Ekki er öll vitleysan eins

Ekki er öll vitleysan eins. Skil bara ekki að hönnuðir og teikanra og vekfræðingar skuli ekki sjá hvað er skakkt við þetta.

Mönnum hefur nú ótrúlega farið fram. Einu sinni þegar menn voru að leggja lagnir, þá var byrjað á því að gera skurð, svo kom hitaveitan og setti leiðslu. Þá var mokað yfir. þá kom kaldavatnið og það var grafinn skurður en sett kaldavatnspípa og mokað yfir. Síðastur kemur síminn á sömu nótum. Þess vinnubrögð er nú að mestu aflögð.

Mig minnir að Benjamín Eiríksson þjóþekktur hagfræðingur hafi gagnrýnt byggingu Perlunnar á sínum tíma og bent á að framundan væri mikið viðhald á leiðslum Hitaveitunnar  í framtíðinni og listaði upp hverfi og svæði sem kominn væru á tíma. Væri ekki gáfulegt að ausa fé í svona hús, sem ekki væri knýjandi nauðsyn að byggja og allra síst að eyða afskriftarsjóðum í það.

Svo kemur það á daginn að ein æðsta menntasetur þjóðarinnar fær á baukinn og vatn flæðir inn í húsið og veldur hundruðum milljóna króna tjóni. Hvar voru fornvarnirnar? Var engin áætlun til um viðhald á krananum og lögninni í Suðurgötu? Bara sagt hann er orðin lélegur.

 Þetta atferli að láta hlutinna drasla er mikið böl og þarf að fara að vinna í því að lámarka vitleysuna en það gengur illa. Allt löðrar að mistökum og fjáraustri og hver borgar? Þeir sem borga skatta. Óbeinir skattar flæða eins og jökulár inn í ríkissjóð. Það eru frekar vondir skattar því að öðrujöfnu  tekur fólk minna eftir þeim. Það þyrftu einhverjir að vera í því að athuga öll svona verk sem fara úrskeiðis. Helst þyrftu þeir að hafa einhver merki með áletrun marskonar t.d. Hér hafa amlóðar verið að verki eða hvað sem henta þætti. Svona eftirlits verk þurfa að styjast við lögggjöf og setja merkingarnar tryggilega niður. Með áletrun um hvað hefur farið úrskeiðis. Ekki er hægt að búa við svona endalaus mistök og ekki hægt að hafa Vigdísi Hauksdóttir í stöðum snúningum að benda á hlutina.

Hér fyrr á árum voru vegir mokaðiir eins og núna. Vatnsdælingum þótti nóg um moksturinn og hverskonar eilífðar mokstur þetta væri. Gísli Pálsson á Hofi var þá oddviti sveitar sinna. Hann hafði gott vit á mörgum hlutum. Hann sagði mér að það væri betra að moka oftar heldur en menn væru sí og æ að brjóta drif og skemma tæki, spólandi út og suður. Gísli var sí og æ að velta hlutunum fyrir sér. Hann setti fyrstur manna niður ristarflóra í fjós sitt og var Gunnar Bjarnasson með honum í ráðum. Gunnar er höfundur að orða tiltækinu, Skynsemin ræður. Hann ók þá á Trabant.


mbl.is Hleðslustaurar á miðri gangstétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðflokkurinn, sem leggur bílum á gangstéttum og þykist ekki geta gengið spönn úr rassi, er nú mun stærra vandamál fyrir gangandi vegfarendur en nokkrir staurar á miðjum gangstéttum, enda þótt þeir séu að sjálfsögðu ekki til fyrirmyndar. cool

Hvernig getur Miðflokkurinn farið spönn frá rassi? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 25.1.2021 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband