Það þarf gera áætlun um hættumat á öllu landinu. Sá og spekúlerta. Þetta tæki langan tíma.
Mörg þessara þorpa sem hafa verið að falla í ánauð landsins af náttúruhamförum voru byggð þegar sjávarútvegur var öðruvísi en hann er í dag. Þorpin byggðust með tilliti til sjósóknar og fyrirfram séðar þörf á þjónustu. Nú er þetta allt breytt. Fiskiskipin stærri og geta átt heimahöfn annarstaðar og leggja upp afla annarstaðar ef þau vinna hann ekki þá um borð. Þjónustuhugmyndin er ef til vill gufuð upp að hluta vegna bættra samgangna, sem getur svo sem verið sumstaðar vonarpeningur samanber síðustu fréttir af blæðingum í vegakerfinu.
Vegir á Íslandi eru meira og minna byggðir vitlaust. Það er oft byrjað að grafa skurði sitthvoru meginn slétta ruðningana út og setja svo ófullkomið malarlag yfir, þar sem eru mýrar. Þar sem er fastara efni er fyrir er því ýtt upp lagað til og svo sáldrað möl yfir. Oft er þetta efni óhreint með móhellu og jögulleir sem er sífellt á hreyfingu upp og niður eftir hitastigi,sem sagt ekki frostfrýr.
Vegir þurfa að vera þannig gerðir að ýtt er fyrir þeim helst niður á fast og síðan stettur traustur malarpúði grófur og síðan malborið og yfirlagt. Eins og Vegagerðin er nú að gera fyrir austan fjall.
Nú að hættumatinu, það er auðvelt að vera vitur eftir á. Síðasti grikkur sem höfuðskepnurnar gera byggðinni er aurskriður á Seyðisfirði. Þó ég sé ekki gjörkunnugur þar sýnist mér blasa við á myndum, að ef búinn hefði verið til renna í gegn um bæinn niður í sjó þar sem aurskriðan féll á Seyðisfirði og það verið skilgreint sem farvegur fyrir aurskriður þá væri staðan öðruvísi. Allstðar þar sem foss er ofan við byggð, þá kemur vatni niður.
Breyta þarf um áherslur.Þannig þarf að hugsa eins og að framan greinir. Fara svo að draga byggðina í burtu frá þeim hættusvæðum sem finnast.
Vallarhverfið í Hafnarfirði er gott dæmi um rangar áherslur fyrir íbúðarbyggð. Þar er byggðin sett upp á gömlum hraunfarvegi sem liggur niður í sjó frá Bláfjöllum Er það gáfulegt?
Svo þarf að finna byggingarsvæði þar sem veður er gott og heitt vatn helst og draga nýja byggð þangað í framtíðinni. Ekki þarf allt að hrúgast á höfuðborgarsvæðið, eða suður eins og sagt er. Gamla byggð er látin halda sér svo fremi hún sé ekki dauðagildra. Það bera brýna nauðsyn til að fara skrá þetta hættumat niður á blað skima inn í hvern fjörð og hlíð og menn þurfa bara að vera hreinskilnir og sannorðir og ekki að flýja ef einhver fer að gagnrýna nema ganrýni sé rétt og marktæk.
Hugsanlega hægt að aflétta hluta rýmingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.12.2020 | 13:56 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 346
- Sl. sólarhring: 386
- Sl. viku: 496
- Frá upphafi: 573814
Annað
- Innlit í dag: 322
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 312
- IP-tölur í dag: 305
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.