttir.
Mál Fossvogsskóla tæknilegt en ekki pólitískt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.8.2021 | 21:30 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 355
- Sl. sólarhring: 356
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 573823
Annað
- Innlit í dag: 331
- Innlit sl. viku: 449
- Gestir í dag: 321
- IP-tölur í dag: 314
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.