Merkið er fallið og líklega fáir til að hefja það á loft. Það er nú með hálfum hug sem ég sest við lyklaborði. það er ekki vinsælt að tala um samvinnuhreyfinuna og á tímabil var það hálgert skammaryrði.
Það er engum vafa undirorpið að hreyfingin gerði mikið gagn, Að lyfta sveitunun úr þeirri stöðu sem þær voru, útvega fjármagn til að byggja peningshús og eitthvað betra fyri fólki. Hús úr steypu og með sólóeldavél og helst rauðum þökum. Þingeyingarnir voru náttúrlega frumkvöðlarnir. Þar var í hvert pláss gáfumenn og menn sem vildu sækja fram á sinni tíð.
Yfirleitt voru samvinnufélögin blönduð félög þ.e. verslun margskonar og svo slátrun og afsetning á afurðum bænda hverskonar.
Í Austur-Húnavatnssýslu voru í öndverðu tvö samvinnufélög Kaupfélag sem höndlaði með vörum sem notaðar voru til daglegs brúks og svo var afurðarsölufélag þar sem kjötið fór í gegn. Bæði félögin voru með sína stjórn. Held að bændaþátturinn hafi allatíð verið stekur þáttur í félagkeri á svæðinu. Samvinnufélögin voru lýðræðislegur vettvangur. Í deildunum í hverjum hreppi voru kosnir fulltrúar á aðalfund félaganna í héraði og fór það efti félagstölu hve margir fulltrúar komust á aðlafundina. Mig minnir að það hafi þurft 6-7 persónur á deildarfundum til að ná inn fullrtúa. Þá fóru fulltrúarnir alltaf nestaðir með skrifaða tillögur sem samykktar voru á deidarfundi. Þannig bárust hugmyndir og vilji fólksins inn á aðalfund samvinnufálganna.
Lengi vel glumdi í eyrum fólks að fólkið ætti samvinnufélöginn. Þetta var einhver áróður. Fólkið hélt utan um félagsstarfsemina með þáttöku sinni en ef einhver fór um koll þá var ekki hægt að krefjast einhvers eignarhluta í félaginu. Þetta sýndi sig þegar farið var að reyna fyrir dómstólum á eignarheimild í málefnum Kaupfélags Svalbarðseyrar á sínum tíma bændurnir áttu engi fjárréttindi þar.
Heyrt hef ég þá kenningu að bændur ættu sinn hlut í ket hlutanum þangað til ketið væari selt, því það var í umboðssölu. En á þetta hefur aldri reynt. Í samvinnufélögunum studdust fulltrúar við fjölda félaga, en höfðu fyrir hverju atkvæði á aðlafundi sama styrk, ein persóna= eittatkvæði. Þetta er öðruvísi í hlutafélögum þar er það fjármagnið sem ræður atkvæða hlut.
Ekki get ég lokið þessum pistli án þess að nefna Samvinnutryggingar. Það var tryggingarfélag og var í samþykktum þess að ef því yrði sliti ætti að skipta því upp á milli viðskiptamanna í hlutfalli við undangengin viðskipti. Þetta fór allt í vitleysu og eru margir reiðir yfir hvernig það mál þróaðist og afkæddist. Erfitt að sjá möguleika til að höfða mál og engin lagði í það.Saksóknari hélt að sér höndum og málið fyrnt.
Ekki veit ég hvort ætti að reyna að reisa þetta merki við. Í Svínavatnshreppi hinum forna reistu nokkrir bændur foringja sínum súlu, Jóni Jónssyni í Stóradal Hún stendur enn. Hann stóð m.a fyrir því að Svínvetnigabraut var lögð. Hann hreyf menn með sér af dugnaði og ákafa. menn tóku skóflu og gafla, hest og kerru og lögðu Brautina si svona. Jón í Stóradal var Bændaflokksmaður.
SÍS-merkið á Ystafelli af stalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.10.2020 | 10:51 (breytt kl. 15:41) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.