Það væri gaman að velta því fyrir sér hvernig landnámsmenn völdu sér bæjarstæði. Ég ætla að telja það helsta þó það sé ekki vísað í beinar heimildir heldur komið upp í skeggræðum í gegn um tíðina.
Jörðin þurfti að liggja vel við sól, vera grasgefin, vatnsból gott og nóg magn í frosthörkum. Ýmis hlunnindi kostur, gott að geta fylgst með mannaferðum. Veðurfar skipti máli. Held að þeir hafi verið búnir að uppgötva skriðuföll úr fjöllum. Í Vatndælu er getið um skriðu og þar var stúlka að bera út mat fyrir bæjarhrafninn og hann hoppaði alltaf frá henn sem hún botnaði ekkert í en elti hann þangað til hann nam staðar. Þá gaf hún hrafninum ætið. Skömmu síðar hljóp skriða niður hlíðina. Stúlkan bjargaðist Ég man þetta ekki alveg svo gjörla og fer ekki að fletta þessu upp. Þannig bjargaði hrafnin stúlkunni. Utar í dalanum hafa skriður fallið en víðast hvar hafa bæjar og peningshús verið teigð aðeins frá fjöllum. Hjá okkur í þorpum virðist oft vera farið glannalega með það að setj niður hús nálægt brekkum og verður öruggleg farið yfir þann þátt byggingarsögu þeirra með tilliti þessara atburða. En mönnum var vorkunn oft var þröngt um undirlendi og sénsin var tekinn þvert á alla skynsemi. Ekki veit ég hvort Katrín græði eitthvað á þessari bók, því trauðla á ég von á því að þar sé eitthvað rætt um hugsanleg skriðuföll á Seyðisfirði, Enda eru þessi mál í höndum annara en hennar beint.
Ég hef komið á flest krummaskuð á landsbyggðinn á siglinga árum mínum, var svo sem ekkert að velta bæjarstæðinu fyrir mér með tilliti til hættu af skriðuföllum. En í minningunni er víðast hvar saman sagan. Hús voru sett (kýld) of nálægt brekkunni. Oft getur hætta leynst mikið ofar í hlíðum og erfitt að slá því föstu hvar er hætta og hvar er öruggt svæði, því land og jarðvegur er óstöðugt,lækir grafa og skipta um farveg. Jarðvegur á hreyfingu vegna úrkomu og frosts sem sprengir bergsyllur frá aðalfjalli.
Þetta er nauðsynlegt að athuga í botn. Auðvitað væri gott að koma sér upp bæjarhröfnum. Það er nú lítð orði fyrir hann að hafa í fiskiplássum. Allar reglur eru orðnar svo stífari, um mengun, að hvergi er hægt að fá neitt í gogginn. Minna um að skepnur drepist beint í haga, bændur hættir að missa úr hor og tóan hirðir allt dautt fljótt.
Það er erfitt að segja gleðileg jól við Seyðfirðinga nú um stundir en það geri ég samt. Þetta bjargast allt saman, ættarsamfélagið er vonandi nógu sterkt til að mæta þessum áföllum í bráð og lengd, með aðstoð stjórnvalda
Svo eru tryggingar orðna þó það þroskaðar að fé er í sjóðum vonandi ekki búiða að braska með það. Sett voru lög um viðlagatryggingu til að mæta gosinu í Vestmannaeyjum og afleiðingar þess. Reynslan er víða allt frá krumma í Vatnsdal til Vestmannaeyja.
Gaf ráðherrum bók um byggingasögu Seyðisfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.12.2020 | 09:53 (breytt kl. 09:56) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 573825
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Byggð á Seyðisfirði má rekja aftur til landnáms en það var ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldarinnar að íbúum fjölgaði svo eftir var tekið.
Hafnarskilyrði eru þar einstaklega góð og erlendir sjómenn, Norðmenn í miklum meirihluta, nýttu sér það er þeir hófu að veiða síld undan Íslandsströndum.
Norðmaðurinn Otto Wathne fór þar fremstur í flokki. Þá var svokölluð Búðareyri sunnanmegin í firðinum að mestu óbyggð og valdi hann starfsemi sinni þar staðsetningu."
"Á Íslandi er töluvert af timburhúsum frá áratugunum í kringum aldamótin 1900 sem oft er rætt um sem norsk katalóghús.
Við vélvæðingu húsasmíðaiðnaðarins í Noregi var farið að forsmíða hús og húshluta, sem og að prenta og gefa út lista yfir húsin sem hægt var að panta og voru þau þá afhent fullunnin til samsetningar á byggingarstað.
Norðmenn stunduðu síld- og hvalveiðar hér við land á síðari helmingi 19. aldarinnar og stóðu fyrir byggingu margra húsa."
"Seyðisfjörður hefur vissa sérstöðu á Íslandi varðandi byggingarstíl húsa.
Sú staðreynd að hann byggðist upp á tiltölulega skömmum tíma og það að miklu leyti vegna áhrifa norskra athafnamanna og umsvifa þeirra á staðnum gerir það að verkum að stór hluti bæjarmyndarinnar er einmitt í fyrrnefndum norskum byggingarstíl."
Bryggjuhús á Seyðisfirði - Saga þeirra og hlutverk
Þorsteinn Briem, 23.12.2020 kl. 19:09
Þakka þér nafni fyrir innleggið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.12.2020 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.