Hér ætla ég að skýra frá verki sem ég hef verið að vinna að, en það er að koma efni um nokkra þætti kvótasetningar í búvöruframleiðslunni á framfæri og er ég búinn að koma því til skila í Miðstöð munnlegrar sögu í Þjóðarbókhlöðunni. Aðallega er um að ræða hljóðskrár og upptökur af fundum sem Sigurður Líndal lagaprófessor hélt til að útskýra rannsókn og niðurstöður sínar í riti sínu Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands. Var okkur Ámunda Loftssyni afhendar vídeóspólur af Sigurði Hlöðverssyni alveg óvænt, löngu eftir að fundirnir voru haldnir.
Varðar það ýmsa agnúa sem komu í ljós þegar bændur áttu að fara að starfa í nýju lagaumhverfi og hvernig það var misjafnt hvernig kvótasetningin blasti við mörgum bændum. Má segja að lögin hafi ekki verið nógu vel unnin og mismunuðu mörgum bændum og röskuðu eignaskiptingu í bændastétt. Allt frá því að vera minniháttar skerðingar sem var hægt að laga innan kerfisins til þessa að vera augljóst stjórnarskrárbrot að mati lögfræðings.
Það er upphaf þessa máls að Alþingi Íslendinga setur lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. l nr. 46/1985. Tóku lögin gildi 1. júlí 1985, oftast kölluð búvörulögin nr. 46 frá 1985.
Mæltu lögin fyrir um að sett væri á kvótakerfi í landbúnaði og hverri jörð í framleiðslu úthlutaður magnkvóti í dilkakjöti og mjólk eftir framleiðslu sem miðaðist við þrjú undanfarin ár.
Hófust nú miklar umræður um þessi lög. Bændur gerðu sér grein fyrir því að með þessum lögum gat eignastaða bænda raskast verulega. Víða um land fóru að koma miklir agnúar fram á kvótasetningunni þegar bændur fóru að bera saman bækur sínar. Sumir fengu mikinn kvóta og höfðu ekki athugasemdir uppi og höfðu haft stöðuga framleiðslu og jafnvel bætt í þrátt fyrir aðvaranir og tilmæli um að hægja nú frekar á. Hjá öðrum bændum hafði framleiðslan dregist saman vegna ýmissa atriða svo sem veikinda á viðmiðunarárunum, kynslóðaskipta, nýrra bygginga, erfiðleika frumbýlinga, vegna ónógs kvóta til að framfleyta fjölskyldu og skulda sem þurfti stærri bú til að standa straum af afborgunum lána.
Góðbýli sem voru í fullum rekstri og hafði verið hætt búskap þar rétt áður en lögin voru sett vegna aldurs bænda voru skilinn eftir og hlut enga meðhöndlun. Þannig get ég nefnt titil jörð í minni sveit, kirkjustaðinn Svínavatn. Framleiðslurétturinn = gögn og gæði sem höfði fylgt jörðinni frá landnámi, þar byggði Þorgils gjallandi, félagi Auðunnar skökuls, sér bæ. Mjólkur innlegg þar styrkti héraðabúmarkið svokallaða. Jörðin bara skilin eftir og réttindi hrifsuð í burtu bótalaust. Ekki einu sinni sett í frystingu og skráð þannig. Þá spurðu gamlir menn í Svínavatnshreppi undrandi- er þetta hægt Matthías? P.S. orðatiltæki þetta er komið frá Ísafirði og varð til í barnsfaðernismáli.
Stjórnun og leiðréttingar á þessum málum var að verulega leyti í höndum félagsskapar bænda þar sem ýmsir sátu í fleti frá gamalli tíð og stjórnuðu málefnum bænda, eftir þeim reglugerðum sem settar voru á grundvelli laganna. Margir bændur sáu fram á vonda tíð, þar sem óhjákvæmilegt var að fá leiðréttingar vegna kvótasetningarinnar. Auðvitað var landbúnaðarráðherra yfir öllu þessu regluverki.
Töldu bændur það erfiðleikum bundið að fá lögmenn til að aðstoða sig í þessum málum, því reglugerðarkraðakið var svo saman súrrað og gefnar út reglur ótt og títt, sem fáir botnuðu jafnvel ekki í og kerfið á hraða snigilsins. Settur var kvóti að tilefnislausu á grein sem engin lög mæltu fyrir um að skyldi verða kvótasett og má þar nefna nautakjötsframleiðslu og voru bændur beðnir að senda upplýsingar um hvernig þeir vildu skipta kvótanum á milli búgreina.
Sýndist mörgum bænda mál þróast á hinn verri veg, og misjafnlega hvernig gekk að fá úrlausn og lagfæringar.
