Miðflokksmenn eru að glansa á þessu. Þeir eru líka soldið klókir og tína þingmenn upp sem hafa verið reknir úr öðrum flokki.
Þeir verða grimmari og grimmari eftir því sem fylgið eykst og er það svo sem eðlilegt, gott ef þetta endar ekki með því að þeir éta kjósendur og skila einhverju beinahröngli til kjörstjórnar til vitnis að þeir eigi þessi bein.
En það hefur lítið verið tekið eftir því að foringi Hrunstjórnarinnar sem var dæmdur af Landsdómi, Landsdómi, sem á að gæta þess að halda valdhöfum við efnið og vera aðhald að þeir virði stjórnarskrána og valdi ekki borgurunum tjóni.
Gunnar Bragi verðlaunaði Hrunforingjan með sendiherrastöðu á sínum tíma. Nú er sá orðinn innsti koppur hjá auððvaldinu í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Líkur sækir líkan heim. Vanir menn. Fyrir það átti Gunnar þessi að hreppa sendiherrastöðu þegar hentaði og var um það rætt á þessum upptökum, en það lítið komið í dagsljósið hvers eðlis það loforð var og hvort slík hrossakaup séu löglegt.
Sniðugast væri að hafa það eins og Duddi á Skörðugili hafði það einu sinnu um verslunarmannahelgi að hann þurfti að losna við nokkur tryppi að þá efndi hann til uppboðs á tryppunum og seldi grimmt.
Allavegna gefur stóðhestamerki Miðflokksins tilefni til að nota þá aðferð.
Þannig að það er ýmislegt sem kafa þarf betur í, svo öll kurl komist til skila.
Foringi Hrunstjórnarinnar var dæmdur vegna brots á 17 gr. stjórnarskrárinnar sem lýtur að því að halda fundi þegar hætta er á ferðum og brýna nauðsyn ber til. Það þótti Geir Haarde ómerkilegt að detta um slíka þröskulda.
Ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.8.2019 | 19:05 (breytt kl. 19:25) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 341
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 573825
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.