Fólk gerði margt fyrir andlegu hliðina í gamladaga á morgnana

Ég er nú alinn upp með fólki sem var fætt á 19 öldinn. Það gerði margt fyrir andleguhliðina.  Það þvoði ásjónu sína með köldu vatni og signdi sig. Gömlu mennirnir  fóru aldrei held ég út til gegninga öðruvísi en í hreinum fötum og umfram allt í þurrum sokkum táfýlulausum. Húsmóðirinn setti á sig hreina svuntu. Gamla konan greiddi hárið vel og setti hárið í fléttur. Allir þvoðu ásjónu sína með köldu vatni létu renna í lófana og skelltu þeim á andlitið og þurrkuðu stírurnar úr augunum.

Sjómenn fóru með sjóferðarbænina í vör það var svona kaskótrygging þeirra tíma. Þetta var tengt kristnidóminum. Fólk gat ekki verið með stírurnar í augunum frammi fyrir drottni.  Þannig að þetta er ekki nýtt, það kom ekkert í blöðunum um þessar morgunathafnir. Menn greiddu sér mikið lifandis ósköp sei, sei, jú, jú. Allt í föstum skorðum og stresslaust, nema þegar kvígan  setti alla mjólkina niðu úr fötinni, þá var náttúrlega upp fótur og fit og kom upp stress. Annars var þetta allt saman í ljúfum gír eins og hjá þessari fallegu konu sem kemur fram í fréttinni og upplýsir okkur um siði sína. Það er fallegt af henni.

Auðvitað er það ljúft að ganga inn í daginn almennilega klæddur og í hugarró. Það er sterkur leikur.


mbl.is Gerir mikið fyrir andlegu hliðina að gera sig til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband