Þegar kaupakonan sat á rúmstokknum hjá mér

Á fyrstu búskaparárum mínum var bænum aldrei læst lyklar skildir eftir í vélum en teknir úr bifreiðum en þeim aldrei læst.

Eitt sinn um nótt vakna ég við að fv. kaupakona frá sumrinu áður situr á rúmstokknum hjá mér. Ég vakna upp með andfælum og ríf konuna upp og segi henni að það sé draugur í húsinu. Hún gjóar augunum yfir, nei ert þú kominn elskan og uppgötvar að þar er komin fyrrverandi kaupakona okkar og hafði vitað að húsið var að jafnaði ólæst. Þetta var frekar ónotalegt og efti þetta atvik var bærinn að jafnaði læstur.

Við  mösuðum síðan við kaupakonuna og hvarf hún á braut en þetta sýnir að bændafólk ætti að læsa hýbýlum sínum því margir geta verið á ferðinni sérstaklega yfir sumarmánuðina, maður talar nú ekki um ef enginn er heima þá er hægt að stela öllu steini léttara.

Sumarfrí 2007 046Blöndudeilan var þung og reyndi á fólk, en yfirleitt var fólk kurteis og málefnalegt, en það eru miklar tilfinningar sem fylgja náttúruverndarmálum og er náttúruverndarfólk knúið áfram af slíku afli á umhyggju og vænumþykju fyrir landi sínu og má ekki vanmeta að. En sjónarhornin geta veri mörg og stundum illkvittni.

Er ekki verið að afhenda útlendum besefum þessar auðlindir með gögnum og gæðum lands og orkan fer beint í sæstreng út Djúp og kominn út fyrir efnahafslögsögu áður en menn eru búnir að snú sér við í snjóskafli á Steingrímsfjarðarheiði? Það er erfitt að eiga við þessi náttúruverndarmál, sérstaklega þegar gamlar kaupakonur aka um sveitir og eru nærri búnar að troða sér upp í hjónarúm.


mbl.is Oddviti læsir útidyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband