Dr Hrönn Egilsdóttir sjávarlíffræðingur efndi til fundar í haust á vegum Háskólans í Reykjavík um súrnun sjávar. Var hann haldinn í bátaskýli vestur í Nauthólfsvík.
Hrönn var með fyrirlestur um þetta málefni og gaf fundarmönnum ádrátt um að hægt væri tjá sig eftir fyrirlesturinn. Þetta var ekki fjölmennur fundur svona innan við 20 manns. Fyrirlesturinn var prýðilegur og öll framsetning glögg og skilmerkileg, þannig að maður gat í fljótheitum áttað sig á því hvað er að gerast í sjónum að mati Hrannar og eftir hennar niðurstöðum með rannsóknum sínum.
Þegar orði var gefið frjálst stóð maður upp sem vildi tjá sig um málefni og þá varð einhver óstöðuleik í salnum og ég áttaði mig ekki alveg strax á því hver var fundarstjóri, en svo kom það í ljós. Ekki man ég svo gjörla efnisatriði fundarmansins en það var ágætlega fram sett, en það kom fljótlega fram að nauðsynlegt væri að vera varkár í ályktunu og vera á verði. Ræðumaður bar ekki brigður á málflutninga Hrannar en hægt var að finna einhverja mótstöðu í salnum.
Ég var búin að ákveða fyrir fundin að taka til máls og reifa ákveðið mál þarna og var því búin að legga línurnar um hvað ég ætlaði að ræða. Bað ég nú um orðið. Varð þá einhver órói aftur á fundinum og ég fann mótstöðu þyt fara um salinn og upplifði að ég væri ekki velkominn þarna. Maður á fremsta bekk með blöð í hendinni rétt áður en ég hóf mál mitt, sagði er nú einn afneitarinn enn kominn og virtist vera sármóðgaður og var með uppsteyt. Fundarstjóri sussaði á þennan óróa og sagði að á fundinum ríkit málfrelsi.
Það sem ég fjallaði um var að upp úr 1970 hafi verið mikið verið talað um súrt regn svo að til verulegra vandræði gæti horft með skóga. 'Eg sagðist hafa verið á ferð Svíþjóð og hefði sett mig í stellingar að taka eftir því hvernig skógur væri á sig kominn og hvort einhver tré væru að dauða kominn Lýst ég því yfir að mínum dómi hefði það skóglendi sem ég sá verið í fínu standi.
Ég tek það fram að þetta var ekki nein sérstök vísinda athöfn, að eins reynt að glöggva sig á ástandinu sem mér virtist vera þar sem ég fór um. Þarna höfðu verið miklir þurrkar, en var úr að rætast.
Ég lagði áherslu á að náttúran væri ráðgóð og brigðist við.
Þessi umræða leiddi til góðs. Þegar dr. Hrönn tók til máls velti hún þessu fyrir sér. Gerði hún ekki athugasemdir við mitt mál en útskýrði að ástæðan fyrir því að þessi súrnun regns hefði ekki svo mjög haft áhrif, væri að brugðist hafi verið við þessari þróun,tímanlega, verksmiðjum lokað o.þ.h. Þetta getur nefnilega átt nú við með hlýnu jarðar að mannskepnan í samvinnu með nátturunni getur að að einhverrju leiti haft áhrif og betri afkomu jarðarinnar, þannig að þessum hlýnunarhalla verði útrýmt.
Annað dæmi nefndi ég og það var svona. Fyrir margt löngu kom upp umræða að fosfór væri komin yfir öll mörk í norskum firði. Var þetta rakið til landbúnaðar og höfðu menn áhyggjur af þessu. Náttúran lét ekki leika á sig og einhverjir grænþörungar komu og eyddu öllum fósfórnu og átu hann.
Svo mótmæli ég rithöfundinum að það eigi að halda niðri umræðu um þessi alvarlegu mál og fólk megi helst ekki ræða þau.
Vísindi byggjast auðvitað á því að rökræða og velta hlutunum fyrir sér og taka eftir. Og ég mótmæli því að fólk sé uppnefnt sem afneitunarsinna þó skoðanir þess fari ekki saman við einhvern annan.
Óboðleg umræða afneitunarsinnna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.11.2019 | 09:20 (breytt kl. 09:55) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já skoðanir mans og hugmyndir falla stundum í urð og grjót. Ég var að horfa á fræðslumynd um þróun lífs á jörðinni. Þar kom fram að að 5 sinum hefur fjölda útrýming á lífríki orðið„ Mass extinction“, allt að 96% tegunda hvarf vegna eldgosa og lofsteina.
