Bloggari er nákunnugur umgengni og afstöðu til varnarlína sauðfjárveikivarna í A-Hún. sérstaklega við Blöndu. Blanda var meðal þeirra fljóta sem var megin varnalína. Hún var kolmórauð og vatnsmikil og styrk stoð í varnarkerfinu.
Í augu bænda voru þessar línur heilagar og mikilsvirði að þær gengdu hlutverki sínu. Fyrst var hafður vörður við Blöndu eftir mæðiveikina og reið hann daglega til að að gæta með fénaður færi ekki yfir. Held að hann hafi riðið frá Blönduósi fram að fremri Blöndubrú en á brúarsporðinum var venjulegt veghlið sem mönnum var illa við. Hreppstjórin var bálvondur yfir þessu hliði. Vörðurinn var með duglegan hund af lapradogskyni sem hét Skuggi. Afburða duglegt kvikindi.
Á sjöttaáratuginum miðjum var girt varnarlína fá Blönduósi og fram í Blöndubrú. Afbragðs girðing, gaddavirsgirðing. Margir hafa sjálfsagt unnið við hana. Um Bakásaland, Tungunes og framm í Blöndubrú hafði Haraldur Hallgrímsson Tungunesi alla verkstjórn með höndum.
Hann heilsaði alltaf með rússneskum kossi og sagði Elsku vinur, gaman að sjá þig.
Girðingin var fanta vel strengd og var gaddavírinn áhverri færu slitinn a.m.k. einu sinni, til að taka teygjuna úr vírnum. Línan var gerð sem beinust og því fór oft mikið land af jörðunum á neðri hluta þeirra, sem ekki var þá hægt að nota sem beitiland. Sumstaðar var óánægja með það, en á öðrum stöðum höfðu menn vist hagræði af þessu. M.A. lentu engjalönd fyrir neðan girðingu og voru þá oft betur tiltæk til slægna. Á Syðri-Löngumýri var landið fyrir neðan notað til kartöfluræktar, því jarðvegurinn var sandblandaður og góður til kartöfluræktar, mög hlýr.
Þetta var með betri girðingu sem menn höfðu áður séð léttbyggð og sterk ca 8 m á milli aðalstaura og svo 2 millistaurar.
Þessi varnar lína vara alltaf fjárheld og í góðu standi.
Svo fór þessi varnarlínuhugmyndafræði að linast upp. Á níunda áratuginum var jörðum afhent girðingi til eignar og máttu ábúendur ráða því hvort þeir létu girðinguna standa eða rifu hana. Bloggari var þá ábúandi á Syðri-lÖngumýri og ætlaði að láta girðinguna standa fyrst um sinn.
Svo vorum við í einhverju verkum einn daginn að þá fórum við að girðingunni og var þá búið að klippa á hana Ytri-Löngumýrar megin án samráðs og strekkingin því öll farin af girðingunni og ekki gefið svigrúm til að setja niður hornstaur.
Hliðið á Blöndubrú var sífellt umræðuefni. Bílar misstu ferðina við að þurf að opna það og þá var því ekki lokað. Þá gat komið fyrir að ær með lömbum skytust yfir. Þá var brugðist við og féið elt og því náð og það sett í hús. Var mikil alvara í þessum eltingaleik að féðið kæmist ekki í snertingu vi annað fé. Það var álitin voði og allar pestir mundu upp magnast. Þá var garnaveiki sú veiki sem var austan Blöndu en frítt vestan megin.
Þessi einangrun var rofin þegar bændur austan megin tóku ásetnigslömb úr Kúlurétt í óleyfi og fluttu yfir. Urðu af þessu einhverjar ryskingar, en ekkert gert í málinu af hendi yfirvalda. Þá var tekið til að bólusetja á bæjum. Sú aðgert tókst yfirleitt hjá bænddum, en annarstaðr lenti hún í trassaskap og hlaut viðkomandi væntanlega tjón sem hann sat uppi með sjálfur.
Þegar hliðið á Blöndubrú var aflagt svo bílar gætu brunað upp brekkurnar, var sett upp gult hlið á vegamótum Svínvetningabraut- Blöndudalur Kjölur við BP sjoppuna á Löngumýri.
Ekki voru lagðar sérstakar skyldur á ábúandan á Syðri-Mýrinni að halda við veggirðinu á brúarafleggjara og var það þá í hendi Vegagerðaeinnar og var ýmiss gangur á því.
Það fór fyrir gulahliðinu eins og hinu, að það gleymdisr að loka því.
Krafan um að komast hratt yfir var orðin sterk og menn nenntu ekki útúr bílum til að opna og loka, þó þeir gætu skvett úr sokknum um leið.
Nú heyri ég að Blanda sé ekki trygg varnarlína á Blöndugili svo þessar varnir eru ef til vill að gufa upp og vera börn síns tíma.
Þó héld ég að formlega séð sé rétt og að einhverju leiti verklega gotta að hafa þessi fjárskiptahólf virk.
Fresta því að fjarlægja ristarhliðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.8.2020 | 09:50 (breytt kl. 10:05) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2523
- Frá upphafi: 572247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2269
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.