Bloggari þessa bloggs hefur reynslu af því að veðrabreyting er afar fljót að eiga sér stað á hálendinu.
Eitt sinn lögðum við á stað frá Hveravöllum í seinnigöngum. Venjan var að við lögðum á stað í smáhópum. Okkar leið lá út Djöflasand og voru menn ákveðnir í að standa sig vel og skilja ekkert eftir.
Þegar við erum að klára Djöflasandin og komin er rétt gangnaröð austur úr og vestur úr og menn að þoka sér niður í Seyðirárdrög, sjáum við mikla dökka bólstra fyrir aftan okkur og fylgdi nokkur veðurgnýr.
Hert nú menn nokkuð ferðina og fóru að hugsa plan B. Færðist bakkinn mjög hratt að okkur úr suðri. Það var nú engin sunnanátt með lóusöng.
Það var eitthvað tröllslegt við þessa kólgubólstra. Yfir Drögin komust við og héldum út á Öldur. Menn voru komnir úr Búrfjöllum og riðu niður Búrfelsshalan út á sand. Nú var ferð flýtt og mikið hóað og hundar látnir gelta. Þar kom að veðrið náði okkur. Var þá tekin ákvörðun af ábyrgum mönnum að þétta frekar gangnaröðina og halda á.
Ekki var nú mikil úrkoma í þessu og virtist veðri minna þegar það datt niður af Djöflasandi og niður í Drögin að mér fannst. Þegar út á Öldur var komið fór hann að slíta úr sért og að herða vindinn.
Var þá tekinn ákvörðun um að ríða á Kólkuhól og ná þar áfanga.
Þegar þangað kom var hlúða að hestum og hundum og menn rangluðu inn í hús á Kólkuhóli.
Þar var ekkert trúss eða ráðskona kominn. Kaffi gátum við hitað og var það gert. Gangnamenn á vesturkantinum fóru nú að tínast í áfanga einn af öðrum. Við þessar aðstæður var ekkert að gera nema að bíða og drekka sem minnst áfengi, til að vera sem best búin ef eitthvað kæmi uppá sem skýra hugsun yrði að hafa og dómgreindin í lagi.
Þetta var nú mín upplifun og getur verið að atburðarrásinn hafi ef til vill verið að aðrir upplifðu þetta með einhverjum öðrum hætti. En klukkan 17 eða 18 var trússið ekki komið og fórum við að hafa áhyggjur um að eitthvað hefði komið fyrir.
Fóru menn nú að spjalla og spá einkanlega um framtíðina. Einn byggða maður hafði komið uppeftir með spúsu sína í heimsókn og var það svona trygging að hafa hann til halds og trausts. Um kvöldið þegar ljóst var að trússið mundi ekki skila sér þar sem niðurgrafin vegur var að verða hálf ófær, fóru að myndast tillögur um hvað hægt að gera.
Það var þá aðallega að vera í stakk búin að halda á stað um morguninn án tafa og helst með góðan traktor á unda safninu.
Fyrir miðnætti var tekin sú ákörðun að fara til byggða með gestinum og ná í dráttarvél 4x4 og koma með upp eftir að morgni fórum við tveir. Búnaðarfélag hrepssins átti vélina og var annar okkar formaður þess og gat fengi leyfi hjá sjálfum sér til þess að taka vélina, en hún var að öðru jöfnu í umferðarvinnu. Búnaðarfélag Svínavatnshrepss er elsta búnaðarfélag landsins, svo því sé haldið til haga. Vel gekk að að komast úr byggð með vélina og ókum við til skiptist. Heldur fór að hægjast ferð þegar upp var komið.
Snemma fóru niðurgrafnar götur að vera sneysafullar af snjó, sem fé færi ekki í geng um og var því gott að gera slóð. Snemma um morguninn vorum við mættir á Kólkuhól, en trússið ekki, en kom svo skömmu seinna. Höfðu þeir lend í verkefni við að hirða fé sem bundið var við slóðina og átti að hirðast af trússjeppanum og töfðust við það. Bílstjórinn á jeppanum var fjalltraustur bílstjóri og því var ótti manna ekki mikill nema veikindi hefði sett að fólkinum.
Nú voru allir glaðir á Kólkuhól og sennilega í síðasta sinn því senn yrði húsinu sökkt vegna Blönduvirkjunar.
Drifu gangnamenn sig nú af stað undir stjórnkerfi gangnastjóra. Um það leiti mætti Björgunarsveitin á Blanda á staðin og vissu menn ekki að hún hefði verið ræst út, en það var svo sem í lagi.
Ráðskonan gaf þeim öllum sviðakjamma. Lét raða þeim í hálfhring og útbýtti kjömmunum og hló mikið að þessu uppátæki sínu.
Þegar flokkurinn var kominn að Þrístiklu var þar mættur maður úr hreppsnefndinni og fór að hressa menn á vískýi og hafði þau orð að það hefði nú ekki þurf allan þennan viðbúnað.
Það var fyrirbyggjandi öryggisatrið af gangnastjórninni því engin gat spáð hverjum menn mættu um morgunin. Gera meira en minna, var mottóið.
Gangnaforingi kvaða þá upp úr með það við komumann að hreppsnefndin gæti þá bara tekið við stjórninni og varð nú allt hljótt hjá hreppsnefndarmenninum og og héldu menn nú á. Féði streymdi nú í hjólför dráttarvélarinn og allt lék í lyndi og voru menn kátir að smala útheiðina, en fé hafði haldið að mestu leiti kyrru fyrir.
Allt getur gerst í göngum.
Engin undanþága frá veðrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.9.2020 | 09:37 (breytt kl. 19:30) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.