Er hægt að tala um dauð atkvæði? Merkingin er auðvitað sú að þau komi viðkomandi flokki sem fær atkvæði engan fulltrúa kjörinn. Sérstaklega gæti þetta verið áberandi þar sem er 5 % mark.
En svokölluð dauð atkvæði gætu farið til að reisa dauðan þingmann snemma morguns upp frá dauðum þegar talningu er að ljúka og einhver flokkur nartar í þetta fylgi og sjálfdauður þingmaður rís upp kl 9:00.
Held að það þyrfti að fá einhvern stærðfæðing í þetta. Eða prest?
Auðvita er flokkur sem lendir í slíkum hremmingum hryggur og kjósendur hans jafnvel mjög óánægðir og finnist þeir hafi hent atkæðunum í ruslið. Ég hef litið á svona röksemdir sem áróður viðkomandi um að nú verði viðkomandi hópur sem er ef til vill nærri því í sama mengi og þeir flokkar sem eru nefndir að herða sig eða að gera bandalag.
En hvort hægt sé að láta þessi atkvæði lifa lengur eða endurnýta þau einhvern vegin er ekki gott að segja um.
Hugsanlega væri hægt að frysta þau og nota seinna. Ég hef bar ekki þekkingu á slíku. Eða að nota þau til að jafna atkvæðamisvægið?
Hvað verður um dauð atkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.1.2021 | 20:02 (breytt kl. 20:10) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 10
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 1924
- Frá upphafi: 571247
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1716
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau gætu kannski risið upp dauð, eins og dönsku minkarnir?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2021 kl. 20:54
Stjórnmálaflokkur getur í einhverju kjördæmi eða kjördæmum fengið mann eða menn kjörna á Alþingi án þess að flokkurinn hafi fengið 5% gildra atkvæða á landinu öllu en þarf þess hins vegar til að geta fengið jöfnunarsæti.
"Samtök um jafnrétti og félagshyggju voru stjórnmálaflokkur stofnaður um sérframboð Stefáns Valgeirssonar sem hafði yfirgefið Framsóknarflokkinn í aðdraganda þingkosninga 1987.
Flokkurinn bauð aðeins fram á Norðurlandi eystra með listabókstafinn J þar sem hann fékk 1.893 atkvæði (12,11%) og einn mann, Stefán Valgeirsson, kjörinn."
Þorsteinn Briem, 5.1.2021 kl. 22:37
Frumvarp stjórnlagaráðs:
"39. gr. Alþingiskosningar
... Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt."
"Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu."
16.11.2020:
"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarps að nýrri stjórnarskrá.
Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020.
Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.
Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti."
Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 5.1.2021 kl. 22:58
Dauð atkvæði fara til himnaríkis.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2021 kl. 23:16
Sagt er að hundruðir þúsunda atkvæða hafi risið upp úr gröfinni og kosið Demókrata í forsetakosningunum núna síðast. Þannig að þetta er greinilega óplægður akur, sem stjórnmálamenn geta ekki hunsað.
Theódór Norðkvist, 7.1.2021 kl. 03:54
Þorsteinn Briem, ég verð að leiðrétta þig. 2/3 hlutar þjóðarinnar hafa aldrei sagt að þeir vildu nýa stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Og ef menn vilja einstaklingskosningar þá er bara að fara eftir núverandi stjórnarskrá þar sem segir að hver og einn íslendingur hafi rétt á því að bjóða sig fram til alþingis. Og seinna kom akvæði sem aðskilur löggjafarvald og framkvæmdavald. Samt sem áður eru enn ráðherrar sem jafnframt eru þingmenn. Er nú ekki ráð að byrja á því að virða stjórnarskrá og lög landsins. Það virðist vera einhver lenska að lögin séu til þess eins að brjóta þau.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.