Fyrrverandi nágranni minn Páll Pétursson er látinn. Morgunblaðið bar mér þessar frétt á mbl.is. Við Páll höfum þekkst frá því ég var átta ára og hann þá 17 ára. Höllustaðir urðu til árið 1600 úrskipt úr 1/4 hluta úr Guðlaugsstaðalandi. Höllustaðaheimilið var mennta og menningarheimili. Þau gömlu Hulda og Pétur voru kappsöm að setja börn sín til mennta og lá leið Höllustaðasystkinanna í Menntaskólann á Akureyri.
Samskipti okkar Páls voru góð og áfallalaus, fyrir utan þrasið um virkjunina. En hann veifaði alltaf þegar við sáumst og það gerði ég á móti Við fórum nokkrir saman að smala stóðhestum af Auðkúluheiði sem þar máttu ekki ganga. Páll var þá formaður Hrossaræktarsambands Húnvetninga, en ég var þá búfjáræktaráðunautur B.S.A.H, þannig að það stóð okkur einna næst að hafa forystu í því máli. En áður hafði brostið á stóðhestastríð fyrir austan Blöndu og var búið að gera skurk í því að tína upp fola á því svæði sem gengu lausir og gekk á ýmsu með þau mál.
Páll var dálítill stríðsmaður í eðli sínu. Páll fór í Menntaskólann á Akureyri eins og fyrr segir og ekki hef ég heyrt annað en þar hafi hann verið góður námsmaður. Um framhaldið sagði Páll mér að sig hefði langað að fara í Framhaldsdeildina á Hvanneyri en heimastörf og löngun til að hefjast handa við búskap var mjög rík í hans ranni. Bróðir Páls er Birgir Már Pétursson hrl., nýlátinn og fylgdust þeir nokkuð að í námi en Már útskrifaðist á eftir Páli úr M .A. Svo komu þau yngri systkinin, Hanna Dóra og Pétur Ingvi á eftir þeim. Þau þrjú héldu áfram námi og luku lögfræðiprófi, kennaraprófi og læknisfræði.
Páll stofnaði nýbýli á hálfu landi Höllustaða 1958, en mestan part var rekið félagsbú á jörðunum. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Má hafi verið ætlað að ná þingmannssæti á svæðinu, en móðurbróðir hans Björn Pálsson var þá búinn að vera lengi þingmaður í NV kjördæmi. Már var sprækur í stjórnmálum, gekk áfram í bardaganum í Möðruvallahreyfingunni og var það ekki til vinsælda fallið innan Framsóknarflokksins, þeir voru óútreiknanlegir skæruliðarnir í þeirri hreyfingu.
Páll eignaðist kaupstaðastúlku sem lífsförunaut, læknisdóttur frá Siglufirði Helgu Ólafsdóttir. Fólk velti því náttúrlega fyrir sér hvernig það mundi lukkast. Það er ekki auðvelt hlutverk fyrir unga konu sem ekki er alinn upp í sveit að verða bóndakona og ganga í útiverk. En það tókst Helgu og lærði hún og lærði og tókst afbragðsvel að gegna sinni stöðu, ekki síst þegar kom að því að Páll væri mikið að heiman vegna félagsstarfa sinna. Helga Ólafsdóttir óx af sjálfri sér og var að mínu áliti dugnaðarforkur og vel hæf sem bóndi og tók þátt í öllum störfum fjölskyldunnar og sveitarinnar. Þær mæðgur Helga og Kristín dóttir þeirra, sáu um búið á vetrum. Helga lést 23. maí 1988
Eftirlifandi kona Páls er Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi og umhverfisráðherra.
Ég veit ekki af hverju Páll varð fyrir valinu sem þingmannsefni frekar en Már og gildir það einu þó ég viti það ekki.
Það vill nú svo til að á þeirri tíð var oft litið til ætternis þegar höndlað var með valdastöður og er enn. Sennilega vegna þess að Páll var heima fyrir og var bóndi og svona meira hægt að segja að hann væri einn af oss.
Páll kom oft á kvöldin um sauðburð að Syðri-Löngumýri í gamla daga og var þá að temja fola og sat þá á hljóðskrafi við Eyþór gamla Guðmundsson, sem var alinn upp á Guðlaugsstöðum og áttu þeir hesta, bústörf og gamla Guðlaugsstaðarheimilið, sem sameiginlegt áhugamál.
Páll átti ekkert of gott á opinberum vettvangi, stundum. Var reynt að klína hinu og þessu á hann sem var ómaklegt, eins og því að hann væri á móti sjónvarpi. Auðvitað var hann ekki móti sjónvarpi. En hann lagðist í það að tala fyrir því að fyrst væri eðlilegt að tengja alla landsmenn við sjónvarp sama þó það væri svart-hvítt, svo mætti fara að hugsa um að dreifa litasjónvarpi og var þetta vitaskuld eðlileg verktilhögun í málinu og nær hugsun bóndans. Það var aldrei beygur í Páli að hafa skoðanir.
Þekktastur mun Páll að mínu mati vera fyrir það að berjast fyrir því að reyna eins og kostur er að minnka það land sem færi undir lón vegna Blönduvirkjunar. Í febrúargrein í árdaga deilunnar, reifaði hann það að haganlegast væri að leiða Blöndu niður í Vatnsdal, en sá kostur mun hafa verið skoðaður. Þá ærðust Vatnsdælingar yfir þessari ósvífni þingmannsins. Það var búið að mæla og mæla og velta ýmsum möguleikum fyrir sér. Ég man þegar ég rak fé á fjall, í fyrsta skipti með Syðri-Löngumýrarfólkinu, árið 1955 að þá var maður alltaf að sjá tölur á stórum steinum fram á Kúluheiði. Það voru hæðarpunktar.
Þrátt fyrir mikla baráttu í þessu máli er það mitt mat að mótstöðufólki í Blöndudeilunni hafi ekki tekist að reisa þá vörðu í umhverfsmálum sem vert hefði verið, ef við berum það saman við það sem kom út úr Laxárdeilunni. Ég mundi segja að ástæðan hafi verið sú að í Blöndudeilunni var barist fyrir beitarhagsmunum í fóðureiningu og krónum og mikilli vinnu á virkjunartímanum. Í Blöndudeilunni var aldrei gerð bærilega tilraun til að safna almennt umhverfisverndarfólki og fylkja því undir regnhlíf umhverfismála. Þau fóru aldrei í neina áróðursboli eins og Blöndungar gerðu. Búið var að gefa ádrátt um frítt rafmagn og er nema von að menn hafi ruglast í ríminu. Mikilvægi þess að virkja Blöndu fólst í því að ekkert rafmagn var væntanlegt frá Laxárvirkjun. Hafnar voru framkvæmdir við Kröfluvirkjun án nægjanlegs undirbúnigs og rannsókna. Það mál lenti svo í uppnámi vegna jarðelda og málið varð fljótt í björtum logum. Rafmagns-hundur (kapall) sem svo var kallaður kom að sunnan sem sífellt var að slá út og Norðurland var á óöruggu svæði með rafmagn. Mikil panik á Norðurlandi.
Páll lenti í miklum átökum út af Blöndumálunum. Sótti að honum BB listi stuðningsmanna Blönduvirkjunasinna. Páll stóð þessa orustu af sér og kom standandi niður og stóð í báðar fætur og hélt þingsæti sínu og frekar en hitt að hann treysti stöðu sína. Páll tók þátt í stofnun umhverfisráðuneytis og má segja að hann hafi reist þar vörð í umhverfismálum með samþingsmönnum sínum. En Það er eftir að reisa minnismerki um staðinn þar sem Jónas orti Ferðalok eitt fegursta ástarkvæði sem ort hvefur verið á íslenska tungu. Greiddi ég þér lokka við Galtará. Það þarf nú ímyndunarafl til að það geti risið þarna. Nú er staðurinn kominn undir vatn svo varla er hægt annað en að hafa bát þarna og þar ætt fólk að geta fengi sér kaffi. Lanssvirkjun borgar, en þetta atriði er samningsbundið atriði í Blöndusamninginum.
Aðalsmerki Blönduvirkjunar er að hún er byggð á óeldvirku svæði og svo til jarðskjálftalausu og er traust og gott mannvirki.
En ekki verður um það deilt að gott og fallegt land fór undir lónið, lontur í lækjum og kvíslum fengu á baukinn. Þar voru búsvæði rjúpna, gæsa og mófugla sem þótti gott að leynast og fela sig fyrir skotveiðimönnum í móunum. Þarf enginn að sjá eftir því að hafa veitt því sjónarmiði lið að reyna að takmarka stærð þess lands sem færi undir lón og áhrif á vistkerfið ættu að verða eins lítil og kostur væri. En allar svoleiðis útfærslur voru dýrar og hagkvæmni virkjunnarinnar var skert með þeim breytingum. Því miður geldur náttúran þess, þegar menn hafa engan raunhæfan verðmiða á henni. Óhjákvæmilegt er að finna einhverjar aðferðir til að vega þessa hagsmuni og vita muninn á þeim ef það er þá hægt.Ekki er nóg og slengja bara fram, minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri hagsmunum, búið. Nú eru skeldýr við Suðurströndina í vandræðum með fá á sig skel, humar, rækja og hörpudiskur. Flestar jökulár á Suðurlandi er búið að gelda. Þar af leiðir að engin framburður fer í hafið, efni sem þessi sjávardýr þurfa að nota til lífstarfsemi. í þessu máli vanntar rannsóknir. Dr Hrönn Egilsdóttir sjávarvistfræðingur hefur bent á að pH gldi lækkar við strendur Íslands. Náttúruverkið er sko ekki einfalt.
Það er sjónarsviptir af Páli. Fjölskylda mín sendir eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum, systkinum, barnabörnum og öðrum ættingjum og venslafólki okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökk fyrir nágrennið á Syðri-Löngumýri.
Þorsteinn H. Gunnarsson fv. bóndi að Syðri-Löngumýri
Myndskreytingar við bloggfærslu.
1. Gamli burstabærinn á Guðlaugsstöðum. Höfundur myndar: Hildur Arndís Kjartansdóttir, barnabarn Eyþórs Guðmundssonar og Pálínu Salome Jónsdóttur á Syðri-Löngumýri.
2. Freskumynd eftir Baltasar Simpler. Staðsetning Húnavallaskóli. Efni Vatnsdæla. Þorsteinn á Hofi fer með 60 menn á móti Víðdælingum þegar þeir hyggjast ráða hann af dögum. Þeir voru 30. Þorsteinn spyr um erindi. Finnbogi á Borg svarar: Oft eru erindi smá um sveitir. Þeir urðu nefnilega hræddir, þegar þeir sjá liðsafla Þorsteins. Þorsteinn gefur þeim tvo kosti, að hypja sig til búa sinna eða ganga til hólmgöngu við flokk Þorsteins. Víðdælir gengu til hesta sinna og fara heim. Finnbogi selur land sitt og fer til Trékyllisvíkur á Ströndum og þarf þar að verjast sendingum úr Vatnsdal.
3. Freskumynd eftir Baltasar Simpler. Staðsetning Húnavallaskóli. Efni Vatnsdæla. Sæmundur félagi Ingimundar gamla fer með eldi um Sæmundarhlíð í Skagafirði og helgar sér land. Hans sonur var Geirmundur.
4. Íslenski þjóðfáninn. Mynd: Inga Þórunn Halldórsdóttir.
5. Menn og hestar á Þingvöllum. Mynd: Birgir Hauksson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.12.2020 | 13:55 (breytt 22.7.2021 kl. 10:17) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 276
- Sl. sólarhring: 338
- Sl. viku: 426
- Frá upphafi: 573744
Annað
- Innlit í dag: 261
- Innlit sl. viku: 379
- Gestir í dag: 254
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.