1.vers er að uppgötva riðuna í fjárstofninum og getur það vafalaust gerst við margþættar aðstæður. Hjá mér gerðist það 20. janúar 1996, sem bar upp á afmælisdag ömmu minnar. Hún er að vestan. Það var nokkrum dögum eftir fimmtugsamæli mitt, en það var skemmtileg veisla.
Það stóð yfir rúningur hjá mér. Hjá mér var dugnaðarmaður alveg ódrepandi í greininni, Magnús nokkur Sigurðsson. Hann þekkti riðueinkennin. Hann er að rýja eina kind og segir allt í einu, hún er með riðu þessi Steini. Ég spyr á móti, hvernig veistu það Magnús, hún titrar. Svo fórum við að skoða ána betur og ég tók ána í þeim stellingum sem hún var í hjá Magnúsi. Það fór ekki á milli mála. Það fór örfínn titringur um ána sem ég hefði aldrei gert mér grein fyrir. Jú, jú við tókum ána frá og héldum áfram að rýja og kláraðist það daginn eftir minnir mig. Ekki komu fram fleiri tilfelli. Héraðsdýralækni var tilkynnt um þetta. Hann kom og skoðaði ána. Ærinn stakk við á annari löppinni og ákvað þá dýralæknirinn að senda sýni að Keldum til að fá staðfestan úrskurð. Reyndist það rétt. Aldrei hafði ég tekið eftir neinu sem bent gæti til riðuveiki, svo sem ær hrykkju frá garða eða sýndust órólega, hvimandi hegðun og óöruggar. Þess vegna datt þetta yfir mig sí svona og var náttúrlega áfall.
2.vers. Næsta skref var að gera samning við yfirvöld um að fella fjárstofninn. Samkvæmt landslögum er þetta bótaskylt og gerður samningur um afurðatjónsbætur allt eftir því hvað yfirvöld eru ströng á því hvað eigi að vera fjárlaust lengi en allt er þetta komið í fastar skorður nú. Ég fékk send drög að samningi svo hægt yrði að ganga frá því áður enn fjárstofninn yrði felldur. Ég hef vanið mig á það að lesa öll svona plögg og sérstakega smáletrið ef það er til staðar. Ég áttaði mig fljótt á því að það var búið að breyta forsendunum fyrir riðuniðurskurðinum. Í staðinn fyrir að greitt væri fyrir ána upphæð sem næmi skattmati eins og það kemur fyrir hjá skattstjóra, þá var búið að breyta formúlunni og var hún eitthvað á þá leið að nú skyldi miðað við innleggsverð á ærkjöti, en það hafði fallið svakalega í verði um þáliðið haust. Ég varð undrandi á þessu því síðastliðið haust höfðu menn undirritað blankó riðu samninga þ.e.a.s fjárfjöldinn var kominn inn en ekki hafði ég heyrt um að viðmiðunarverðinu hefði verið breytt. Ekki var ég kátur með þetta nýorðinn fimmtugur og fær flestan sjó. Lét ég ráðuneytið vita af þessum agnúum á samningsgerðinni og sagði að ég afhenti ekki féið nema þessu væri breytt til fyrrahorfs. Þarna voru menn komnir með samninga sem stóðust enga skoðun og þar á meðal 2 oddvitar í héraðinu. Sveitarstjórnin lagðist í málið og studdi mig með því að álykta um það. Svo var annað slagið verið að hringja til okkar og spyrjast fyrir um það hvort ekki væri búið að taka féið. Nei, nei allt stopp. Svo fóru þeir í ráðuneytimu að átta sig á að það þyrfti að breyta þessu og það var, að mig minnir gert 18 apríl með nýrri reglugerð.
3 vers. Förgunin var í föstum og réttum skorðum. Verktakinn sem ók fénu var tilbúinn og hans aðstoðarmaður, sem aflífaði ærnar og jörðin sem var til að urða féið allt klárt þar.
Oftast falla svona aðgerðir til á haustin, fé komið eða að koma á hús og allt liggur ljóst fyrir. Snúnara er við að eiga þegar ærnar eru komnar að burði. Svo fylgja þessu strangar hreinsunarreglur sem falla allar á bóndann og ekkert sérstaklega greitt fyrir það. Talið að falli hvort eð er innan hans starftíma ella við önnur bústörf.
Sjálfur hafði ég ekkert látið þetta á mig fá og engar tilfinningar brotist um í mér. En nú var verra í efni. Það átti að taka fjárstofninn daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Það þótti mér slæmt, hafði verið alinn upp í þeim anda að dagurinn væri hátíðisdagur, lóan komin og svona. Nú, en þetta þurfti að ganga eftir og var gengið í verkið eins og hver önnur skítaverk í búskapnum.
En þegar til baka er litið hefði mér fundist að samtök bænda mættu vera með eitthvert prógramm og hvað kallast það, áfallateymi.
Fyrir lá mikið hreinsunarstarf, koma öllum búfjáráburði á völl og sótthreinsa. Þar voru svo sem engar dagsetningar eða sérstakur eindagi, hvenær þyrfti að byrja eða að það þyrfti að vinnast á hraða snigilsins eða túnrollunnar. Svo það gat beðið. Við þurftum að fara í ferðalag til að slappa af, sem svo sem var á döfinni. Ameríka, Ameríka var mottóið.
Sláandi fréttir fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.10.2020 | 11:09 (breytt 4.12.2020 kl. 20:57) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 355
- Sl. viku: 486
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við lestur um þetta svokallaða riðusmit vöknuðu sterkar efasemdir um hvort greiningin sé raunhæf.
Var alinn upp í sveit og fékk það með móðurmjólkinni eins og aðrir hvað riða væri og hversu hættulegur sjúkdómur hun sé en hef á síðustu árum rekist á ýmislegt sem vekur efasemdir um margt tengt riðu, en jafnframt þöggun á vafaatriðum.
Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2020 kl. 13:15
Sæll Guðjón og takk fyrir innlitið og þínar spekulasjónir. Nú hef ég ekkrt samband við þessa bændur og geri ráð fyrir því að þeir sem starfa við þetta fag séu nú klárir á þessu og fari nú ekki fram með þeim hætti að þetta sé vafa undir orpið. Það væri nú upplýsndi ef þú getru gert grein fyrir grein fyrir þínum efamsemdum og í hverju þær felast og hverskonar þöggun þú eigir við. Á hvað svæði ólst þú upp þaðan sem þú hefur þessa tengsl við riðumálefni? Lengi vel var riðu ruglað saman við veiki sem var kölluð Hvanneyraveiki og og var hægt að rekja til skemmds fóðurs. Sú veiki fór í hausinn á ánum og þær urðu vankaðar. Kveðja til þín Guðjón
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.10.2020 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.