Auðvitað eru svona upp á komur áfall. Hvernig sem smitið hefur átt sér stað. Sjálfur var ég þarna fyrir einhverjum tíma og fékk mér ís þarna og er búinn að hafa samband við mína heilsugæslu. Starfmennirnir búsins sögðu að ísinn væri heima unninn en traustur, og gátu svarað því að mjólkin væri gerilsneidd. En þegar lengra var haldið vissu þeir ekki hvort mjólkin hafi verið fitusprengd, þó það sé svo sem ekkert atriði í þessu máli.
Svo fór ég og klappaði einum kálfi, sem var þar með hausinn út úr stíu, hann var rauður með merki í báðum eyrum minnir mig og það voru þarna fleiri kálfar.
Náttúrlega er margt um mannin þarna bæði innlendir og erlendir menn og heilbrigðiskerfið verður að standa þetta af sér og allir að vera rólegir. Allir klappa Þorgeirsbola.
Umgengni var eftir því sem ég tók eftir ágæt.
Þetta leiðir hugan að því að best er að hafa sem fæstar mögulegar smitleiðir, því er vandasamt að framfylgja stefnunni beint frá býli. Svo er sú unga kynslóð sem nú er uppi á Íslandi ef til vill með með minni mótstöðu en sú sem eldri er, sem át allt sem að kjafti kom í gamladaga. Gamalt máltæki segir,, Á misjöfnu þrífast börnin best,,. Og er það orð að sönnu.
Telja ekki meiri hættu á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.7.2019 | 16:18 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 566943
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er svona með þetta útlenda sýklakjöt
Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2019 kl. 19:37
Hafðu þig hægan nafni minn málið er endanlega ekki upplýst og ástæðulaust að vera í fyrirfram gefnum áróðri.
Það liggur nú fyrir að einangrun Íslendinga hefur varið þá fyrir pestum oft og einatt.
Sigurður á Brún í Svartárdal var að fara í Kennaraskólann og gekk suður. Þá geysaði Spánskaveikinn. Hann fór yfirleitt beint af augum en ekki hefðbundnar götur. Oft sá hann fólk að störfum við fénaðarhöld og bændur standa yfir fé á beit og svoleiðis eða í erindum á milli bæja. Hann furðaði sig á því að allstaðar vék fólk úr vegi hans og vildi ekki hafa samband við hann, enda veiktist ekki nokkur maður í slóð Sigurðar.
Bændur hafa fengið ríkulegan skerf af búfjarsjúkdómum í gegn um innflutning á nýjum stofnum búfjár sem áttu að verða þeim til gróða og aukins vaxtar. Mæðiveikin, riðan og karkúlféið. Þess vegna hafa bændur verið með fullan andvara á sér gangvart pestum hverskonar.
Sjálfur var ég rétt dauður af því að éta salat í Þýskalandi og fékk kamfelobakteríu og þurfti að gefa mér 7 lítar af vökva og Guðni Ágústsson fék pest í Kína.
Þú nefnir útlent sýklakjöt. Mér er ekki kunnugt að það komi hér við sögu. Þannig að ummæli þín eru út í loftið til að ná einhverjum höggstað á þessu búi.
Mér hefur borist til eyrna frá fólki sem vinnur við ferðaþjónustu til landsins, að í Efstadal sé mjög faglegt starf unnið og öll hantering á veitingum með því besta.
En kálfurinn var eitraður. Ég er þakklátur fyrir að hann skildi ekki drepast þegar ég klappaði honum því ég get verið eitraður aðallega í orðum. Hafðu það gott nafni og fáðu þér ís til að kæla þig niður. Bestu kveðjur til þín vinur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.7.2019 kl. 08:29
Þetta var nú meint sem grín nafni, og sneið til þeirra sem álíta allar pestir upprunnar í ESB. Reyndar furðulegt að Guðni skuli hafa veikst í Kína, því Kína er alls ekki í ESB.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2019 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.