Bloggari hefur ekið svolítið í U.S.A.
Við hjónin kviðum mjög fyrir því að aka þarna. Vorum svo heppinn að taka bílaleigubíl rétt við eina stofnbrautina og vorum búin að fara í vettvangskönnun og athuga hvernig allt virkaði og sigta hvar við gætum komist út á akstursbrautina og hvort við mundu lifa þetta af. Hraðinn er jafn og mikill, svo við létu vaða á stað.
Það fyrsta sem maður tók eftir á þjóðvegum var hve allt var vel merkt. Fyrst kemur merking þegar ökumaður á eftir 2 km áður en framkvæmdir byrja. Texti um það. Síðan er ökumaðurinn stöðugt minntur á þetta og krafa gerð um kerfisbundna lækkun á hraða.
Svo er öll umgjörð framkvæmdanna mjög vel merkt með ljósum o. þ.h. Þetta vakti athygli mína og var sómi að þessu.
Hér er þessu öðruvísi háttað. Virðist verktakanum í sjálfsvald sett hvernig hann hefur þetta. Hef svo sem ekki kynnt mér lög og reglugerðir um hvernig þetta á að vera.
Eitt sinn var ég við störf mín í Reykjavíkurborg og ek ofan í einhvern umbúnað sem átti að heita framkvæmdir.
Fyrst koma plastkeila, beygluð, svo létt, að hún hefði fokið í snarpri vindkviðu. Þá ók ég raunverulega ofan í framkvæmdirnar og þessi plastkeila var það fyrsta sem aðvaraði mig.
Engin texti um hvað væri verið að gera þarna og hverju maður ætti von á. Rétt eins og ritmálið hefði ekki verið fundið upp.
50 meturm seinna sá ég höfuð á manni ofan í brunni. Höfuðið eitt stóð upp úr. Brunnurinn var í miðjunni og akreinar sitthvoru meginn, þannig að maðurinn slapp alltaf og hefða vitaskuld getað beygt sig ef bíll hefði stefnt á hann. Þetta var allt of sumt.
Vinnubrögðin á verkinu sem um er rætt í þessari frétt er sérstakur kafli, sem Vegagerðin er að rannsaka.
Yfirlögn á malbiki uppfyllti ekki skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.6.2020 | 15:24 (breytt kl. 15:28) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öryggisáætlun.
Áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skal verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna.
Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir.
Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.
Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi.
Veghaldari getur ákveðið að hann, í stað verktaka, geri öryggisáætlun. Skal hann tilkynna verktaka um þá ákvörðun.
Sé verktaki jafnframt veghaldari við verkið, gildir 1. mgr. um hann eftir því sem við á.
Eftirlitsmaður.
Í öryggisáætlun fyrir hvert vinnusvæði skal tilgreindur sérstakur eftirlitsmaður sem skal sjá um að allar öryggisráðstafanir á og við veg séu í samræmi við öryggisáætlun. Veghaldari ákveður hverju sinni hvort hann eða verktaki tilnefni eftirlitsmanninn.
Eftirlitsmaðurinn skal vera tiltækur hvenær sem er meðan á verki stendur og skal hann sinna ábendingum veghaldara, lögreglu eða annarra sem fara með eftirlit á vinnusvæði, varðandi hættu vegna verksins með tilliti til umhverfis, umferðaröryggis og öryggis starfsmanna.
Í forföllum eftirlitsmanns skal varamaður koma í hans stað. Nafn eftirlitsmanns og varamanns ásamt símanúmeri skal koma fram á upplýsingatöflu við vinnusvæði ef þörf krefur."
Refsiákvæði.
Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XIV. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 og 59. gr. vegalaga nr. 80/2007."
Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á eða við veg nr. 492/2009
"XIV. Viðurlög.
Refsingar.
100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. ..."
Umferðarlög nr. 50/1987
"59. gr. Refsing.
Brot gegn lögum þessum og þeim reglugerðum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Bæta skal einnig á kostnað hins seka tjón það sem hann hefur unnið."
Vegalög nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 29.6.2020 kl. 17:25
Gott innlegg í umræðuna nafni minn takk fyrir. Var afi þinn ekki ráðherra hjá Bændaflokknum hér í eina tíð, Þorsteinn Briem.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.6.2020 kl. 17:32
Á ferðum um Þýskaland hafa merkingar vegna vegaframkvæmda byrjað í allt að 20 km aðdraganda, eða jafnlangt frá og nauðsynlegt er fyrir vegfarandur að vita hvernig þeir geti best breytt akstursleið sinni.
Ómar Ragnarsson, 29.6.2020 kl. 18:07
Nafni,
Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, var langafi minn og sonur hans, sem undirritaður heitir í höfuðið á, var formaður Bændaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta Íslands.
Þorsteinn Briem
Ólafur Briem
Þorsteinn Briem, 29.6.2020 kl. 19:59
Passar. Man eftir skjali sem atvinnumálaráðherra, hélt reyndar að hann hefði verið kirkjumálaráðherra, þar sem hann seldi bónda 1500 ha land á einhverjar þúsund krónur undan Auðkúlukirkju með því ákvæði að viðkomandi reysti þar nýbýli þegar hann kæmi því við.
Þessi bóndi var í sífelldum önnum og kom þessu ekki við á sinni löngu ævi. Afi þinn var í slagtogi með Jóni í Stóradal. Einn ungur maður var fenginn til að akitera í héraðai. Hann fór um og drakk mikið kaffi og var b úinn að fá nóga af kaffiþambi. Hann breytti um aðferð. Stoppaði við heimreiðar og gólaði ,, Kjósið Bændaflokkinn ''. Svo þú nafni ert því laumubændaflokksmaður.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.6.2020 kl. 20:22
Ráðherrarnir í þessari ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar voru þrír en Ólafur Thors var dómsmálaráðherra í skamman tíma.
Þorsteinn Briem, 29.6.2020 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.