Skrýtin umfjöllun prófessors.

Það er nú erftitt fyrir lítinn karl að fara blogga um stórt mál.

Eigi að síður má ég til. Þar sem ég þykist þekkja sum lögmál hagfæðinnar þó í smáu sé. T.d. er ekki hægt að eyða meiru en aflað er, hvort heldur er með lántökum eða sköttum.

Maður getur aldrei eytt meira heyi en til er í hlöðunni. Ef bóndin nær ekki fram á vorið með búsmalann, eru bara tveir kostir, að kaupa hey af nágrannabóndanum eða fara að beita á sinu og gefa fóðurbæti og fara að skulda í Kaupfélaginu. og bíða þar til fjalldrapinn er farinn að springa út, þá er kominn gróður fyrir einlembu.

Þeir sem bera ábyrgð á fjármálum og þurfa að stjórna geta lítið sagt nema þetta. Það þarf að fara að herða sultarólina. Hvað sem líður undirskriftum 86 þús mans. Þar býr góður vilji og hugur til heibrigðiskerfisins. En þá vantar peninga. Þá þarf að spyrja  eru þeir til og hvar eru peningarnir? Það þarf að kortleggja. Skattþol er ekki ótakmarkað.

Við erum í miklum vanda. Ef atvinnuleysi er einhver tala t.d. 60% þá er skattstofn almennings lítill. Svo safnast upp skuldir. Tölur sem aldrei hafa heyrst áður. Það er erfitt að skulda mikið.

Á þá að fara reyna að selja Þingvelli og Skálholt það er ekki hægt þær eru þjóðargersemar, það er varla að hægt sé að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. En hvar eru peningarnir.

Það eru ýmsir að gera það gott. Stór hús rísa og fiskiskipin eru ótrúlega flott. Svo maður hneykslist svo lítið þá verður maður var við fréttir að verið er að endurnýja ýmiss íveruhús. Öllu hent á haugana og nýtt sett í staðinn. Fólk getur fengið lán af því að það stendst greiðslumat þó það sé búið að missa vinnuna.

Það verður hugsanlega strand hjá okkur þá er helst að það verði í sandi. Það er mýkra.

Mér sýnist ríkisjóður verði að fá einhverskonar Marshallhjálp. En hún er víst ekki í boði.

Auðvitað er von að prófessorinn hafi áhyggjur. Verst væri ef stjórnvöldum dytti í hug að strengja segl með vatnshalla yfir grunn Landspítalans.

Það væri vond lausn. Ég get ekkert komið með til sparnað nema söguna sem nágranni minn sagði þegar hann var spurður að því hvernig ákveðnir bændur í þekktum hrepp væru svona ríkir. Það voru kosningar.

Hann sagði að þeir borðuðu minna en þá langaði til.

Svo af því að við erum að ræða heilbrigðiskerfið, þá var þessi nágranni minn að tala við launþega og sagðist ekki skilja hvernig þeir kæmust af. Nágrannin sagðis vera með mikla ómegð og stórt bú og fleiri járn í eldinum og hann kæmist varla af.

Þá steig launþegi fram sem var þekktur í félagstörfum leikfélagsins og það væri nú erfitt hjá sér hann hefði þurft Suður og látið minnka í sér magan. Það gekk alveg yfir nágranna minn,en hann hafði varann á, að því að launþeginn var í leikfélaginu.

Eins er það með orðatiltækið að herða sultarólina, menn verða vera í einhverju leikfélagi þegar það er sagt.


mbl.is „Sendir skrýtin skilaboð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veiðigjaldið verður hækkað þegar ný ríkisstjórn tekur við í haust. cool

16.9.2020:

"Heild­ar­tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi námu 280 millj­örðum króna í fyrra og jókst fram­legð hlut­falls­lega úr 22% í 26%.

Hagnaður eykst einnig úr 27 millj­örðum króna í rúma 43 millj­arða króna." cool

"Niðurstaðan bygg­ist á árs­upp­gjör­um fyr­ir­tækja sem hafa yfir að ráða tæp­lega 90% af út­hlutuðu afla­marki og er skalað upp í 100%.

Fjár­hæð veiðigjalds fór úr 11,3 millj­örðum króna í 6,6 millj­arða króna." cool

3.9.2018:

Samherji hefur hagnast um eitt hundrað milljarða króna á sjö árum

21.7.2019:

Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna

15.9.2019:

Eignir Brims metnar á um sextíu milljarða króna

8.6.2020:

"
Rekst­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar hf. skilaði hagnaði upp á um 9 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 1,2 millj­arða króna, á ár­inu 2019.

Þá nam fram­legð sam­stæðunn­ar 2,9 millj­örðum króna og jókst um 8,4% frá fyrra ári og hef­ur aldrei verið meiri í evr­um talið, að því er fram kem­ur í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um. cool

Þá seg­ir að ár­ang­ur­inn hafi náðst þrátt fyr­ir loðnu­brest á síðasta ári og að lít­il­feng­leg humar­vertíð væri ekki svip­ur hjá sjón."
cool

Þorsteinn Briem, 4.1.2021 kl. 19:46

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er hreint afbragð að þú sért að leita uppi auðinn. Takk nafni minn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.1.2021 kl. 20:13

3 identicon

Sælir

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 5.1.2021 kl. 18:11

4 identicon

Sælir 

Þetta var nú gáfuleg athugasemd. Langstærsta útgerð landins og reyndar ein öflugasta í Evrópu græðir ekki nema 14 milljarða á ári. skyldi það vera fyrir skatt? Þótt þessi útgerð væri þjóðnýtt til að hún verði aftur eins og bæjarútgerðirnar sem töpuðu svipuðum fjárhæðum á ári, hvaða gagn gerir það þjóð sem eyðir 600 millj´örðum á skömmum tíma í halla ríkisis? Þarf ekki að selja skipin og kvótann til ESB til að jafna hann? Á kannski að innheimta gjöldin af veiðum erlendis líka?

Önnur dæmi eru eftir þessu. Hagnaður útgerðarinnar sem hlutfall af helstu kennitölum í rekstri er í samræmi við það sem gengur og gerist.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 5.1.2021 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband