Gróðursprenging í trjágróðri

Það er áhugavert að taka eftir því að losun af Co2 koltvísýringi í flugsamgöngum hefur stórlega minnkað eins og mér skilst af fréttum, enda flugsamgöngur stór losunaraðili í heiminum.

Þekkt er að garðyrkjumenn nota Co2 til að auka vöxt og láta vaxa hraðar.

Þetta á auðvitað um allan gróður í heiminum, gróskan verður því meiri sem úrkoma eykst vegna meiri uppgununar úr hafi og vötnum.

Ísland er ekki afkasta mikið í þessari tillífun og er þar aðalega takmarkandi þáttur stuttur sprettutími plantna. Þar takmarkar hiti og stuttur birtutími og vangróið land

Ef maður tekur vel eftir trjágróðri t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu þá geta athugul augu skynjað mikla gróðursprengingu í laufvexti trjáa. Það má hvarvetna taka eftir hve laufkrónur eru búsnar og fallegar.

Náttúrann undirbýr nú átök við loftslagsógnina og  vinnur að því að ná jafnvægi. Þetta er vert að taka eftir og sérfræðingar þurfa helst að gera tillraunir, mæla og stúdera, flugmálin og gróðursprenginguna.

Er hægt að spara fluvélabenzin með því að taka öðruvísi á loft. Spenna hraðan minna, nota vinda til að ná hagstæðar flugi o.s.frv.?

Allt þetta þarf almenningur að gefa gaum og sérstaklega gróðurspreningunni og gera sínar sjónrænu athuganir og bera saman ár eftir ár.

Auðvitða hefur týnst mikill gróðurmassi á Íslandi í áranna rás af margvíslegum orsökum, en líka er ýmsir aðilar að reyna að auka tillífunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2020 (í fyrradag):

Hér á Íslandi var heildarlosun í iðnaði rúmlega 1,8 milljónir tonna í CO2-ígildum árið 2019 (þar af 1,6 milljónir tonna frá álverum), eða rúmlega þrisvar sinnum meiri en í flugi, sem þá var tæplega 600 þúsund tonn, samkvæmt viðskiptakerfi Evrópusambandsins.

"Þá var heildarlosun frá flugi íslenskra flugrekenda, sem fellur undir kerfið, innan við 1% af heildarlosun allra evrópskra flugrekenda innan kerfisins."

Losun íslenskra flugfélaga minnkaði á milli áranna 2018 og 2019

22.6.2020:

"Ný ís­lensk tækni í álfram­leiðslu sem gef­ur frá sér súr­efni í stað kolt­ví­sýr­ings gef­ur von­ir um að hægt sé að eyða kolt­ví­sýr­ings­meng­un úr ferl­inu við fram­leiðslu á áli.

Fyr­ir­tækið Arct­us Metals fram­leiddi á dög­un­um ál með þess­um hætti í sam­starfi við Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands en helsta ný­ung­in er að í stað raf­skauta úr kol­efni eru notuð skaut úr málmblönd­um og kera­mik.

Þetta gæti þýtt að kolt­ví­sýr­ings­meng­un frá ís­lensk­um ál­ver­um myndi al­veg hætta.

"Íslensk ál­ver gefa frá sér um 1,6 millj­ón­ir tonna af kolt­ví­sýr­ingi á ári.

Ef öll ál­ver­in okk­ar tækju upp þessa nýju tækni mynd­um við minnka los­un kolt­ví­sýrings á Íslandi um 30% og upp­fylla þannig alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar okk­ar og gott bet­ur en það," seg­ir Jón Hjaltalín Magnús­son verk­fræðing­ur og for­stjóri Arct­us Metals."

Ný íslensk tækni í álframleiðslu gæti minnkað losun koltvísýrings hér á Íslandi um 30%

23.6.2020:

"
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra kynntu aðra út­gáfu aðgerðaáætl­un­ar í lofts­lags­mál­um í dag.

Með aðgerðunum er áætlað að los­un gróður­húsaloft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dreg­ist sam­an um ríf­lega eina millj­ón tonna CO2-ígilda árið 2030, miðað við los­un árs­ins 2005.

Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um sín­um í lofts­lags­mál­um um 29% sam­drátt og gott bet­ur, eða 35%.

Til viðbót­ar eru aðgerðir sem eru í mót­un tald­ar geta skilað 5-11%, eða sam­tals 40-46% sam­drætti."

Ríkisstjórnin: Ísland uppfylli skuldbindingar og gott betur

Þorsteinn Briem, 1.7.2020 kl. 18:41

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Seigur ertu nafni að koma með þetta allt hér inn. Þessi nýjung Arctus Metals ern áttúrlega stórmerkileg og á eftir að hafa áhrif um allan heim í álframleiðslunni, ef engar aukaverkanir verða á því.

Öll svona nýsköpun skilar sér aðala málið er að hugsa.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.7.2020 kl. 19:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður nú aldrei skógur sem heitið geti hér á Íslandi, samanborið við til að mynda Svíþjóð, Finnland og Rússland, þar sem hægt er að aka í marga klukkutíma án þess að sjá nokkuð nema gríðarlega hávaxinn skóg.

Meira en helmingur Svíþjóðar er skógi vaxinn og þrír fjórðu hlutar finnsks lands, en vötn eru stór hluti Finnlands.

"The
overall tree leader is clearly Russia, with 642 billion total trees, followed by Canada with 318 billion and Brazil with 302 billion."

Hvað eiga menn að gera ef þeir villast í íslenskum skógi? Þeir standa einfaldlega upp, er gamall brandari.

22.6.2020:

"Rather than benefiting the environment, large-scale tree planting may do the opposite, two new studies have found.

One paper says that financial incentives to plant trees can backfire and reduce biodiversity with little impact on carbon emissions.

A separate project found that the amount of carbon that new forests can absorb may be overestimated.

The key message from both papers is that planting trees is not a simple climate solution."

Climate change: Planting new forests can do more harm than good - BBC

Þar að auki verður hitastigið og veðurfar yfirleitt hér á Klakanum seint hagstætt mörlenskum landbúnaði en honum bjargaði mikill fjöldi erlendra ferðamanna, sem graðga hér í sig íslenskar landbúnaðarvörur á veitingahúsum og kaupa mörlenskar ullarvörur í stórum stíl.

Og ferðaþjónusta er nú í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins en stóriðjan, sem þarf gríðarlega mikla raforku, verður einungis á örfáum stöðum.

Þorsteinn Briem, 1.7.2020 kl. 19:12

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Flugstjóri Ingavar Tryggvason sem er systursonur minn staðfestir þessa gróðursprengingu sem ég er að blogga um:

Flugvélum tilheyrir 3% af kolefnisspori mannskepnunar. Svo ef öllum flugvélum yrđi lagt, væru samt 97% af viđfangefninu eftir. En gróđurinn hefur sannarlega tekiđ vel viđ sér og skógar um víđa veröld í miklum vexti.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.7.2020 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband