Þessi fyrirvari hefur ekkert gildi sem slíkur. Íslenskur aðili samningsns hér, Hlíf, hefur hvorki vald, umboð ,né myndugleika til að setja þennan fyrirvara inn í sinn afmarkaða félagssamning.
Landsvirkjun þarf að stefna samningsaðilum fyrir dóm og krefjast þess að fyrirvarinn væri felldur úr samningnum ekki að krefjast þess að hann væri felldur úr gildi því hann hefur ekkert gildi, bara rusl af haugum Ríó Tintó.
Þetta er einhver pólitík sem hefur náð að þróast undir húsgafli í Hafnarfirði og hefur enga stoð í íslenskum raunveruleika. Pólitísk loftbóla, sem menn hafa samið og skrifað undir krókloppnir í vondu vetrarveðri, jafnvel neyddir til þess við þröngar aðstæður.
Svo þarf að segja álverinu beint í trýnið á þeim að nú sé lóaðleigusamningurinn líklega útrunnin og það þurfi eitthvað að fara skoða það.
Þá þarf eitthvert obinbert vald skatturinn t.d. að rannsaka hvað varð af öllum arðinum og hvernig hann hefur verið fluttur út úr landinu með bókhaldsbrellum.
Íslenskir aðilar verða að tileinka sér einhverja herfræði gangvart þessum svívirðingum, þó það sé auðvitað viðkæmt gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins. En þeir hafa nú líka völd í sínum samtakamætti.
Rio Tinto nýti sér stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.4.2020 | 19:20 (breytt kl. 20:33) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566941
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsvirkjun þarf nákvæmlega ekkert að gera. Ef álverið segir sig frá kjarasamningnum er það bara mál álversins og verkalýðsfélagsins.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2020 kl. 21:19
Bráðum verður álver til sölu fyrir slikk.
Íslendingar geta þá kannski öðlast tækifæri til að verða sjálfir álframleiðendur í stað þess að vera bara raforkuframleiðendur fyrir útlenska álframleiðendur.
Við gætum gert betur og framleitt eitthvað úr álinu. Afhverju er til dæmis ekki verksmiðja fyrir álfelgur á Íslandi? Eða hina margvíslegu vélarhluta úr áli sem eru í bílum?
Arðinn heim!
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2020 kl. 22:59
Skil ekki hvers vegna forstjóri Landsvirkjunar er að æsa sig yfir þessu. Barasta alls ekki. Ekki nema hann vilji koma höggi á álverið.
Það ætti að vera öllum ljóst, að þessi forstjóri Landsvirkjunar okkar, dreymir blautlega drauma um kapal til ESB og hvað er betur til þess fallið, en kúpla út einum stærsta orkunotanda Landsvirkjunar?
Burtu með manninn og það ekki seinna en strax!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.4.2020 kl. 01:36
Guðmundur.: Íslendingar gátu ekki einu sinni framleitt steikarpönnur úr áli frá Straumsvík! Veru ekki með þessa dellu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.4.2020 kl. 01:38
Halldór, ertu að segja að álframleiðslan sé ekki arðbær? Á hverjum lendir þá kostnaðurinn af tapinu?
Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2020 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.