Misvægi atkvæða á Íslandi og víðar

Jón verður lengi að safna sér fyrir þingsæti og verður að fara norður á Strandir til að ná inn á þing. Þar eru atkvæði fjórum sinnum verðmætari en í SV-kjördæmi þar sem Jón situr og furðulegt að hann skuli bjóða kjósendum sínum upp á þessa vitleysu. Þetta er því lík steypa að það er ekki viðunandi lengur. Þetta er einhvert gamallt fyrirkomulag sem miðast helst við fjárfjölda, landstærð eða eitthvað því um líkt að manni sýnist. Svo veslast Sjálfstæðisflokkurinn smátt og smátt upp og hangir á horriminni og deyr drottni sínum að lokum.

Ætli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forstjóri Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ÖSE geti ekki sent hingað rannsóknarsveit til að rannsaka þetta atkvæða svindla bæði hérlendis og í Evrópu.


mbl.is Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er ekkert annað en ömurlegt, að vera talinn einn fjórði úr manneskju, búandi þar sem eg bý. Hvar er mannréttindadómstóll Evrópu núna?

 Einhver.....? ...... Trauðla.

 Gott innlegg Þorsteinn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2019 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband