Þessi hugmynd um öskur er merkileg og ekki síst áhuginn á öskrinu.
Mér er styrt um stef að leysa 1.st bloggfærslu um efnið. Einu öskrin sem ég raunverulega þekki er þegar ég kom til gegninga í minni búskapartíð í fjósið, ef ég var ef til vill of seinn í fjósið þá gátu kýrnar staðið á öskrinu og maður áttaði sig ekki á hvað var að gerst.
Þá hafa þær sjálfsagt verið óánægðar með seinaganginn með að fá ekki gjöfina á réttum tíma svo hitt sem var sprenghlægilegt að það hafði fæðst lítill bolakálfur, sem búið var að kara og hann ranglaði um á milli kúnna og fékk sér að sjúga þegar hentaði og hvar sem var.
Ekki komst á kyrrð fyrr en kálfurinn var kominn til móður sinnar og kýrnar komnar með hey í fóðurganginn og mjaltavélar komnar í gang Þá varð allt orðið hljótt.
Flestir þekkja þjósöguna um Karlson sem leiddi Búkollu og lenti í viðureign við skessuna. Fyrst var hár tekið úr hala Búkollu og gert að fljóti sem skessan lét nautið drekka svo var hár tekið úr hala Búkollu og gert að eldi. Haldiði að skessan hafi ekki komið með bolann og látið hann mýga á bálið. Síðast var hár notað til að búa til fjall og skessan boraði inn í fjallið og sat þar föst þegar sólin kom upp og varð að steini.
Það er gott og blessað að þessi 1500 milljón krónu markaðskynning hafi lukkast svona vel, ekki geri ég athugasemd við að fólk fá útrás og öskra í íslenskri öræfakyrrð sem við Íslendingar höfum í einfeldni okkar haldið að væri aðal verðmætið sem hægt væri að bjóða ferðamönnum.
Fyrst til eru svona miklir peningar þá vil ég gjarnan að þeir séu notaðir í áríðandi verkefni að færa íslenskar bókmenntir og list í átt til ferðamanna bæði innlendra og erlenda.
Svo er mál með með vexti að Jónas Hallgímsson var með stúlku sem hann var ástfanginn af fram við Galtará á Eyvindastaðaheiði og var að greiða henni þar og orti að því tilefni ljóðið Ferðalok.
Þegar virkjunarsamningu um Blönduvirkjun milli Landsvirkjunar og hreppanna sem áttu beitarnytjar á afréttum þar sem viðkomandi hárgreiðsla fór fram var gerður, kom babb í bátinn. Þótti bændum erfitt að kyngja því að staðurinn framm við Galtará færi undir vatn og hvernig væri hægt að leysa það mál. Niðurstaðan var sú að fellt var ákvæði inn í samninginn að með einhverju móti væri þessa staðar minnst. Ekki er mér kunnugt að það hafi verið gert.
Vindum nú kvæði okkar í kross Íslendingar og fullnustum Blöndusamninginn með því að setja hljóðstöð fram á Eyvindastaðarheiði, þar sem þreyttir ferðalangar geti ýtt á hnapp og notið kvæðisins Ferðalok eða hlustað á það í tölvu sinni og notið einhverskonar stemmingar við lónið í bland við lóminn og hljómlist hans. Ég skora á menn að klára þetta mál.
Mikill áhugi á öskurherferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.7.2020 | 17:54 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 19
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 566957
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uppá heiði heyra má,
hlýtt enn ástarmasið,
Jónasar var þrútin þrá,
Þóra lögst í grasið.
Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.