Ég hef engar áhyggjur af loftslags vandamálum og hlýnun jarðar, ég viðurkenni þær sem staðreynd en horfi jafnframt ískalt á afleiðingarnar og yppi öxlum. Kannski er það bara sem þarf að gerast næstu hundrað árin að okkur fækkar um einhverja miljarða.
Í jarðsögulegu tilliti þá erum við tiltölulega ung tegund, vanþroskuð og barnaleg. En gjörðir okkar hér á jörðinni verða ekki til að binda endi á tilvist plánetunnar, hún er fyrirséð og á jörðin um 3,5 miljarða ára eftir áður en sólin steikir allt líf og gleypir hana.
En Náttúran er söm við sig í dag sem og í fyrndinni og hún hristir þetta af sér og leitar jafnvægis. Náttúran leitar alltaf jafnvægis.
En þessar skoðanir mínar gera mig í hugum margra að einhverjum brjálæðingi, tilfinningalausum bjána, vondum manni o.s.frv. Það verður bara hafa það.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 30.11.2019 kl. 16:08
Já skoðanir mans og hugmyndir falla stundum í urð og grjót. Ég var að horfa á fræðslumynd í vikunni um þróun lífs á jörðinni. Þar kom fram að að 5 sinum hefur fjölda útrýming á lífríki orðið„ Mass extinction“, allt að 96% tegunda hvarf vegna eldgosa og lofsteina.
Ég hef engar áhyggjur af loftslags vandamálum og hlýnun jarðar, ég viðurkenni þær sem staðreynd en jafnframt horfi ég ískalt á afleiðingarnar og yppi öxlum. Kannski er það bara sem þarf að gerast næstu hundrað árin að okkur fækkar um einhverja miljarða.
Í jarðsögulegu tilliti þá erum við tiltölulega ung tegund, vanþroskuð og barnaleg. En gjörðir okkar hér á jörðinni verða ekki til að binda endi á tilvist plánetunnar, hún er fyrirséð og á jörðin um 3,5 miljarða ára eftir áður en sólin steikir allt líf.
En Náttúran er söm við sig í dag sem og í fyrndinni og hún hristir þetta af sér og leitar jafnvægis. Náttúran leitar alltaf jafnvægis.
En þessar skoðanir mínar gera mig í hugum margra að einhverjum brjálæðingi, tilfinningalausum bjána, vondum manni o.s.frv. Það verður bara hafa það.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 30.11.2019 kl. 16:17
Sæll Birgir og takk fyrir innlitið. Það er búið að eyða ansi miklu eldsneyti síðan Guðmundur Ingi á Kirkjubóli setti saman kvæðið Bensín 1956 og miklu bensíni eytt áður sérstaklega á bensín hákana í U.S.A. á meðan við vorum á Farmal cub. Kvæðið byrjar svona:
Ég er bensín á tvær og tuttugu líterinn. / Það er tekið eftir mér/ Án mín væri nútíminn ekki það sem hann er.
Svo heldur kvæði áfram og bensínið segist vera komið átta röstum fyrir jörð neðan.
Sko allt þetta bensín var er hluti af jörðinn og hefur verið lífrænn massi áður en það varð að bensíni og hefur þar áður verið co2 og gleypt af jörðinni.
Menn halda að öll orka sé að vera búinn. Fyrsta sem kennt er í eðlisfræði er að orkan eyðist ekki, einungis breytir um form. Þannig að mín niðurstaða er varðandi þetta að það er varasamt að vera koma inn sektarkennd hjá fólki út af þessari hlýnun. Allt í lagi að bregðast við ef einhverju verður breytt. Maður verður að trúa þessum útreikningum sem eru settir fram að bestu manna yfirsýn sem spár. En mér hefur nú sýnst veðurfræðingar eigi nú nógu erfitt að spá veðri næstu vikuna, hvað þá heldur að hægt sé að spá um hlýnun um einhverjar gráður og að maðurinn geti fínstillt það eins og baromet inn í stofu.
Þannig að ég þakka þér bara fyrir að benda á hvað litlir karlar við erum í veröldinn og menn mega vara sig á að fá ekki mikilmennskubrjálæði að maðurinn geti breytt miklu.
Nú orði gái ég alltaf að því hvort sólin komi ekki alveg örugglega upp í austri og ef mér finnst skeika einhverju þá hringi ég í Arnbjörn bóður og læt ahann atuga stöðuna í Grindavík, en hann kann á allt svona lagað.
Ég get tekið undir allt sem þú setur hér inn. Við erum nefnilega ekki stórir kallar og förum auðvitað að gráta ef allt fer til fjandans, eins og sagt er.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.12.2019 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.