Í upphafi gossins var fussað og sveið, hverskonar brjáæðingar væru að þvælast á þessar gosstöðvar.
Stjórnvöld varla starfi sínu vaxin til að hafa vald á aðstæðum, menn farnir að steykja beikon á eldinu.
Landeigendur eru spurðir um hvort þeir ætli ekki að hefja gjaldtöku og stjórnmálamenn, telja að þarna geti skapast störf í framtíðinni.
Þetta er allt saman merkilegt.
Þjóðin hefur sýnt það að hún er kjarkmikil og dugleg. Hún leggur í hann með unglinga sem hafa jafnvel ekki gengið í ójöfnu landi og allir standa sig vel. Klifra í ójöfnu landi við vonda aðstæður og hættulegar, þar sem steinar hrökkva undan fótum og viðspyrna bregst. Það skiptir máli að unglingar fái svona reynslu. Þeir sem stunda íþróttir standa betur að víg með þol og þrek, sveigjanlegan líkama og fimi til að ganga í erfiðu landi.
Landeigendur eru salla rólegir og eru ekkert að hugsa um peninga. Ámundur Friðriksson ber hag almennings fyrir brjósti og telur að þarna sé komið tækifærið sem beðið hafi verið eftir, vinna, vinna, vinna.
Stórnvöld eru ótrúlega róleg og umburðalynd gagnvart þessari uppákomu og það er gott að upplifa að við búum ekki í lögregluríki og afskiptaseminn í hófi. En nú er lögreglustjórinn á Suðurnesjum fari að klóra sér í kollinum. Þetta er nú doldið margt fólk og hvað gerist ef dalirnir fyllast af hrauni, hvar á fólkið að vera? Strákar og stelpur, við verðum að fara að skipuleggja?
Þjóðin lærir af þessu. Vandar með hverjum deginum sem líður klæðnað sinn og búnað og veitir þeim sem eru á striga- og blanksóm athygli, hum það á ekki að vera svona búinn. Það er gott að vita.
Björgunarsveitarmenn eru skítblankir og æðrulausir og það sem heldur þeim gangandi eru hugsjónir og fá að aka stórum jeppum annað slagið.
En nú held ég að dómsmálaráðherra verði að fara að hringja í landhelgisgæsluna og fljúga yfir en ljúga engu og grýpa til sértæka aðgerða og setja málin í ferla, ef Geldinga dalir eru að fyllast.
Svo væri gott að spyrja einhvern jarðfræðing, hvað næst?
Fólk mætt fyrir klukkan sex í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.4.2021 | 13:33 (breytt kl. 13:38) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 566962
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.