Nokkrir bændur norður í landi gengu í það að stofna félag sem gæti verið málsvari þeirra bænda sem voru í erfiðleikum og fannst brotið á sér og vildu hafa uppi einhverja viðspyrnu.
Varð til félag sem nefnt var Röst - Samtök um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu. Markmið þessa félags var að vinna að auknum skilningi á þjóðhagkvæmni mikilvægi landbúnaðar og leiðréttingum á því sem úrskeiðis fór.
Fyrstu stjórnarmenn í félaginu voru: Ámundi Loftson Lautum, Reykjadal S-Þing., Kári Þorgrímsson Garði, Mývatnssveit og Kristján H. Theodórsson Brúnum, Eyjafjarðarsveit. Þeir sendu út dreifibréf um fyrirætlanir félagsins og málefni dagsett 10. apríl 1992. Félagið er enn til en hefur ekki starfað um nokkurt skeið.
Sigurður Líndal lagaprófessor var fenginn til að greina þessi mál og rannsaka. Í formála Sigurðar að ritinu sínu segir að Ámundi Loftsson Lautum, Reykjadal fór að falast eftir fróðleik árið 1988 um það hvernig reglur um stjórn búvöruframleiðslunnar samrýmdust stjórnskipan Íslands. Benti Sigurður honum á lesefni.
Frá þessu segir í formála Sigurðar í ritinu Stjórnkerfi landbúnaðarins og stjórnskipan Íslands sem var lögð inn sem diskur í Miðstöð munnlegrar sögu.
Félagið hélt tvo félagsfundi bænda með Sigurði Líndal þar sem hann útskýrði vinnu sína og niðurstöður í framangreindu riti. Fyrir tilviljun voru þessir fundir teknir upp á myndband af Sigurði Hlöðverðssyni sem var staddur á fundunum í einkaerindum og færði hann okkur Ámunda þetta myndband eins og fyrr segir og létum við setja það á stafrænt form. Við höfðum spurnir af því að stofnuð hefði verið Miðstöð munnlegrar sögu og fannst okkur gráupplagt að koma þessari sagnfræði þangað og hefur verið unnið í því.
Málefni þessa bændahóps er ekki ómerkari en saga annarra bænda Íslandssögunnar og á því erindi til þeirra sem stunda vísindi, svo sem laganema, félagsfræðinga, mannfræðinga o.fl. sem vilja fræðast um þessi málefni.
Við höfum fengið leyfi Maríu Jóhannsdóttur konu Sigurðar Líndals og Þórhildur Líndal lögfræðingur og dóttir Sigurðar hefur skoðað og farið yfir myndböndin. María afhenti myndböndin upp í Þjóðarbókhlöðu. Myndböndin eru komin upp í Miðstöð munnlegrar sögu og eru þar til skráningar.
Heimildir: 1) Stuðst er við dreifibréf Rastar sem fylgdi Ritinu Stjórnkerfi. Rit Sigurðar er hvergi að fá nú orðið, en eintak var sent inn á Landsbókasafn. Ritið var afhent í yfir 60 eintökum til Alþingis, lögmönnum og mörgum öðrum.
3.aðrar hljóðskrár voru afhentar:
1. Formáli að Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar Skrifaður af Sigurði Líndal. Afhent af Þorsteini H Gunnarssyni
2. Tilurð og stofnun Bændafélagsins Röst.Tekið saman og afhent af ÞHG
3. Hnjúkahlíðar mál, meint stjórnarskrárbrot. Afhent og tekið saman af ÞHG. En það er mjög skýrt meint stjórnarskrárbrot.
Bloggara var nauðsyn á að fara af leigujörð sinni, vegna uppsagnar og eigendur þurftu jörðina. Við hjónin keyptum jörð í Blönduóshreppi og var það næsta jörð við mjólkurstöðvarvegg og þótti okkur álitlegt að búa þar og hagræðing fólgin í þeirri búsetu. Fengum við staðfest búmark, 660 ærgildi í mjólk og byggðum þar nýtísku lausagöngufjós og höfðum öll tilskilin leyfi frá stjórnvöldum og fjármögnum var tryggð. Var fjósið fokhelt haustið 1985 og var áætlað að flytja á jörðina vorið 1986. Þá var sett ný reglugerð í mars og okkur úthlutað 0 lítrum í fullvirðisrétt.
Blönduóshreppur fékk Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. til að fara yfir málið og skilaði hann lagaáliti og var það álit hans að þarna væri um mismunun að ræða sem væri bótaskyld.
Þykir eðlilegt að upplýsa þessi mál og kjörið tækifæri þar sem forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi að breytingu á stjórnarskrá og Alþingi er að ræða það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.2.2021 | 10:33 (breytt 13.2.2021 kl. 10:23) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.