Það er ekki óeðlilegt að þjóð sem hefur alist upp við svona atburði sé ef til vill öðru vísi en aðrar þjóðir.
Það er nú ekkert grín að verða vitni af því að jörðin opnist kannske jafn vel í miklu návígi. Það má ekki gleyma því að forfeður okkar voru ekki með þessa þekkingu sem nú er til, að skilja hvað væri að gerast. Auðvitða var anskotinn þarna að verki og menn höfðu gert eitthvað af sér.
Svo hraunið sem myndast og verður til, að allskonar fígúruverki, þannig að hægt var að sjá tröll og óvættir í landslaginu.
Nú verður helsta verkefni almannavarna að missa ekki fólkið of nálægt eldsupptökunum. Það er auðvelt að fara sér að voða þarna. Drónar munu týnast og laskast og margt getur gerst.
Ef til vill er svæðið sem hraunið kemur upp það ákjósanlegasta svæðið á Reykjanesi og ágætt að tappa þrýstingi þarna af.
Nú er ég ekki jarðfræðingur, en alla þessa dyngjur og toppa eru ekki léttust og auðveldustu leiðirnar þar í gegn, efni léttur vikur og hraun sem ekki hefur orðið að harðri hellu?
Það má segja að þetta sé upplagt túristagos og best að steikja covit þarna.
Pínulítið gos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.3.2021 | 09:10 (breytt 21.3.2021 kl. 22:06) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 573229
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.
En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.
Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum í Etnu og Vesúvíusi, skammt frá páfanum í Róm.
"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.
Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.
Í þessu gosi myndaðist hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."
"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."
Vatnaöldur 870
Katla - Eldgjá 934
Þorsteinn Briem, 20.3.2021 kl. 10:21
Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.
Napólí er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.
Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.
Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.
Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og undir Eyjafjöllum, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.
Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld.
"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá.
Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er," sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Kastljósi 20. apríl 2010.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum - Mynd
Þorsteinn Briem, 20.3.2021 kl. 10:46
Gott, mjög gott, takk fyrir þetta nafni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.3.2021 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.