Það er ótrúlegt að verða vitni að svona grunnhyggnum málflutnig af forustumanni í stjórnmálaflokki. Ulla bjakk eins og börnin segja.
Hélt að allir vissu að sem betur fer er okkar landi stjórnað af lagakerfum ,svo sem heilbrigðiskerfi, landbúnaðarkerfi dómskerfi, en þessum kerfum er sniðinn og settur lagarammi af löggjafarvaldi sem á að gefa þversnið af þjóðinni en gerir það ekki vegna misvægis atkvæðisréttar.
Ríkisvaldið skiptist í 3 stoðir, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald og stórnast þau öll af sínum kerfum. Ég hélt að Sigmundur vissi þetta en svo virðis ekki vera. Hann slær um sig billegum frösum og heldur að það séu einhvejar hugmyndir og að fólk sé vitlaust og einfalt, en þessi málflutningut eru nú honum fyrst og fremst til skammar, að opinbera sinn einfeldning hátt.
Þessir lagabálkar eru settir til að framkvæmdavaldið ,hér ráðherrar og sveitarstjórnir geti ekki stjórnað eftir eigin geðþótta og með handafli.
Menn geta bara farið inn á vef dreifbýlissveitarfélaga og skoðað fjallskilaseðla. Þar er allt verk sem á að vinna meitlaði í stein ef svo má segja. Hver maður fær sitt hlutverk og svo er allt fjallaskila dæmið gert upp að lokum og sagt hvað hver á að borg þegar búið er að vinna alla fjallskilavinnu sem lögð er á og bera saman við fjáreign.
Þetta er elsta kerfi í landinu og gerir það að verkum að landið er smalað mjög gaumgæfilega og á ótúlega skipulagðan hátt sem er til mikillar fyrirmyndar.
Kosningasmölunn er með öðrum hætti, því þar er mjög óljóst hvert á að fara. (Stundum stuðst við rauða litinn á þökunum), og svo hver á að borga.
Menn ríða ekki bara út í loftið eins og mætti ætla af flokksmerki Miðflokksins. Þetta er elsta kerfi á Íslandi eins og fyrr hefur verið vikið að og Framsónarmenn hafa alla tíð virt það. Ef það væri ekki virt og allir riðu út í loftið eins og Sigmundur virðist ætla mönnum í sveit. Þá yrði öngþveiti og ringulreið og hver gangnmaður kæmi einungi með eina kind til byggða og búinn að týna hundinum. Þannig að það þarf alltaf kerfi, vegakerfi, floksskerfi o.s.frv.
Ég veit nú svo sem ekki hvort Sigmundur sé svona vitgrannur ef skoðað ofan í kokið á honum, en hann heldur auðsýnilega að kjósendur bíti á agni.
Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.9.2020 | 15:21 (breytt kl. 18:34) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 566962
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigmundar var ferlegt fall,
í fýlu greyið skarnið,
hann er sjálfur kerfiskall,
og Kögunar var barnið.
Þorsteinn Briem, 26.9.2020 kl. 16:04
Ég átta mig ekki alveg á þessum lagakerfum, sem þú nefnir svo.
1. Eru lagakerfin einhver náttúrulögmál, sem viðhalda sér sjálf?
2. Er þau óbreytanleg?
3. Hver á að sníða agnúa af lagakerfinu ef það er gerlegt?
4. Þarf almenn mótmæli almennings til að breytinga?
5. Hver er þáttur Alþingis (þingmanna) í lagakerfum og viðhaldi þeirra?
Kveðja að austan.
Benedikt V. Warén, 26.9.2020 kl. 16:09
9.4.2016:
Kögunarmál Gunnlaugs Sigmundssonar
Þorsteinn Briem, 26.9.2020 kl. 16:10
26.9.2016:
Sigmundur Davíð átti Wintris og Tortóla er skattaskjól
Þorsteinn Briem, 26.9.2020 kl. 16:19
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum.
Þorsteinn Briem, 26.9.2020 kl. 16:23
Þá er
The best of Steini Briem
komið á fóninn.
Benedikt V. Warén, 26.9.2020 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.